Vestmannaeyjabær gæti þurft að hækka útsvar vegna kjarasamninga kennara Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 3. desember 2016 13:46 Vestmannaeyjabær gæti þurft að hækka útsvar og fasteignagjöld til að bregðast við launahækkunum kennara samkvæmt nýgerðum kjarasamningum. Þetta segir Elliði Vignisson bæjarstjóri. Heildarkostnaður sveitarfélaganna vegna samninganna er áætlaður 4,7 milljarðar króna. Samband íslenskra sveitarfélaga boðaði fulltrúa allra sveitarfélaga á fund í fyrradag, meðal annars til að ræða nýgerða kjarasamninga félagsins við grunnskólakennara. Á fundinum kom fram að samningarnar komi til með að kosta sveitarfélögin um 4,7 milljarða króna á ári verði þeir samþykktir. Þar af kosta samningarnir Reykjavíkurborg um einn og hálfan milljarð.Ekki auknar álögur á bæjarbúa Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir áætlað að samningarnir kosti sveitarfélagið um 160 milljónir króna á ári. Aðspurður hvernig sveitarfélagið ætli að bregðast við þessum kostnaði segir hann það verða að koma í ljós. Hins vegar sé ljóst að ekki verða lagðar auknar álögur á bæjarbúa vegna þessa enda greiða íbúar Reykjanesbæjar þegar útsvar sem er „Við þurfum bara að finna þessa peninga innan kerfisins og munum gera það. Við megun ekki skuldsetja sveitarfélagið meira þannig að við getum ekki tekið lán. En við munum finna þessa peninga. Ég er alveg sannfærður um það,“ segir Kjartan.Skoða þjónustu sem er ekki lögbundinBjörn Ingimarsson, bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði, segir ekki ljóst hver heildarkostnaður sveitarfélagsins verði en það skipti tugum milljóna. Nú sé verið að skoða hvernig brugðist verði við. „Það er alveg ljóst að við höfum bara ákveðinn ramma sem að við þurfum að ráðstafa okkar útgjöldum út frá og það breytist í raun ekki neitt. Þannig að þetta gæti haft áhrif á þær ákvarðanir sem hafa verið teknar gagnvart öðrum þáttum og þá eru það fyrst og fremst það sem snýr ekki að lögbundinni starfsemi,“ segir Björn.Gæti þurft að hækka útsvarHeildarkostnaður Vestmannaeyjabæjar vegna samninganna er 57 milljónir króna. Elliði Vignisson, bæjarstjóri, segir að um sé að ræða ný útgjöld fyrir sveitarfélagið og því þurfi að bregðast við með því að sækja nýjar tekjur og hagræða í rekstri. „Það gæti komið til þess að við hækkum útsvar. Gæti komið til þess að við hækkum fasteignagjöld. Og síðan þurfum við að fara í þá þjónustu sem að er ekki lögbundin og skoða hana fyrst. Og einnig að kanna með lögbundna þjónustu hvort hægt sé að hagræða. Við reynum að fara sem víðast í þetta þannig að áhrifin verði sem minnst á einstaka þjónustuþætti,“ segir Elliði.Ánægður að kennarar hækki í launumHann segist ánægður með að kennarar hækki í launum. Eftir standi þó að sveitarfélögin eru með mjög dýrt fræðslukerfi „Við erum með eitt dýrasta fræðslukerfi af öllum OECD ríkjunum. Og þarf þurfum við sveitarfélögin fyrst og fremst að líta í eigin barm og skoða hvernig við erum að gera hlutina. Ég er ekki viss um að við ráðum við núverandi þjónustustig sveitarfélaga með áframhaldandi vaxandi kostnaði við fræðslukerfi,“ segir Elliði. Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Sjá meira
Vestmannaeyjabær gæti þurft að hækka útsvar og fasteignagjöld til að bregðast við launahækkunum kennara samkvæmt nýgerðum kjarasamningum. Þetta segir Elliði Vignisson bæjarstjóri. Heildarkostnaður sveitarfélaganna vegna samninganna er áætlaður 4,7 milljarðar króna. Samband íslenskra sveitarfélaga boðaði fulltrúa allra sveitarfélaga á fund í fyrradag, meðal annars til að ræða nýgerða kjarasamninga félagsins við grunnskólakennara. Á fundinum kom fram að samningarnar komi til með að kosta sveitarfélögin um 4,7 milljarða króna á ári verði þeir samþykktir. Þar af kosta samningarnir Reykjavíkurborg um einn og hálfan milljarð.Ekki auknar álögur á bæjarbúa Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir áætlað að samningarnir kosti sveitarfélagið um 160 milljónir króna á ári. Aðspurður hvernig sveitarfélagið ætli að bregðast við þessum kostnaði segir hann það verða að koma í ljós. Hins vegar sé ljóst að ekki verða lagðar auknar álögur á bæjarbúa vegna þessa enda greiða íbúar Reykjanesbæjar þegar útsvar sem er „Við þurfum bara að finna þessa peninga innan kerfisins og munum gera það. Við megun ekki skuldsetja sveitarfélagið meira þannig að við getum ekki tekið lán. En við munum finna þessa peninga. Ég er alveg sannfærður um það,“ segir Kjartan.Skoða þjónustu sem er ekki lögbundinBjörn Ingimarsson, bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði, segir ekki ljóst hver heildarkostnaður sveitarfélagsins verði en það skipti tugum milljóna. Nú sé verið að skoða hvernig brugðist verði við. „Það er alveg ljóst að við höfum bara ákveðinn ramma sem að við þurfum að ráðstafa okkar útgjöldum út frá og það breytist í raun ekki neitt. Þannig að þetta gæti haft áhrif á þær ákvarðanir sem hafa verið teknar gagnvart öðrum þáttum og þá eru það fyrst og fremst það sem snýr ekki að lögbundinni starfsemi,“ segir Björn.Gæti þurft að hækka útsvarHeildarkostnaður Vestmannaeyjabæjar vegna samninganna er 57 milljónir króna. Elliði Vignisson, bæjarstjóri, segir að um sé að ræða ný útgjöld fyrir sveitarfélagið og því þurfi að bregðast við með því að sækja nýjar tekjur og hagræða í rekstri. „Það gæti komið til þess að við hækkum útsvar. Gæti komið til þess að við hækkum fasteignagjöld. Og síðan þurfum við að fara í þá þjónustu sem að er ekki lögbundin og skoða hana fyrst. Og einnig að kanna með lögbundna þjónustu hvort hægt sé að hagræða. Við reynum að fara sem víðast í þetta þannig að áhrifin verði sem minnst á einstaka þjónustuþætti,“ segir Elliði.Ánægður að kennarar hækki í launumHann segist ánægður með að kennarar hækki í launum. Eftir standi þó að sveitarfélögin eru með mjög dýrt fræðslukerfi „Við erum með eitt dýrasta fræðslukerfi af öllum OECD ríkjunum. Og þarf þurfum við sveitarfélögin fyrst og fremst að líta í eigin barm og skoða hvernig við erum að gera hlutina. Ég er ekki viss um að við ráðum við núverandi þjónustustig sveitarfélaga með áframhaldandi vaxandi kostnaði við fræðslukerfi,“ segir Elliði.
Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Sjá meira