Stuðningur við langveik börn fjársveltur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. desember 2016 20:00 Bára Sigurjónsdóttir segir ráðherra hafa svikið loforð sín Vísir/skjáskot Leiðarljós er stuðningsmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sjaldgæfa og alvarlega langvinna sjúkdóma. Árið 2012 var stöðin opnuð og rekin í þrjú ár fyrir söfnunarfé. Við opnun skrifaði velferðarráðuneytið undir viljayfirlýsingu þess efnis að ríkið taki við rekstrinum árið 2016 eftir að mat á gagnsemi miðstöðvarinnar færi fram.Í fyrra sagði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra í viðtali að beðið væri eftir niðurstöðum matsins áður en reksturinn yrði tryggður. Og niðurstöður matsins voru kynntar í fyrra þar sem segir að Leiðarljós veiti góða þjónustu sem sé nauðsynleg fyrir þennan hóp langveikra barna og fjölskyldur þeirra. En enn hefur reksturinn ekki verið tryggður. Bára Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Leiðarljóss, skrifaði grein í Fréttablaðið í dag þar sem hún segir ráðherra svíkja langveik börn. Hann hafi tvisvar á þessu ári lofað á fundum að reksturinn yrði tryggður frá og með næsta ári. „Þegar við setjum svo loksins við samningaborðið eftir kosningar þá kemur upp úr dúrnum að það er verið að tala um tólf milljónir í staðinn fyrir 26 milljónir. Og við upplifum það sem svikin loforð,” segir Bára. „Ég hreinlega verð að viðurkenna að ég veit ekki hvernig við eigum að gera þetta og sé ekki fram á að við getum rekið þetta í neinni mynd með þessum fjárframlögum frá ríkinu.“ Leiðarljós styður um hundrað veikustu börn landsins og fjölskyldur þeirra. Margir foreldrar fara af vinnumarkaði til að sinna barninu heima fyrir, fjárhagsáhyggjur eru oft talsverðar og mikið álag á heimilið. „Það hefur líka sýnt sig að stuðningurinn léttir verulega á starfseminni þar. Og við vitum öll að Landspítalinn er sprunginn. Þannig að það ætti að reyna að halda svona litlum batteríum á lífi til að létta undir með stóra kerfinu,” segir Bára og minnir á að reksturinn kosti 26 milljónir á ári. „Það er ekki meira en það. Þetta eru smáaurar og það hljóta að vera til peningar fyrir þessu.” Tengdar fréttir Ráðherra svíkur langveik börn Ég hef verið forstöðumaður Leiðarljóss, stuðningsmiðstöðvar fyrir börn með sjaldgæfa, alvarlega, ólæknandi sjúkdóma, síðan haustið 2012. Miðstöðin var sett á laggirnar til aðstoða foreldra og börn í þessari erfiðu stöðu að eiga mikið veikt barn með sjaldgæfa sjúkdóma sem lítið er hægt að gera til að meðhöndla. 19. desember 2016 09:23 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Leiðarljós er stuðningsmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sjaldgæfa og alvarlega langvinna sjúkdóma. Árið 2012 var stöðin opnuð og rekin í þrjú ár fyrir söfnunarfé. Við opnun skrifaði velferðarráðuneytið undir viljayfirlýsingu þess efnis að ríkið taki við rekstrinum árið 2016 eftir að mat á gagnsemi miðstöðvarinnar færi fram.Í fyrra sagði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra í viðtali að beðið væri eftir niðurstöðum matsins áður en reksturinn yrði tryggður. Og niðurstöður matsins voru kynntar í fyrra þar sem segir að Leiðarljós veiti góða þjónustu sem sé nauðsynleg fyrir þennan hóp langveikra barna og fjölskyldur þeirra. En enn hefur reksturinn ekki verið tryggður. Bára Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Leiðarljóss, skrifaði grein í Fréttablaðið í dag þar sem hún segir ráðherra svíkja langveik börn. Hann hafi tvisvar á þessu ári lofað á fundum að reksturinn yrði tryggður frá og með næsta ári. „Þegar við setjum svo loksins við samningaborðið eftir kosningar þá kemur upp úr dúrnum að það er verið að tala um tólf milljónir í staðinn fyrir 26 milljónir. Og við upplifum það sem svikin loforð,” segir Bára. „Ég hreinlega verð að viðurkenna að ég veit ekki hvernig við eigum að gera þetta og sé ekki fram á að við getum rekið þetta í neinni mynd með þessum fjárframlögum frá ríkinu.“ Leiðarljós styður um hundrað veikustu börn landsins og fjölskyldur þeirra. Margir foreldrar fara af vinnumarkaði til að sinna barninu heima fyrir, fjárhagsáhyggjur eru oft talsverðar og mikið álag á heimilið. „Það hefur líka sýnt sig að stuðningurinn léttir verulega á starfseminni þar. Og við vitum öll að Landspítalinn er sprunginn. Þannig að það ætti að reyna að halda svona litlum batteríum á lífi til að létta undir með stóra kerfinu,” segir Bára og minnir á að reksturinn kosti 26 milljónir á ári. „Það er ekki meira en það. Þetta eru smáaurar og það hljóta að vera til peningar fyrir þessu.”
Tengdar fréttir Ráðherra svíkur langveik börn Ég hef verið forstöðumaður Leiðarljóss, stuðningsmiðstöðvar fyrir börn með sjaldgæfa, alvarlega, ólæknandi sjúkdóma, síðan haustið 2012. Miðstöðin var sett á laggirnar til aðstoða foreldra og börn í þessari erfiðu stöðu að eiga mikið veikt barn með sjaldgæfa sjúkdóma sem lítið er hægt að gera til að meðhöndla. 19. desember 2016 09:23 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Ráðherra svíkur langveik börn Ég hef verið forstöðumaður Leiðarljóss, stuðningsmiðstöðvar fyrir börn með sjaldgæfa, alvarlega, ólæknandi sjúkdóma, síðan haustið 2012. Miðstöðin var sett á laggirnar til aðstoða foreldra og börn í þessari erfiðu stöðu að eiga mikið veikt barn með sjaldgæfa sjúkdóma sem lítið er hægt að gera til að meðhöndla. 19. desember 2016 09:23