Vestmannaeyjabær gæti þurft að hækka útsvar vegna kjarasamninga kennara Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 3. desember 2016 13:46 Vestmannaeyjabær gæti þurft að hækka útsvar og fasteignagjöld til að bregðast við launahækkunum kennara samkvæmt nýgerðum kjarasamningum. Þetta segir Elliði Vignisson bæjarstjóri. Heildarkostnaður sveitarfélaganna vegna samninganna er áætlaður 4,7 milljarðar króna. Samband íslenskra sveitarfélaga boðaði fulltrúa allra sveitarfélaga á fund í fyrradag, meðal annars til að ræða nýgerða kjarasamninga félagsins við grunnskólakennara. Á fundinum kom fram að samningarnar komi til með að kosta sveitarfélögin um 4,7 milljarða króna á ári verði þeir samþykktir. Þar af kosta samningarnir Reykjavíkurborg um einn og hálfan milljarð.Ekki auknar álögur á bæjarbúa Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir áætlað að samningarnir kosti sveitarfélagið um 160 milljónir króna á ári. Aðspurður hvernig sveitarfélagið ætli að bregðast við þessum kostnaði segir hann það verða að koma í ljós. Hins vegar sé ljóst að ekki verða lagðar auknar álögur á bæjarbúa vegna þessa enda greiða íbúar Reykjanesbæjar þegar útsvar sem er „Við þurfum bara að finna þessa peninga innan kerfisins og munum gera það. Við megun ekki skuldsetja sveitarfélagið meira þannig að við getum ekki tekið lán. En við munum finna þessa peninga. Ég er alveg sannfærður um það,“ segir Kjartan.Skoða þjónustu sem er ekki lögbundinBjörn Ingimarsson, bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði, segir ekki ljóst hver heildarkostnaður sveitarfélagsins verði en það skipti tugum milljóna. Nú sé verið að skoða hvernig brugðist verði við. „Það er alveg ljóst að við höfum bara ákveðinn ramma sem að við þurfum að ráðstafa okkar útgjöldum út frá og það breytist í raun ekki neitt. Þannig að þetta gæti haft áhrif á þær ákvarðanir sem hafa verið teknar gagnvart öðrum þáttum og þá eru það fyrst og fremst það sem snýr ekki að lögbundinni starfsemi,“ segir Björn.Gæti þurft að hækka útsvarHeildarkostnaður Vestmannaeyjabæjar vegna samninganna er 57 milljónir króna. Elliði Vignisson, bæjarstjóri, segir að um sé að ræða ný útgjöld fyrir sveitarfélagið og því þurfi að bregðast við með því að sækja nýjar tekjur og hagræða í rekstri. „Það gæti komið til þess að við hækkum útsvar. Gæti komið til þess að við hækkum fasteignagjöld. Og síðan þurfum við að fara í þá þjónustu sem að er ekki lögbundin og skoða hana fyrst. Og einnig að kanna með lögbundna þjónustu hvort hægt sé að hagræða. Við reynum að fara sem víðast í þetta þannig að áhrifin verði sem minnst á einstaka þjónustuþætti,“ segir Elliði.Ánægður að kennarar hækki í launumHann segist ánægður með að kennarar hækki í launum. Eftir standi þó að sveitarfélögin eru með mjög dýrt fræðslukerfi „Við erum með eitt dýrasta fræðslukerfi af öllum OECD ríkjunum. Og þarf þurfum við sveitarfélögin fyrst og fremst að líta í eigin barm og skoða hvernig við erum að gera hlutina. Ég er ekki viss um að við ráðum við núverandi þjónustustig sveitarfélaga með áframhaldandi vaxandi kostnaði við fræðslukerfi,“ segir Elliði. Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Sjá meira
Vestmannaeyjabær gæti þurft að hækka útsvar og fasteignagjöld til að bregðast við launahækkunum kennara samkvæmt nýgerðum kjarasamningum. Þetta segir Elliði Vignisson bæjarstjóri. Heildarkostnaður sveitarfélaganna vegna samninganna er áætlaður 4,7 milljarðar króna. Samband íslenskra sveitarfélaga boðaði fulltrúa allra sveitarfélaga á fund í fyrradag, meðal annars til að ræða nýgerða kjarasamninga félagsins við grunnskólakennara. Á fundinum kom fram að samningarnar komi til með að kosta sveitarfélögin um 4,7 milljarða króna á ári verði þeir samþykktir. Þar af kosta samningarnir Reykjavíkurborg um einn og hálfan milljarð.Ekki auknar álögur á bæjarbúa Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir áætlað að samningarnir kosti sveitarfélagið um 160 milljónir króna á ári. Aðspurður hvernig sveitarfélagið ætli að bregðast við þessum kostnaði segir hann það verða að koma í ljós. Hins vegar sé ljóst að ekki verða lagðar auknar álögur á bæjarbúa vegna þessa enda greiða íbúar Reykjanesbæjar þegar útsvar sem er „Við þurfum bara að finna þessa peninga innan kerfisins og munum gera það. Við megun ekki skuldsetja sveitarfélagið meira þannig að við getum ekki tekið lán. En við munum finna þessa peninga. Ég er alveg sannfærður um það,“ segir Kjartan.Skoða þjónustu sem er ekki lögbundinBjörn Ingimarsson, bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði, segir ekki ljóst hver heildarkostnaður sveitarfélagsins verði en það skipti tugum milljóna. Nú sé verið að skoða hvernig brugðist verði við. „Það er alveg ljóst að við höfum bara ákveðinn ramma sem að við þurfum að ráðstafa okkar útgjöldum út frá og það breytist í raun ekki neitt. Þannig að þetta gæti haft áhrif á þær ákvarðanir sem hafa verið teknar gagnvart öðrum þáttum og þá eru það fyrst og fremst það sem snýr ekki að lögbundinni starfsemi,“ segir Björn.Gæti þurft að hækka útsvarHeildarkostnaður Vestmannaeyjabæjar vegna samninganna er 57 milljónir króna. Elliði Vignisson, bæjarstjóri, segir að um sé að ræða ný útgjöld fyrir sveitarfélagið og því þurfi að bregðast við með því að sækja nýjar tekjur og hagræða í rekstri. „Það gæti komið til þess að við hækkum útsvar. Gæti komið til þess að við hækkum fasteignagjöld. Og síðan þurfum við að fara í þá þjónustu sem að er ekki lögbundin og skoða hana fyrst. Og einnig að kanna með lögbundna þjónustu hvort hægt sé að hagræða. Við reynum að fara sem víðast í þetta þannig að áhrifin verði sem minnst á einstaka þjónustuþætti,“ segir Elliði.Ánægður að kennarar hækki í launumHann segist ánægður með að kennarar hækki í launum. Eftir standi þó að sveitarfélögin eru með mjög dýrt fræðslukerfi „Við erum með eitt dýrasta fræðslukerfi af öllum OECD ríkjunum. Og þarf þurfum við sveitarfélögin fyrst og fremst að líta í eigin barm og skoða hvernig við erum að gera hlutina. Ég er ekki viss um að við ráðum við núverandi þjónustustig sveitarfélaga með áframhaldandi vaxandi kostnaði við fræðslukerfi,“ segir Elliði.
Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“