Framleiðendur hangikjöts ættu að skipa mestan virðingarsess Garðar Örn Úlfarsson skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi í Eyjafirði, segir hart sótt að sauðfjárrækt hérlendis, verslunin reki harðan áróður fyrir innflutningi og gegn stuðningi við landbúnaðinn. „Margir eru sjálfskipaðir talsmenn neytenda og tala harkalega gegn íslenskri framleiðslu. Minna er spurt hvað íslenskir neytendur vilja í raun. Vilja þeir ekki fá sitt hangilæri á jólum?“ spyr Þröstur í pistli á vef Grýtubakkahrepps. Þröstur sér ófriðarblikur á lofti. „Fjölgun mannkyns nær sögulegum hæðum og við nálgumst nú ár frá ári endimörk getu jarðar til framleiðslu matar í þann ógnarfjölda. Við þessar ótryggu aðstæður ætti að vera forgangsmál stjórnmálaafla sem vilja leiða þjóðina inn í óvissa framtíð, að hlúa að innlendri framleiðslu og gæta að öryggi landsmanna,“ skrifar sveitarstjórinn. „Ef við molum niður okkar matvælaframleiðslu í þágu stundargróða viðskiptalífsins, kann að vera styttra en margur heldur í það að Íslendingar kynnist aftur þeirri skelfilegu tilfinningu, að hafa ekki mat fyrir sig og sína.“ Þá segir sveitarstjórinn hangikjötið vera sögulegan þjóðarrétt. Hangikjötið skipi jafnan heiðurssess á stærstu hátíð landsmanna, jólunum. „Þeir sem framleiða slíka vöru sem byggir á ævagömlum hefðum, þróuðu ræktunarstarfi og vinnslu undir strangasta gæðaeftirliti, sauðfjárbændur, ættu að skipa mestan virðingarsess í okkar samfélagi,“ segir Þröstur sem ráðleggur öllum þeim, sem telja sauðfjárbændur vera beiningamenn, að hugsa vel sitt ráð upp á nýtt: „Góð byrjun gæti þá verið að spyrja sjálfan sig; hvað legg ég til samfélagsins með mínu lífi og starfi, er það þjóðinni til jafn mikils gagns og starf bóndans, hvert er mitt hangilæri?“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi í Eyjafirði, segir hart sótt að sauðfjárrækt hérlendis, verslunin reki harðan áróður fyrir innflutningi og gegn stuðningi við landbúnaðinn. „Margir eru sjálfskipaðir talsmenn neytenda og tala harkalega gegn íslenskri framleiðslu. Minna er spurt hvað íslenskir neytendur vilja í raun. Vilja þeir ekki fá sitt hangilæri á jólum?“ spyr Þröstur í pistli á vef Grýtubakkahrepps. Þröstur sér ófriðarblikur á lofti. „Fjölgun mannkyns nær sögulegum hæðum og við nálgumst nú ár frá ári endimörk getu jarðar til framleiðslu matar í þann ógnarfjölda. Við þessar ótryggu aðstæður ætti að vera forgangsmál stjórnmálaafla sem vilja leiða þjóðina inn í óvissa framtíð, að hlúa að innlendri framleiðslu og gæta að öryggi landsmanna,“ skrifar sveitarstjórinn. „Ef við molum niður okkar matvælaframleiðslu í þágu stundargróða viðskiptalífsins, kann að vera styttra en margur heldur í það að Íslendingar kynnist aftur þeirri skelfilegu tilfinningu, að hafa ekki mat fyrir sig og sína.“ Þá segir sveitarstjórinn hangikjötið vera sögulegan þjóðarrétt. Hangikjötið skipi jafnan heiðurssess á stærstu hátíð landsmanna, jólunum. „Þeir sem framleiða slíka vöru sem byggir á ævagömlum hefðum, þróuðu ræktunarstarfi og vinnslu undir strangasta gæðaeftirliti, sauðfjárbændur, ættu að skipa mestan virðingarsess í okkar samfélagi,“ segir Þröstur sem ráðleggur öllum þeim, sem telja sauðfjárbændur vera beiningamenn, að hugsa vel sitt ráð upp á nýtt: „Góð byrjun gæti þá verið að spyrja sjálfan sig; hvað legg ég til samfélagsins með mínu lífi og starfi, er það þjóðinni til jafn mikils gagns og starf bóndans, hvert er mitt hangilæri?“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira