Innlent

Falsaðir seðlar greiddu bensín

Þorgeir Helgason skrifar
Már Guðmundsson seðlabankastjóri með einn ófalsaðan.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri með einn ófalsaðan. Vísir/GVA
Falsaðir 10.000 króna seðlar voru notaðir til að greiða fyrir veitingar á matsölustað í miðborginni í síðustu viku. Fyrr í mánuðinum var karlmaður handtekinn fyrir að greiða fyrir viðskipti á bensínstöð með fölsuðum seðli. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu leiddi árvekni starfsmanns bensínstöðvarinnar til handtökunnar.

Lögreglan beinir þeim tilmælum til afgreiðslufólks að vera á varðbergi vegna þessa og hvetur jafnframt til þess að þeir sem eru í afgreiðslustörfum kynni sér helstu öryggisþætti íslenskra peningaseðla á heimasíðu Seðlabanka Íslands.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×