Læknar sviptir leyfi til að ávísa fíknilyfjum Sveinn Arnarsson skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Allir læknar sem ávísa ávanabindandi lyfjum eru nú undir ströngu eftirliti Landlæknisembættisins. Allir læknar sem ávísa ávanabindandi lyfjum eru nú undir smásjá Landlæknisembættisins. Læknar hafa á árinu misst leyfi til að ávísa ávanabindandi lyfjum eftir að upp komst um of miklar ávísanir þeirra á ADHD-lyfjum. Þetta staðfestir Ólafur B. Einarsson, sem starfar við eftirlit Landlæknisembættisins með ávísunum lækna. „Ég get ekki gefið upp fjöldann en við höfum þurft að grípa til þess ráðs á árinu að taka af læknum leyfi til að ávísa ávanabindandi lyfjum. Allir læknar eru nú undir stöðugu eftirliti okkar og vandlega er gætt að læknar ávísi ekki ADHD-lyfjum að óþörfu,“ segir Ólafur. Hann bendir einnig á að búið sé að koma í veg fyrir svokallað „læknaráp“ með því að gera kerfið gegnsærra. „Við höfum hins vegar gagnrýnt lyfjagreiðslunefnd fyrir það að hafa hvata fyrir því að taka stóra skammta í einu af ávanabindandi lyfjum. Einnig með svefnlyfið Immovan sem gefið hefur verið út fyrir börn, 30 stykkja pakki af þeim töflum er ódýrari en 10 stykkja pakki. Þetta höfum við gagnrýnt og sent lyfjagreiðslunefnd bréf þess efnis.“Ólafur B. EinarssonSama má segja með Ritalin. Sjúkratryggingar taka þátt í kostnaði af 90 stykkja pakkningum en ekki pakkningum sem innihalda 30 stykki. Þessu þarf að breyta að mati Landlæknisembættisins. Fréttablaðið sagði frá því í gær að um þremur milljónum dagskammta af ADHD-lyfjum var ávísað á síðasta ári og að hluti þeirra fari á svartan markað. Þröstur Emilsson, formaður ADHD-samtakanna, gagnrýnir Sjúkratryggingar fyrir að spyrða saman ADHD-sjúklinga og alvarlega veika fíkla. „Það er ekki sæmandi fyrir Sjúkratryggingar að blanda saman misnotkun fíkla og notkun einstaklinga sem fengið hafa ADHD-greiningar samkvæmt klínískum viðmiðum landlæknis. Fíklar eru dauðveikir einstaklingar sem fá alltof fá úrræði og það er skömm okkar að koma þeim ekki til aðstoðar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þrjár milljónir ADHD skammta seldir í fyrra Notkun Ritalins og Concerta jókst mikið á tíu árum. SÁÁ merkir fjölgun fíkla er leita í efnin. Íslendingar líklegast heimsmeistarar í notkun efnanna. Kostnaður SÍ nam nærri 600 milljónum króna í fyrra. Hluti lyfjanna fer á svartan mar 24. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Allir læknar sem ávísa ávanabindandi lyfjum eru nú undir smásjá Landlæknisembættisins. Læknar hafa á árinu misst leyfi til að ávísa ávanabindandi lyfjum eftir að upp komst um of miklar ávísanir þeirra á ADHD-lyfjum. Þetta staðfestir Ólafur B. Einarsson, sem starfar við eftirlit Landlæknisembættisins með ávísunum lækna. „Ég get ekki gefið upp fjöldann en við höfum þurft að grípa til þess ráðs á árinu að taka af læknum leyfi til að ávísa ávanabindandi lyfjum. Allir læknar eru nú undir stöðugu eftirliti okkar og vandlega er gætt að læknar ávísi ekki ADHD-lyfjum að óþörfu,“ segir Ólafur. Hann bendir einnig á að búið sé að koma í veg fyrir svokallað „læknaráp“ með því að gera kerfið gegnsærra. „Við höfum hins vegar gagnrýnt lyfjagreiðslunefnd fyrir það að hafa hvata fyrir því að taka stóra skammta í einu af ávanabindandi lyfjum. Einnig með svefnlyfið Immovan sem gefið hefur verið út fyrir börn, 30 stykkja pakki af þeim töflum er ódýrari en 10 stykkja pakki. Þetta höfum við gagnrýnt og sent lyfjagreiðslunefnd bréf þess efnis.“Ólafur B. EinarssonSama má segja með Ritalin. Sjúkratryggingar taka þátt í kostnaði af 90 stykkja pakkningum en ekki pakkningum sem innihalda 30 stykki. Þessu þarf að breyta að mati Landlæknisembættisins. Fréttablaðið sagði frá því í gær að um þremur milljónum dagskammta af ADHD-lyfjum var ávísað á síðasta ári og að hluti þeirra fari á svartan markað. Þröstur Emilsson, formaður ADHD-samtakanna, gagnrýnir Sjúkratryggingar fyrir að spyrða saman ADHD-sjúklinga og alvarlega veika fíkla. „Það er ekki sæmandi fyrir Sjúkratryggingar að blanda saman misnotkun fíkla og notkun einstaklinga sem fengið hafa ADHD-greiningar samkvæmt klínískum viðmiðum landlæknis. Fíklar eru dauðveikir einstaklingar sem fá alltof fá úrræði og það er skömm okkar að koma þeim ekki til aðstoðar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þrjár milljónir ADHD skammta seldir í fyrra Notkun Ritalins og Concerta jókst mikið á tíu árum. SÁÁ merkir fjölgun fíkla er leita í efnin. Íslendingar líklegast heimsmeistarar í notkun efnanna. Kostnaður SÍ nam nærri 600 milljónum króna í fyrra. Hluti lyfjanna fer á svartan mar 24. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Þrjár milljónir ADHD skammta seldir í fyrra Notkun Ritalins og Concerta jókst mikið á tíu árum. SÁÁ merkir fjölgun fíkla er leita í efnin. Íslendingar líklegast heimsmeistarar í notkun efnanna. Kostnaður SÍ nam nærri 600 milljónum króna í fyrra. Hluti lyfjanna fer á svartan mar 24. nóvember 2016 07:00