Ellefu þúsund íslensk börn eiga á hættu að búa við fátækt og félagslega einangrun Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 15. desember 2016 22:15 Í skýrslu um fátækt barna sem Barnaheill kynntu í dag kemur fram að fjórða hvert barn í Evrópu eigi á hættu að lenda í fátækt og félagslegri einangrun. Einnig að Ísland er eina land Norðurlanda þar sem staða barna er verri en fullorðinna. Á Íslandi eiga 11% fullorðinna á hættu að búa við fátækt og félagslega einangrun, en 14 prósent barna. Það eru ellefu þúsund börn, sem samsvarar öllum börnum í Garðabæ og Hafnarfirði. „Þetta þarf auðvitað að skoða vegna þess að það að vera fátækur sem barn hefur mun afdrifaríkari áhrif á einstaklinginn en það þó að maður detti tímabundið inn í fátækt sem fullorðinn einstaklingur,“ segir Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum. Meginorsakir fátæktar er ójöfnuður sem er að aukast í Evrópu, atvinnuleysi og niðurskurður í velferðarþjónustu. Skortur á menntun er einn helsti áhættuþáttur fátæktar en Ísland sker sig úr hvað varðar brottfall úr menntaskóla. Í Evrópu er meðaltal brottfalls 11 prósent en á Íslandi tæp nítján prósent. Margrét minnir á loforð stjórnmálaflokka fyrir kosningar um að efla velferðar- og menntakerfið. „Það þarf að líta á fjármagn sem varið er til málefna barna sem fjárfestingu, ekki sem útgjöld. Við þurfum líka að minna okkur á að það er gott fyrir samfélagið í heild, það er betra samfélag sem býr vel að börnum sínum til framtíðar heldur en samfélag sem gerir það ekki.“ Börn sem búa við fátækt fá minni menntun og takmarkaðan aðgang að menningu, afþreyingu og íþróttum og félagslífi. Ungmennaráð Barnaheilla segir að hlusta þurfi á börnin sjálf sem komi með góðar ábendingar. „Eins og að bjóða þurfi upp á fría menntun fyrir alla, hollar og næringarríkar máltíðir sem skólinn býður upp á því það eru ekki öll börn sem geta fengið næringarríkan mat heima hjá sér. Grunnskólinn er að mestu leyti frír en í upphafi hvers skólaárs þá fá foreldrar langan lista með ritföngum og stílabókum sem foreldrar þurfa að útvega. Svo eru náttúrulega skólaferðir og margt fleira sem foreldrar margir hafa ekki efni á,“ segir Ingibjörg Kristjánsdóttir Linnet í Ungmennaráði Barnaheilla. Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki á Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira
Í skýrslu um fátækt barna sem Barnaheill kynntu í dag kemur fram að fjórða hvert barn í Evrópu eigi á hættu að lenda í fátækt og félagslegri einangrun. Einnig að Ísland er eina land Norðurlanda þar sem staða barna er verri en fullorðinna. Á Íslandi eiga 11% fullorðinna á hættu að búa við fátækt og félagslega einangrun, en 14 prósent barna. Það eru ellefu þúsund börn, sem samsvarar öllum börnum í Garðabæ og Hafnarfirði. „Þetta þarf auðvitað að skoða vegna þess að það að vera fátækur sem barn hefur mun afdrifaríkari áhrif á einstaklinginn en það þó að maður detti tímabundið inn í fátækt sem fullorðinn einstaklingur,“ segir Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum. Meginorsakir fátæktar er ójöfnuður sem er að aukast í Evrópu, atvinnuleysi og niðurskurður í velferðarþjónustu. Skortur á menntun er einn helsti áhættuþáttur fátæktar en Ísland sker sig úr hvað varðar brottfall úr menntaskóla. Í Evrópu er meðaltal brottfalls 11 prósent en á Íslandi tæp nítján prósent. Margrét minnir á loforð stjórnmálaflokka fyrir kosningar um að efla velferðar- og menntakerfið. „Það þarf að líta á fjármagn sem varið er til málefna barna sem fjárfestingu, ekki sem útgjöld. Við þurfum líka að minna okkur á að það er gott fyrir samfélagið í heild, það er betra samfélag sem býr vel að börnum sínum til framtíðar heldur en samfélag sem gerir það ekki.“ Börn sem búa við fátækt fá minni menntun og takmarkaðan aðgang að menningu, afþreyingu og íþróttum og félagslífi. Ungmennaráð Barnaheilla segir að hlusta þurfi á börnin sjálf sem komi með góðar ábendingar. „Eins og að bjóða þurfi upp á fría menntun fyrir alla, hollar og næringarríkar máltíðir sem skólinn býður upp á því það eru ekki öll börn sem geta fengið næringarríkan mat heima hjá sér. Grunnskólinn er að mestu leyti frír en í upphafi hvers skólaárs þá fá foreldrar langan lista með ritföngum og stílabókum sem foreldrar þurfa að útvega. Svo eru náttúrulega skólaferðir og margt fleira sem foreldrar margir hafa ekki efni á,“ segir Ingibjörg Kristjánsdóttir Linnet í Ungmennaráði Barnaheilla.
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki á Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira