Niðurrif 109 ára húss heimilað Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. nóvember 2016 07:00 "Við viljum að það sama gildi fyrir alla í hverfinu,“ segir Sölvi Sveinbjörnsson, einn nágrannanna sem mótmæltu breyttu deiliskipulagi fyrir Hellubraut 5 og 7. vísir/eyþór Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti í gær að leyfa niðurrif á 109 ára gömlu húsi og breytt deiliskipulag fyrir lóðirnar Hellubraut 5 og 7 sem gerir eigandanum kleift að byggja þar tvö mun stærri hús en áður var heimilt. Nágrannar í húsunum í kring gerðu margar athugasemdir við áformin en skipulagsfulltrúi bæjarins lagði til að breytingin yrði samþykkt og var það gert í gær. „Það hafa verið lagðar fram skuggavarpsmyndir og sneiðingar í byggðina sem sýna glögglega að fyrirhugað hús er lægra en núverandi hús sem verður rifið. Og það dregur úr skuggavarpi og eykur útsýni nærliggjandi húsa,“ sagði Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulagsráðs og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sem er í meirihlutasamstarfi við Bjarta framtíð.Adda María Jóhannsdóttir úr Samfylkingu minnti á að meirihluti bæjarstjórnar hefði á síðasta kjörtímabili hafnað sambærilegri ósk húseigandans, meðal annars vegna þess að húsafriðunarnefnd taldi að varðveita ætti húsið til framtíðar. Við afgreiðslu málsins nú liggur hins vegar fyrir umsögn Minjastofnunar sem leggst ekki gegn niðurrifi hússins. „Mér er eiginlega ómögulegt að átta mig á því hvað hafi raunverulega breyst,“ sagði Adda María um þessu stefnubreytingu varðandi varðveislugildi hússins. Þá gagnrýndi hún að verið væri að deiliskipuleggja tvær lóðir inn á reit sem hafi verið deiliskipulagður fyrir aðeins fimm árum. Nýtingarhlutfall lóðarinnar væri aukið um 60 prósent miðað við það sem var í gildi fyrir 2011. „Þarna er erindi sem er búið að vera í kerfinu, það er að koma aftur, það er búið að vera lengi, þetta er sami eigandi, hann ætlar sér greinilega í gegn með þetta. Hann er að ná aðeins betri árangri núna. Ég velti fyrir mér bara yfir hvaða kaffibolla eða á hvaða holu þetta var ákveðið eða rætt,“ sagði Adda María og var þar að vísa til vinfengis húseigandans við Ólaf Inga bæjarfulltrúa og það að þeir leika golf saman og eru flokksbræður í Sjálfstæðisflokknum.Ólafur Ingi Tómasson.Ólafur Ingi lét þessari athugasemd ósvarað. Hann sagði hins vegar að til þess að nauðsynlegt hafi verið að breyta byggingarreitunum vegna staðsetningar gömlu húsanna. Auk einbýlishússins eru bílskúr og geymsla byggð 1940 og 1945 á lóðinni. Borghildur Sturludóttir arkitekt, bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar, sagði einnig að ekki hafi verið hægt að fylgja fyrra deiliskipulagi. „Við höfum verið að spyrja krítískra spurninga. Við teljum að verkefnið sem slíkt og það sem verið er að kynna okkur sé bara gott og sé sannfærandi á þessum stað,“ sagði Borghildur og vísaði til skipulagslaga. „Það má taka út lóðir og gera breytingar á þeim þegar reitur í gildi er til staðar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Sjá meira
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti í gær að leyfa niðurrif á 109 ára gömlu húsi og breytt deiliskipulag fyrir lóðirnar Hellubraut 5 og 7 sem gerir eigandanum kleift að byggja þar tvö mun stærri hús en áður var heimilt. Nágrannar í húsunum í kring gerðu margar athugasemdir við áformin en skipulagsfulltrúi bæjarins lagði til að breytingin yrði samþykkt og var það gert í gær. „Það hafa verið lagðar fram skuggavarpsmyndir og sneiðingar í byggðina sem sýna glögglega að fyrirhugað hús er lægra en núverandi hús sem verður rifið. Og það dregur úr skuggavarpi og eykur útsýni nærliggjandi húsa,“ sagði Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulagsráðs og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sem er í meirihlutasamstarfi við Bjarta framtíð.Adda María Jóhannsdóttir úr Samfylkingu minnti á að meirihluti bæjarstjórnar hefði á síðasta kjörtímabili hafnað sambærilegri ósk húseigandans, meðal annars vegna þess að húsafriðunarnefnd taldi að varðveita ætti húsið til framtíðar. Við afgreiðslu málsins nú liggur hins vegar fyrir umsögn Minjastofnunar sem leggst ekki gegn niðurrifi hússins. „Mér er eiginlega ómögulegt að átta mig á því hvað hafi raunverulega breyst,“ sagði Adda María um þessu stefnubreytingu varðandi varðveislugildi hússins. Þá gagnrýndi hún að verið væri að deiliskipuleggja tvær lóðir inn á reit sem hafi verið deiliskipulagður fyrir aðeins fimm árum. Nýtingarhlutfall lóðarinnar væri aukið um 60 prósent miðað við það sem var í gildi fyrir 2011. „Þarna er erindi sem er búið að vera í kerfinu, það er að koma aftur, það er búið að vera lengi, þetta er sami eigandi, hann ætlar sér greinilega í gegn með þetta. Hann er að ná aðeins betri árangri núna. Ég velti fyrir mér bara yfir hvaða kaffibolla eða á hvaða holu þetta var ákveðið eða rætt,“ sagði Adda María og var þar að vísa til vinfengis húseigandans við Ólaf Inga bæjarfulltrúa og það að þeir leika golf saman og eru flokksbræður í Sjálfstæðisflokknum.Ólafur Ingi Tómasson.Ólafur Ingi lét þessari athugasemd ósvarað. Hann sagði hins vegar að til þess að nauðsynlegt hafi verið að breyta byggingarreitunum vegna staðsetningar gömlu húsanna. Auk einbýlishússins eru bílskúr og geymsla byggð 1940 og 1945 á lóðinni. Borghildur Sturludóttir arkitekt, bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar, sagði einnig að ekki hafi verið hægt að fylgja fyrra deiliskipulagi. „Við höfum verið að spyrja krítískra spurninga. Við teljum að verkefnið sem slíkt og það sem verið er að kynna okkur sé bara gott og sé sannfærandi á þessum stað,“ sagði Borghildur og vísaði til skipulagslaga. „Það má taka út lóðir og gera breytingar á þeim þegar reitur í gildi er til staðar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Sjá meira