Sveitarfélög hafa lítið svigrúm til launahækkana Jóhann K. Jóhannsson skrifar 5. desember 2016 19:00 Akureyri er fjölmennasta bæjarfélag kjördæmisins. Vísir Samtök atvinnulífsins leggja til að sveitarfélögum á Íslandi verði fækkað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu efnahagssviðs samtakanna um stöðu og framtíð sveitarfélaga. Sérfræðingur hjá samtökunum segir að þrátt fyrir uppgang og tekjuvöxt síðastliðinn fjórtán ár hafi afkoma sveitarfélaganna versnað. Sveitarfélögum á Íslandi hefur fækkað gríðarlega frá árinu 1950 en þá voru þau 229. Í dag eru þau sjötíu og fjögur en Samtök atvinnulífsins vilja fækka þeim niður í níu.Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag en með sameiningunni gæti skapast svigrúm til þess að færa stór verkefni frá ríki til sveitarfélaga. Í skýrslunni er sýnt fram á slæma fjárhagsstöðu sveitarfélaganna almennt og sameining sögð leið til þess að ná fram alvöru hagræðingu. „Við skoðuðum síðustu ár og þá hefur rekstrarafkoma sveitarfélaga verið slök og sérstaklega í ljós hagstæðra ytri aðstæðna og við sjáum að launakostnaðurinn er að vaxa mjög hratt hjá sveitarfélögunum og það er í rauninni orðið mjög lítið svigrúm til launahækkana,“ segir Ólafur Björn Loftsson, sérfræðingur á Efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins. Ólafur segir að með því að fækka sveitarfélögum niður í níu nái þau í krafti stærðar sinnar að veita íbúum betri þjónustu eða veitt þjónustu á ákveðnum stöðum sem ekki hefur verið til staðar áður. „Samstarf sveitarfélaga er rosalega flókið á Íslandi eins og það er í dag. Það eru þrjú hundruð tuttugu og átta samstarfsverkefni á milli sjötíu og fjögurra sveitarfélaga. Svo má nefna málefni fatlaðra, það var nýlega flutt yfir, frá ríki til sveitarfélaga og það var ákveðið að það færi fram með þeim hætti að stofnuð yrði þjónustusvæði og þetta er í rauninni ekkert annað en viðbótar stjórnsýslustig og eykur þessa flækju enn meira,“ segir Ólafur. Í hugmyndum SA yrði Suðurland til að mynda eitt sveitarfélag frá Eyrarbakka að Höfn í Hornafirði. Þaðan og til Vopnafjarðar yrði Austurland eitt sveitarfélag. Norðausturland frá Bakkafirði að Siglufirði yrði eitt sveitarfélag og Norðvesturland frá vestanverðum Tröllaskaga að Borðeyri eitt. Vestfirðir yrði svo eitt sveitarfélag og Vesturland frá Skarðsströnd og að höfuðborgarsvæði væri eitt. Reykjanesskaginn yrði eitt sveitarfélag en höfuðborgarsvæðinu yrði skipt í tvö, þ.e. Reykjavík, Seltjarnarnes og Mosfellsbær yrði stærsta sveitarfélag landsins og Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður það næst stærsta. Ólafur telur sameininguna raunhæfa en mundi taka tíma.„Sveitarfélögin á Íslandi eru allt of mörg. Yfir helmingur sveitarfélaga á Íslandi hefur færri en þúsund íbúa og sex sveitarfélög hafa færri en hundrað íbúa og allur samanburður er gífurlega erfiður,“ segir Ólafur. Ólafur segir að horft hafi verið til allra þátta í greiningarvinnunni. „Við teljum að kostirnir vegi upp gallana að fara í þessar sameiningar,“ segir Ólafur. Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Sjá meira
Samtök atvinnulífsins leggja til að sveitarfélögum á Íslandi verði fækkað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu efnahagssviðs samtakanna um stöðu og framtíð sveitarfélaga. Sérfræðingur hjá samtökunum segir að þrátt fyrir uppgang og tekjuvöxt síðastliðinn fjórtán ár hafi afkoma sveitarfélaganna versnað. Sveitarfélögum á Íslandi hefur fækkað gríðarlega frá árinu 1950 en þá voru þau 229. Í dag eru þau sjötíu og fjögur en Samtök atvinnulífsins vilja fækka þeim niður í níu.Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag en með sameiningunni gæti skapast svigrúm til þess að færa stór verkefni frá ríki til sveitarfélaga. Í skýrslunni er sýnt fram á slæma fjárhagsstöðu sveitarfélaganna almennt og sameining sögð leið til þess að ná fram alvöru hagræðingu. „Við skoðuðum síðustu ár og þá hefur rekstrarafkoma sveitarfélaga verið slök og sérstaklega í ljós hagstæðra ytri aðstæðna og við sjáum að launakostnaðurinn er að vaxa mjög hratt hjá sveitarfélögunum og það er í rauninni orðið mjög lítið svigrúm til launahækkana,“ segir Ólafur Björn Loftsson, sérfræðingur á Efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins. Ólafur segir að með því að fækka sveitarfélögum niður í níu nái þau í krafti stærðar sinnar að veita íbúum betri þjónustu eða veitt þjónustu á ákveðnum stöðum sem ekki hefur verið til staðar áður. „Samstarf sveitarfélaga er rosalega flókið á Íslandi eins og það er í dag. Það eru þrjú hundruð tuttugu og átta samstarfsverkefni á milli sjötíu og fjögurra sveitarfélaga. Svo má nefna málefni fatlaðra, það var nýlega flutt yfir, frá ríki til sveitarfélaga og það var ákveðið að það færi fram með þeim hætti að stofnuð yrði þjónustusvæði og þetta er í rauninni ekkert annað en viðbótar stjórnsýslustig og eykur þessa flækju enn meira,“ segir Ólafur. Í hugmyndum SA yrði Suðurland til að mynda eitt sveitarfélag frá Eyrarbakka að Höfn í Hornafirði. Þaðan og til Vopnafjarðar yrði Austurland eitt sveitarfélag. Norðausturland frá Bakkafirði að Siglufirði yrði eitt sveitarfélag og Norðvesturland frá vestanverðum Tröllaskaga að Borðeyri eitt. Vestfirðir yrði svo eitt sveitarfélag og Vesturland frá Skarðsströnd og að höfuðborgarsvæði væri eitt. Reykjanesskaginn yrði eitt sveitarfélag en höfuðborgarsvæðinu yrði skipt í tvö, þ.e. Reykjavík, Seltjarnarnes og Mosfellsbær yrði stærsta sveitarfélag landsins og Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður það næst stærsta. Ólafur telur sameininguna raunhæfa en mundi taka tíma.„Sveitarfélögin á Íslandi eru allt of mörg. Yfir helmingur sveitarfélaga á Íslandi hefur færri en þúsund íbúa og sex sveitarfélög hafa færri en hundrað íbúa og allur samanburður er gífurlega erfiður,“ segir Ólafur. Ólafur segir að horft hafi verið til allra þátta í greiningarvinnunni. „Við teljum að kostirnir vegi upp gallana að fara í þessar sameiningar,“ segir Ólafur.
Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Sjá meira