Lökustu skólarnir halda áfram að dragast aftur úr Snærós Sindradóttir skrifar 13. desember 2016 07:15 Nemendur í 7. bekk í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ stóðu sig áberandi best í samræmdum könnunarprófum í stærðfræði sem fram fóru í haust. Vísir/AFP Þeir 25 grunnskólar sem sýna virkilega laka niðurstöðu úr samræmdum prófum í stærðfræði fyrir 7. bekk dala langflestir í einkunn frá því sem verið hefur síðastliðin ár. Aðeins tveir skólar hafa bætt sig marktækt þrátt fyrir að falla enn í þann flokk að vera fyrir neðan landsmeðaltal. Menntamálastofnun hefur lokið við að fara yfir samræmd könnunarpróf sem tekin voru í haust af nemendum í fjórða og sjöunda bekk um land allt. Niðurstöður prófanna eru gefnar á kvarða þar sem 30 er meðaltal. Stigaskor skólanna frá 29 til 31 þykir innan meðaltals en allt fyrir neðan 28 þykir slæm útkoma fyrir skólana og allt fyrir ofan 32 þykir mjög góð útkoma. Eins og áður segir fá 25 skólar niðurstöður úr könnunarprófunum sem eru fyrir neðan 28, sá lægsti er Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar sem skorar 19,64 stig. Aðrir 25 skólar þykja fá framúrskarandi niðurstöðu úr könnunarprófunum, sá hæsti er Myllubakkaskóli í Reykjanesbæ með 37,91 stig.Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar.Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir að niðurstöður prófanna bendi til þess að enn dragi í sundur með höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Sami munur kom fram í PISA-könnununum sem kynntar voru fyrr í þessum mánuði. „Það er mikið áhyggjuefni,“ segir Arnór. Arnór segir Menntamálastofnun hafa bent á að stuðningur við skólana skipti þarna miklu máli. „Stærstu sveitarfélögin hafa jafnvel stórar fræðsluskrifstofur og geta veitt skólunum faglegan stuðning. Í smærri sveitarfélögum er þetta kannski í höndum skólanefndar sem hefur ekki þekkingu til að sinna þessu. Þessi umræða sem núna er í gangi varðandi sameiningu sveitarfélaga snýr að því að með færri og sterkari einingum getum við stutt við þessari stofnanir.“ Arnór bendir á að lítill stuðningur við skólana leiði út frá sér. „Kennarar finna ekki fyrir stuðningi og bestu kennararnir leita þá annað. Það er margt sem spilar inn í þegar verið er að manna skólana.“ Í Reykjanesbæ eru sex grunnskólar en þrír þeirra komast á lista yfir þá skóla sem best koma út úr samræmdu prófunum í stærðfræði. Enginn af skólunum í Reykjanesbæ kemst á lista yfir þá skóla sem verst gengur. Arnór bendir á að þetta sé afleiðing þess að Reykjanesbær hafi nýtt samræmdu prófin til að betrumbæta grunnskóla bæjarins í stað þess að stinga niðurstöðunni ofan í skúffu. „Sveitarfélagið notaði samræmd könnunarpróf og setti sér markmið út frá þeim um að ná meðaltali. Þannig hefur sveitarfélagið getað fylgt markmiðunum eftir.“ Hann segir hins vegar að tilhneiging sé til þess innan skólanna að taka þau skilaboð sem prófin senda skólunum ekki nægilega alvarlega. Árangur Reykjanesbæjar sýni svart á hvítu að þau geti nýst til að bæta skólana. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Fleiri fréttir Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Sjá meira
Þeir 25 grunnskólar sem sýna virkilega laka niðurstöðu úr samræmdum prófum í stærðfræði fyrir 7. bekk dala langflestir í einkunn frá því sem verið hefur síðastliðin ár. Aðeins tveir skólar hafa bætt sig marktækt þrátt fyrir að falla enn í þann flokk að vera fyrir neðan landsmeðaltal. Menntamálastofnun hefur lokið við að fara yfir samræmd könnunarpróf sem tekin voru í haust af nemendum í fjórða og sjöunda bekk um land allt. Niðurstöður prófanna eru gefnar á kvarða þar sem 30 er meðaltal. Stigaskor skólanna frá 29 til 31 þykir innan meðaltals en allt fyrir neðan 28 þykir slæm útkoma fyrir skólana og allt fyrir ofan 32 þykir mjög góð útkoma. Eins og áður segir fá 25 skólar niðurstöður úr könnunarprófunum sem eru fyrir neðan 28, sá lægsti er Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar sem skorar 19,64 stig. Aðrir 25 skólar þykja fá framúrskarandi niðurstöðu úr könnunarprófunum, sá hæsti er Myllubakkaskóli í Reykjanesbæ með 37,91 stig.Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar.Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir að niðurstöður prófanna bendi til þess að enn dragi í sundur með höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Sami munur kom fram í PISA-könnununum sem kynntar voru fyrr í þessum mánuði. „Það er mikið áhyggjuefni,“ segir Arnór. Arnór segir Menntamálastofnun hafa bent á að stuðningur við skólana skipti þarna miklu máli. „Stærstu sveitarfélögin hafa jafnvel stórar fræðsluskrifstofur og geta veitt skólunum faglegan stuðning. Í smærri sveitarfélögum er þetta kannski í höndum skólanefndar sem hefur ekki þekkingu til að sinna þessu. Þessi umræða sem núna er í gangi varðandi sameiningu sveitarfélaga snýr að því að með færri og sterkari einingum getum við stutt við þessari stofnanir.“ Arnór bendir á að lítill stuðningur við skólana leiði út frá sér. „Kennarar finna ekki fyrir stuðningi og bestu kennararnir leita þá annað. Það er margt sem spilar inn í þegar verið er að manna skólana.“ Í Reykjanesbæ eru sex grunnskólar en þrír þeirra komast á lista yfir þá skóla sem best koma út úr samræmdu prófunum í stærðfræði. Enginn af skólunum í Reykjanesbæ kemst á lista yfir þá skóla sem verst gengur. Arnór bendir á að þetta sé afleiðing þess að Reykjanesbær hafi nýtt samræmdu prófin til að betrumbæta grunnskóla bæjarins í stað þess að stinga niðurstöðunni ofan í skúffu. „Sveitarfélagið notaði samræmd könnunarpróf og setti sér markmið út frá þeim um að ná meðaltali. Þannig hefur sveitarfélagið getað fylgt markmiðunum eftir.“ Hann segir hins vegar að tilhneiging sé til þess innan skólanna að taka þau skilaboð sem prófin senda skólunum ekki nægilega alvarlega. Árangur Reykjanesbæjar sýni svart á hvítu að þau geti nýst til að bæta skólana. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Fleiri fréttir Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Sjá meira