Hermenn frá Singapúr komu Auði til bjargar Benedikt Bóas skrifar 2. desember 2016 06:00 Salihin Idderos, Muhammad Faishal, Muhammad Nasir og Muhammad Syahidin við Reynisfjöru. ?Mynd/Úr einkasafni „Þegar ég sá ástandið á bílnum var ég ekki viss um að ökumaðurinn hefði sloppið lifandi. Sem betur fer heyrðist í henni þegar við nálguðumst bílinn,“ segir Muhammad Syahidin frá Singapúr, sem birti myndband á Facebook-síðu sinni af því þegar hann og vinir hans björguðu Auði Gísladóttur sem velti bíl sínum skammt frá Litlu kaffistofunni um miðjan síðasta mánuð. Málið vakti töluverða athygli á sínum tíma og hafa fjölmiðlar frá Singapúr sagt fréttir af hetjudáð félaganna. „Við vorum allir saman í hernum og komum til Íslands til að sjá norðurljósin. Því miður tókst það ekki,“ segir Syahidin sem kallar sig Denda Maradona á Facebook. „Ferðin til Íslands var áhugaverð, erfið en skemmtileg. Við ferðuðumst mikið þessa 13 daga sem við vorum á Íslandi og náðum að skoða margt og sjá mikið,“ segir Syahidin sem kveður þá félaga hafa verið á leið frá Reykjavík til að sjá Gullfoss er þeir sáu slysið. „Skyndilega sást rauður bíll fyrir framan mig lenda á skilti og fara margar veltur. Ég held að þær hafi verið fimm. Þeir sem stoppuðu hringdu í sjúkrabíl sem var kominn eftir skamman tíma og það töluðu allir bara íslensku sem við skildum ekkert í. Því héldum við bara okkar leið áfram að fossinum.“Skjáskot úr myndbandinu þar sem bíllinn sést á hvolfi.Syahidin birti myndbandið á Facebook-síðu sinni þar sem það var fljótt að berast til fjölmiðla, bæði hér heima og erlendis. Auður sá myndbandið skömmu eftir slysið og grét þegar hún horfði á það. „Mér finnst mjög ógnvekjandi að sjá þetta myndband. Ég man ekkert eftir þessu. Mér finnst samt gott að þetta hafi verið tekið upp til að hægt sé að brýna fyrir fólki að fara varlega og vera með bílbelti spennt í umferðinni,“ sagði Auður við Vísi. Þeir félagar eru ánægðir með þau tíðindi að hún sé að ná sér. Þeir eru nú komnir aftur til síns heima og vonast til að koma aftur til Íslands enda hafi þeir misst af sýningunni í háloftunum. „Við förum til Indlands á næsta ári og vonandi komum við aftur til Íslands einn daginn,“ segir Syahidin.Myndbandið má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Erlendir ferðamenn aðstoðuðu konu eftir slys og tóku upp á myndband Ferðamenn frá Singapúr voru fyrstir á vettvang eftir bílslys Auðar Gísladóttur á Suðurlandsvegi. Á myndbandi sem þeir tóku upp heyrist í Auði öskrandi í bílnum sem er á hvolfi. 16. nóvember 2016 19:40 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Sjá meira
„Þegar ég sá ástandið á bílnum var ég ekki viss um að ökumaðurinn hefði sloppið lifandi. Sem betur fer heyrðist í henni þegar við nálguðumst bílinn,“ segir Muhammad Syahidin frá Singapúr, sem birti myndband á Facebook-síðu sinni af því þegar hann og vinir hans björguðu Auði Gísladóttur sem velti bíl sínum skammt frá Litlu kaffistofunni um miðjan síðasta mánuð. Málið vakti töluverða athygli á sínum tíma og hafa fjölmiðlar frá Singapúr sagt fréttir af hetjudáð félaganna. „Við vorum allir saman í hernum og komum til Íslands til að sjá norðurljósin. Því miður tókst það ekki,“ segir Syahidin sem kallar sig Denda Maradona á Facebook. „Ferðin til Íslands var áhugaverð, erfið en skemmtileg. Við ferðuðumst mikið þessa 13 daga sem við vorum á Íslandi og náðum að skoða margt og sjá mikið,“ segir Syahidin sem kveður þá félaga hafa verið á leið frá Reykjavík til að sjá Gullfoss er þeir sáu slysið. „Skyndilega sást rauður bíll fyrir framan mig lenda á skilti og fara margar veltur. Ég held að þær hafi verið fimm. Þeir sem stoppuðu hringdu í sjúkrabíl sem var kominn eftir skamman tíma og það töluðu allir bara íslensku sem við skildum ekkert í. Því héldum við bara okkar leið áfram að fossinum.“Skjáskot úr myndbandinu þar sem bíllinn sést á hvolfi.Syahidin birti myndbandið á Facebook-síðu sinni þar sem það var fljótt að berast til fjölmiðla, bæði hér heima og erlendis. Auður sá myndbandið skömmu eftir slysið og grét þegar hún horfði á það. „Mér finnst mjög ógnvekjandi að sjá þetta myndband. Ég man ekkert eftir þessu. Mér finnst samt gott að þetta hafi verið tekið upp til að hægt sé að brýna fyrir fólki að fara varlega og vera með bílbelti spennt í umferðinni,“ sagði Auður við Vísi. Þeir félagar eru ánægðir með þau tíðindi að hún sé að ná sér. Þeir eru nú komnir aftur til síns heima og vonast til að koma aftur til Íslands enda hafi þeir misst af sýningunni í háloftunum. „Við förum til Indlands á næsta ári og vonandi komum við aftur til Íslands einn daginn,“ segir Syahidin.Myndbandið má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Erlendir ferðamenn aðstoðuðu konu eftir slys og tóku upp á myndband Ferðamenn frá Singapúr voru fyrstir á vettvang eftir bílslys Auðar Gísladóttur á Suðurlandsvegi. Á myndbandi sem þeir tóku upp heyrist í Auði öskrandi í bílnum sem er á hvolfi. 16. nóvember 2016 19:40 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Sjá meira
Erlendir ferðamenn aðstoðuðu konu eftir slys og tóku upp á myndband Ferðamenn frá Singapúr voru fyrstir á vettvang eftir bílslys Auðar Gísladóttur á Suðurlandsvegi. Á myndbandi sem þeir tóku upp heyrist í Auði öskrandi í bílnum sem er á hvolfi. 16. nóvember 2016 19:40