Framleiðendur hangikjöts ættu að skipa mestan virðingarsess Garðar Örn Úlfarsson skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi í Eyjafirði, segir hart sótt að sauðfjárrækt hérlendis, verslunin reki harðan áróður fyrir innflutningi og gegn stuðningi við landbúnaðinn. „Margir eru sjálfskipaðir talsmenn neytenda og tala harkalega gegn íslenskri framleiðslu. Minna er spurt hvað íslenskir neytendur vilja í raun. Vilja þeir ekki fá sitt hangilæri á jólum?“ spyr Þröstur í pistli á vef Grýtubakkahrepps. Þröstur sér ófriðarblikur á lofti. „Fjölgun mannkyns nær sögulegum hæðum og við nálgumst nú ár frá ári endimörk getu jarðar til framleiðslu matar í þann ógnarfjölda. Við þessar ótryggu aðstæður ætti að vera forgangsmál stjórnmálaafla sem vilja leiða þjóðina inn í óvissa framtíð, að hlúa að innlendri framleiðslu og gæta að öryggi landsmanna,“ skrifar sveitarstjórinn. „Ef við molum niður okkar matvælaframleiðslu í þágu stundargróða viðskiptalífsins, kann að vera styttra en margur heldur í það að Íslendingar kynnist aftur þeirri skelfilegu tilfinningu, að hafa ekki mat fyrir sig og sína.“ Þá segir sveitarstjórinn hangikjötið vera sögulegan þjóðarrétt. Hangikjötið skipi jafnan heiðurssess á stærstu hátíð landsmanna, jólunum. „Þeir sem framleiða slíka vöru sem byggir á ævagömlum hefðum, þróuðu ræktunarstarfi og vinnslu undir strangasta gæðaeftirliti, sauðfjárbændur, ættu að skipa mestan virðingarsess í okkar samfélagi,“ segir Þröstur sem ráðleggur öllum þeim, sem telja sauðfjárbændur vera beiningamenn, að hugsa vel sitt ráð upp á nýtt: „Góð byrjun gæti þá verið að spyrja sjálfan sig; hvað legg ég til samfélagsins með mínu lífi og starfi, er það þjóðinni til jafn mikils gagns og starf bóndans, hvert er mitt hangilæri?“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi í Eyjafirði, segir hart sótt að sauðfjárrækt hérlendis, verslunin reki harðan áróður fyrir innflutningi og gegn stuðningi við landbúnaðinn. „Margir eru sjálfskipaðir talsmenn neytenda og tala harkalega gegn íslenskri framleiðslu. Minna er spurt hvað íslenskir neytendur vilja í raun. Vilja þeir ekki fá sitt hangilæri á jólum?“ spyr Þröstur í pistli á vef Grýtubakkahrepps. Þröstur sér ófriðarblikur á lofti. „Fjölgun mannkyns nær sögulegum hæðum og við nálgumst nú ár frá ári endimörk getu jarðar til framleiðslu matar í þann ógnarfjölda. Við þessar ótryggu aðstæður ætti að vera forgangsmál stjórnmálaafla sem vilja leiða þjóðina inn í óvissa framtíð, að hlúa að innlendri framleiðslu og gæta að öryggi landsmanna,“ skrifar sveitarstjórinn. „Ef við molum niður okkar matvælaframleiðslu í þágu stundargróða viðskiptalífsins, kann að vera styttra en margur heldur í það að Íslendingar kynnist aftur þeirri skelfilegu tilfinningu, að hafa ekki mat fyrir sig og sína.“ Þá segir sveitarstjórinn hangikjötið vera sögulegan þjóðarrétt. Hangikjötið skipi jafnan heiðurssess á stærstu hátíð landsmanna, jólunum. „Þeir sem framleiða slíka vöru sem byggir á ævagömlum hefðum, þróuðu ræktunarstarfi og vinnslu undir strangasta gæðaeftirliti, sauðfjárbændur, ættu að skipa mestan virðingarsess í okkar samfélagi,“ segir Þröstur sem ráðleggur öllum þeim, sem telja sauðfjárbændur vera beiningamenn, að hugsa vel sitt ráð upp á nýtt: „Góð byrjun gæti þá verið að spyrja sjálfan sig; hvað legg ég til samfélagsins með mínu lífi og starfi, er það þjóðinni til jafn mikils gagns og starf bóndans, hvert er mitt hangilæri?“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira