Nýtt kerfi mismuni fjölskyldum eftir efnahag Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 17. desember 2016 19:45 Nýtt greiðsluþátttökukerfi barna í heilbrigðiskerfinu er líklegt til að mismuna fjölskyldum eftir efnahag að mati barnalæknis, sem efast um að heilsugæslan ráði við aukið álag eins og staðan sé í dag. Landlæknir telur breytingarnar hins vegar vera skref í rétta átt. Velferðarráðuneytið birti nýverið til umsagnar reglugerð um tilvísanir fyrir börn en reglugerðin er hluti af nýju greiðsluþátttökukerfi sem tekur gildi á næsta ári. Kostnaður við heimsókn til barnalæknis er í dag 890 krónur. Eftir gildistöku reglugerðarinnar 1. febrúar næstkomandi greiða sjúkratryggingar þennan kostnað að fullu ef tilvísun frá heilsugæslu er til staðar. Ef slík tilvísun er hins vegar ekki til staðar og barn fer beint til barnalæknis er kostnaðurinn að lágmarki 5.400 krónur og fimmfaldast því frá því sem nú er.Mismuni fjölskyldum eftir efnahag Viðar Eðvarsson, sérfræðingur í barnalækningum, segir að ef heilsugæslan væri nógu vel mönnuð þá gætu breytingar í þessa veru orðið til mikilla bóta í framtíðinni. Hins vegar muni þetta ekki ganga upp eins og staðan er í dag. „Það eru 60.000 komur til barnalækna á hverju ári. Þar af eru 35.000 bráðar komur og 20.000 vegna barna sem eru undir tveggja ára. Og þetta er eðli barnalækninga. Flest börn eru hraust og þegar þau þurfa læknishjálp að þá er það út af því að þau eru bráðveik. Og ég get ekki séð að það verði hægt að sjá þessi börn í heilsugæslunni frekar en hingað til hefur verið hægt,” segir Viðar. Þá muni breytingarnar mismuna fólki eftir efnahag. Þeir sem hafa meira milli handanna muni áfram leita beint til barnalækna þrátt fyrir að þurfa að greiða meiri kostnað. „Á meðan að þeir sem að minna mega sín og geta ekki misst úr vinnu, þeir hafa ekki efni á þessu og þeir fara á læknavaktina eða á barnaspítala hringsins, þar sem að er mjög mikið að gera. Ef að börn eru minna veik, þá geta þau þurft að bíða klukkutímunum saman og jafnvel fimm eða sex tíma,” segir Viðar.Skref í rétta átt Birgir Jakobsson, landlæknir, segir þessar breytingar í takti við þá stefnu heilbrigðisyfirvalda að heilsugæslan verði fyrsti viðkomustaður sjúklinga inn í heilbrigðiskerfið. „Auðvitað þegar að gerðar eru breytingar að þá þarf alltaf að hafa hug á því, eru einhver neikvæð áhrif og svo framvegis. Þannig að maður verður að vera vakandi fyrir því. En ég held að þetta sé skref í rétta átt,” segir Birgir. Eykur þetta ekki ójöfnuð, þannig að þeir efnameiri fara til barnalæknis en þeir efnaminni á heilsugæsluna? „Það er ein af hugsanlegum afleiðingum, auðvitað. Og það verður að vera vakandi fyrir því. Hins vegar, þar sem að ég er nú barnalæknir sjálfur, þá veit ég það að í langflestum tilvikum þegar að barnafólk þarf á bráðaþjónustu að halda, vegna hita eða kvefs eða annarra óþæginda hjá sínum börnum, að þá er oft besta úrræðið að leita til heilsugæslulæknis eða heimilislæknis,” segir Birgir. Aðspurður hvort heilsugæslan ráði við aukið álag segir Birgir að samhliða þessum breytingum muni afkastageta heilsugæslunnar aukast verulega en þó þurfi að fylgjast vel með þessu. Enginn tilgangur að fresta gildistöku Félag barnalækna og forstöðumenn heilsugæslunnar hafa hvatt til þess að gildistöku reglugerðarinnar verði frestað. Birgir segist hins vegar ekki sjá tilganginn með því. „Það er svona hluti af þessum gamla hugsunarhætti að bíða og bíða. Ef að sjúklingar heilsugæslunnar leita utan við svæði heilsugæslunnar að þá fær bara heilsugæslan minna greitt. Svo að það er í sjálfu sér verið að skjóta sjálfan sig í fótinn, ég held að það sé best að gera þetta eins fljótt og hægt er,” segir Birkir. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Sjá meira
Nýtt greiðsluþátttökukerfi barna í heilbrigðiskerfinu er líklegt til að mismuna fjölskyldum eftir efnahag að mati barnalæknis, sem efast um að heilsugæslan ráði við aukið álag eins og staðan sé í dag. Landlæknir telur breytingarnar hins vegar vera skref í rétta átt. Velferðarráðuneytið birti nýverið til umsagnar reglugerð um tilvísanir fyrir börn en reglugerðin er hluti af nýju greiðsluþátttökukerfi sem tekur gildi á næsta ári. Kostnaður við heimsókn til barnalæknis er í dag 890 krónur. Eftir gildistöku reglugerðarinnar 1. febrúar næstkomandi greiða sjúkratryggingar þennan kostnað að fullu ef tilvísun frá heilsugæslu er til staðar. Ef slík tilvísun er hins vegar ekki til staðar og barn fer beint til barnalæknis er kostnaðurinn að lágmarki 5.400 krónur og fimmfaldast því frá því sem nú er.Mismuni fjölskyldum eftir efnahag Viðar Eðvarsson, sérfræðingur í barnalækningum, segir að ef heilsugæslan væri nógu vel mönnuð þá gætu breytingar í þessa veru orðið til mikilla bóta í framtíðinni. Hins vegar muni þetta ekki ganga upp eins og staðan er í dag. „Það eru 60.000 komur til barnalækna á hverju ári. Þar af eru 35.000 bráðar komur og 20.000 vegna barna sem eru undir tveggja ára. Og þetta er eðli barnalækninga. Flest börn eru hraust og þegar þau þurfa læknishjálp að þá er það út af því að þau eru bráðveik. Og ég get ekki séð að það verði hægt að sjá þessi börn í heilsugæslunni frekar en hingað til hefur verið hægt,” segir Viðar. Þá muni breytingarnar mismuna fólki eftir efnahag. Þeir sem hafa meira milli handanna muni áfram leita beint til barnalækna þrátt fyrir að þurfa að greiða meiri kostnað. „Á meðan að þeir sem að minna mega sín og geta ekki misst úr vinnu, þeir hafa ekki efni á þessu og þeir fara á læknavaktina eða á barnaspítala hringsins, þar sem að er mjög mikið að gera. Ef að börn eru minna veik, þá geta þau þurft að bíða klukkutímunum saman og jafnvel fimm eða sex tíma,” segir Viðar.Skref í rétta átt Birgir Jakobsson, landlæknir, segir þessar breytingar í takti við þá stefnu heilbrigðisyfirvalda að heilsugæslan verði fyrsti viðkomustaður sjúklinga inn í heilbrigðiskerfið. „Auðvitað þegar að gerðar eru breytingar að þá þarf alltaf að hafa hug á því, eru einhver neikvæð áhrif og svo framvegis. Þannig að maður verður að vera vakandi fyrir því. En ég held að þetta sé skref í rétta átt,” segir Birgir. Eykur þetta ekki ójöfnuð, þannig að þeir efnameiri fara til barnalæknis en þeir efnaminni á heilsugæsluna? „Það er ein af hugsanlegum afleiðingum, auðvitað. Og það verður að vera vakandi fyrir því. Hins vegar, þar sem að ég er nú barnalæknir sjálfur, þá veit ég það að í langflestum tilvikum þegar að barnafólk þarf á bráðaþjónustu að halda, vegna hita eða kvefs eða annarra óþæginda hjá sínum börnum, að þá er oft besta úrræðið að leita til heilsugæslulæknis eða heimilislæknis,” segir Birgir. Aðspurður hvort heilsugæslan ráði við aukið álag segir Birgir að samhliða þessum breytingum muni afkastageta heilsugæslunnar aukast verulega en þó þurfi að fylgjast vel með þessu. Enginn tilgangur að fresta gildistöku Félag barnalækna og forstöðumenn heilsugæslunnar hafa hvatt til þess að gildistöku reglugerðarinnar verði frestað. Birgir segist hins vegar ekki sjá tilganginn með því. „Það er svona hluti af þessum gamla hugsunarhætti að bíða og bíða. Ef að sjúklingar heilsugæslunnar leita utan við svæði heilsugæslunnar að þá fær bara heilsugæslan minna greitt. Svo að það er í sjálfu sér verið að skjóta sjálfan sig í fótinn, ég held að það sé best að gera þetta eins fljótt og hægt er,” segir Birkir.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Sjá meira