Unglingur festi hönd í stubbahúsi og beljur stöðvuðu umferð nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 17. desember 2016 11:36 Tístmaraþon lögreglunnar fór fram í gærkvöldi og nótt. Myndvinnsla/Garðar Tístmaraþon lögreglunnar stóð yfir í gærkvöldi og nótt en tilgangurinn með maraþoninu var að veita almenningi innsýn í starfsemi lögreglunnar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, lögreglan á Norðurlandi eystra og lögreglan á Suðurnesjum tóku þátt.Beljur stöðvuðu umferð Ljóst var að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt en ef rennt er yfir tíst næturinnar má sjá ýmislegt forvitnilegt. Sum tíst voru bráðskemmtileg og sum hver nokkuð spaugileg. Til að mynda var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um sexleytið í gær að sex beljur stæðu á Suðurlandsvegi og stöðvuðu alla umferð. Lögreglan sagði í tísti sínu að þær væru „blessunarlega í næsta umdæmi í austur,“ og því ekki á könnu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að hafa afskipti af kúnum.Unglingur festi hönd sína í stubbahúsi Klukkan hálf sjö í gærkvöldi barst lögreglunni tilkynning um mann, eða öllu heldur „góðkunningja lögreglunnar“ sem mældi göturnar með málverk undir hendi. Ekki liggur fyrir hvort lögreglan hafi sinnt útkallinu. Þá var lögreglunni tilkynnt um ungling sem festi hönd sína í stubbahúsi eftir að hafa gert tilraun til þess að næla sér í sígarettu. Lögreglan fór á staðinn og tókst að ná hendi unglingsins lausri. Seint í gærkvöldi barst tilkynning um „ákafan predikara“ sem flutti trúarlegan boðskap við lítinn fögnuð gesta í miðborginni. Þótt mörg tístanna hafi verið kostuleg var einnig talsvert um útköll vegna ofbeldis, ölvunar, fíkniefna og slysa. Maður féll milli hæða á skemmtistað í nótt en meiðsl hans reyndust ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu. Þá var lögreglan kölluð til vegna hópslagsmála í miðborginni í gærkvöldi. Einnig bárust lögreglunni fimm tilkynningar vegna heimilisofbeldis. Hér fyrir neðan má sjá hápunkta tístmaraþoni lögreglunnar.Tilkynnt um 6 beljur sem stoppi umferð á Suðurlandsvegi, blessunarlega í næsta umdæmi í austur#hvernigfærirmaðurbelju #löggutíst— LRH (@logreglan) December 16, 2016 Tilkynnt um söluvagn í miðborginni sem stundi vafasöm viðskipti. Okkar fólk fór á staðinn en fann engan vafasaman. #löggutíst— LRH (@logreglan) December 16, 2016 Tilkynnt um ölvaðan ökumann á Vesturlandsvegi, rásandi. Rætt við ökumann sem var edrú en ekki viss um hvert hann væri að fara. #löggutíst— LRH (@logreglan) December 16, 2016 Tilkynnt um óknyttaunglinga í Hafnarfirði sem fari um með háreysti og fyrirferð. #löggutíst— LRH (@logreglan) December 17, 2016 Tilkynnt um dólga sem kasta af sér þvagi á opinberar byggingar. #löggutíst— LRH (@logreglan) December 17, 2016 Ungmenni koma á lögreglustöð og kvarta yfir framkomu starfsmanns verslunar, rætt við þau og foreldra þeirra, leyst á viðeigandi #löggutíst— LögreglanNorðEystra (@LogreglanNE) December 16, 2016 Tengdar fréttir Löggutíst í beinni: Fylgstu með föstudagskvöldi hjá lögreglunni Tístmaraþon lögreglunnar hóst klukkan 16 í dag og mun standa yfir til klukkan 4 í nótt. 16. desember 2016 17:04 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Tístmaraþon lögreglunnar stóð yfir í gærkvöldi og nótt en tilgangurinn með maraþoninu var að veita almenningi innsýn í starfsemi lögreglunnar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, lögreglan á Norðurlandi eystra og lögreglan á Suðurnesjum tóku þátt.Beljur stöðvuðu umferð Ljóst var að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt en ef rennt er yfir tíst næturinnar má sjá ýmislegt forvitnilegt. Sum tíst voru bráðskemmtileg og sum hver nokkuð spaugileg. Til að mynda var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um sexleytið í gær að sex beljur stæðu á Suðurlandsvegi og stöðvuðu alla umferð. Lögreglan sagði í tísti sínu að þær væru „blessunarlega í næsta umdæmi í austur,“ og því ekki á könnu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að hafa afskipti af kúnum.Unglingur festi hönd sína í stubbahúsi Klukkan hálf sjö í gærkvöldi barst lögreglunni tilkynning um mann, eða öllu heldur „góðkunningja lögreglunnar“ sem mældi göturnar með málverk undir hendi. Ekki liggur fyrir hvort lögreglan hafi sinnt útkallinu. Þá var lögreglunni tilkynnt um ungling sem festi hönd sína í stubbahúsi eftir að hafa gert tilraun til þess að næla sér í sígarettu. Lögreglan fór á staðinn og tókst að ná hendi unglingsins lausri. Seint í gærkvöldi barst tilkynning um „ákafan predikara“ sem flutti trúarlegan boðskap við lítinn fögnuð gesta í miðborginni. Þótt mörg tístanna hafi verið kostuleg var einnig talsvert um útköll vegna ofbeldis, ölvunar, fíkniefna og slysa. Maður féll milli hæða á skemmtistað í nótt en meiðsl hans reyndust ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu. Þá var lögreglan kölluð til vegna hópslagsmála í miðborginni í gærkvöldi. Einnig bárust lögreglunni fimm tilkynningar vegna heimilisofbeldis. Hér fyrir neðan má sjá hápunkta tístmaraþoni lögreglunnar.Tilkynnt um 6 beljur sem stoppi umferð á Suðurlandsvegi, blessunarlega í næsta umdæmi í austur#hvernigfærirmaðurbelju #löggutíst— LRH (@logreglan) December 16, 2016 Tilkynnt um söluvagn í miðborginni sem stundi vafasöm viðskipti. Okkar fólk fór á staðinn en fann engan vafasaman. #löggutíst— LRH (@logreglan) December 16, 2016 Tilkynnt um ölvaðan ökumann á Vesturlandsvegi, rásandi. Rætt við ökumann sem var edrú en ekki viss um hvert hann væri að fara. #löggutíst— LRH (@logreglan) December 16, 2016 Tilkynnt um óknyttaunglinga í Hafnarfirði sem fari um með háreysti og fyrirferð. #löggutíst— LRH (@logreglan) December 17, 2016 Tilkynnt um dólga sem kasta af sér þvagi á opinberar byggingar. #löggutíst— LRH (@logreglan) December 17, 2016 Ungmenni koma á lögreglustöð og kvarta yfir framkomu starfsmanns verslunar, rætt við þau og foreldra þeirra, leyst á viðeigandi #löggutíst— LögreglanNorðEystra (@LogreglanNE) December 16, 2016
Tengdar fréttir Löggutíst í beinni: Fylgstu með föstudagskvöldi hjá lögreglunni Tístmaraþon lögreglunnar hóst klukkan 16 í dag og mun standa yfir til klukkan 4 í nótt. 16. desember 2016 17:04 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Löggutíst í beinni: Fylgstu með föstudagskvöldi hjá lögreglunni Tístmaraþon lögreglunnar hóst klukkan 16 í dag og mun standa yfir til klukkan 4 í nótt. 16. desember 2016 17:04