Sigurður Einarsson sakar Bjarna um tvískinnung Jakob Bjarnar skrifar 14. nóvember 2016 10:45 Sigurður gagnrýnir Bjarna harðlega: „Það lítur því út fyrir að yfirlýsing Bjarna um eigið innrætti og gagnrýni gagnvart þeim sem „hafa sífellt tilhneigingu til að horfa til baka í þeim tilgangi að rannsaka og ákæra“ gildi einungis gagnvart stjórnkerfinu og embættismönnum landsins Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, birti nú rétt í þessu pistil á Facebooksíðu sinni þar sem hann sækir hart að Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Sigurður sakar Bjarna um tvískinnung.Rannsókn sem mun engu skila„Bjarna finnst tilgangslaust að rannsaka hvort seðlabankastjóri hafi gert mistök þegar veðin í FIH bankanum voru seld árið 2012 (aðila sem Bjarni segir sjálfur að hafi stórgrætt á viðskiptunum við Seðlabankann sem tapaði milljörðum á rangri tímasetningu viðskiptanna),“ skrifar Sigurður. En bendir jafnframt á að Bjarni vilji hvetja til rannsóknar á einkavæðingu Búnaðarbankans fyrir tæpum fjórtán árum. „Kostnaðarsöm rannsókn sem mun aldrei skila neinum niðurstöðum, hvað þá ákærum. Rannsókn á ferli sem augljóslega braut hvergi gagnvart neinum lögum, alveg sama með hvaða hætti aðkomu þýska einkabankans Hauck & Aufhäuser var að kaupunum á Búnaðarbankanum í byrjun árs 2003.“Umræða um Geir H. Haarde á villigötumSigurður vitnar í viðtal við Bjarna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni 27. október þar sem hann er spurður út í sölu Seðlabankans á bréfum í FIH bankanum í Danmörku, sem tekin voru að veði fyrir neyðarláni til Kaupþings skömmu fyrir hrun í október 2008. „Það er alltaf svo auðvelt að horfa til baka, eins og þetta fólk sem dró Geir H Haarde fyrir Landsdóm gerði, við hefðum gert þetta öðruvísi og þetta varðar við lög og þarf að rannsaka og ákæra. Ég er ekki þannig innrættur að ætla setja mig í spor þeirra sem þetta höndluðu mér finnst hinsvegar nauðsynlegt að þetta sé upp á borðum. Mér finnst umræðan um það sem gerðist þennan dag þegar lánið er veitt vera víða á miklum villigötum og sérstaklega það að það eigi eftir að skoða einhverja hluti. Gögnin sem voru þarna í þættinum um daginn þau komu frá Sérstökum saksóknara það er búið að skoða þetta ofan í sauma og það er ekkert í þessu sem þarfnast frekari skoðunar,“ sagði Bjarni á Bylgjunni.Tvískinnungur BjarnaÞetta þykir Sigurði skjóta skökku við. „Í maí lagði umboðsmaður Alþingis til við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að skipuð yrði nefnd til þess að rannsaka einkavæðingu Búnaðarbankans í byrjun árs 2003. Í fréttum RÚV 25. maí s.l. sagði Bjarni að hann vildi rannsaka aðkomu þýska einkabankans Hauck & Aufhäuser að kaupum S-hópsins á Búnaðarbankanum í byrjun árs 2003 og telur að um það sé einhugur á þingi,“ skrifar Sigurður. Og hann bætir þessu við: „Það lítur því út fyrir að yfirlýsing Bjarna um eigið innrætti og gagnrýni gagnvart þeim sem „hafa sífellt tilhneigingu til að horfa til baka í þeim tilgangi að rannsaka og ákæra“ gildi einungis gagnvart stjórnkerfinu og embættismönnum landsins en hann hafi ekki sama umburðarlyndi gagnvart hugsanlegum mistökum þegar kemur að samfélaginu sem slíku.“ Tengdar fréttir Seðlabankinn skoðar viðbrögð við trúnaðarbroti Varaformaður Vinstri grænna hvetur Geir H. Haarde til að heimilda birtingu símtalsins. 20. október 2016 18:38 Neyðarlánið til Kaupþings aldrei verið rannsakað sem umboðssvik Neyðarlán Seðlabankans til Kaupþings hinn 6. október 2008 hefur aldrei verið til rannsóknar hjá saksóknara. Meint umboðssvik ná til embættismanna en Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir engan hafa fengið stöðu sakbornings við rannsókn á láninu. 21. október 2016 20:00 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, birti nú rétt í þessu pistil á Facebooksíðu sinni þar sem hann sækir hart að Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Sigurður sakar Bjarna um tvískinnung.Rannsókn sem mun engu skila„Bjarna finnst tilgangslaust að rannsaka hvort seðlabankastjóri hafi gert mistök þegar veðin í FIH bankanum voru seld árið 2012 (aðila sem Bjarni segir sjálfur að hafi stórgrætt á viðskiptunum við Seðlabankann sem tapaði milljörðum á rangri tímasetningu viðskiptanna),“ skrifar Sigurður. En bendir jafnframt á að Bjarni vilji hvetja til rannsóknar á einkavæðingu Búnaðarbankans fyrir tæpum fjórtán árum. „Kostnaðarsöm rannsókn sem mun aldrei skila neinum niðurstöðum, hvað þá ákærum. Rannsókn á ferli sem augljóslega braut hvergi gagnvart neinum lögum, alveg sama með hvaða hætti aðkomu þýska einkabankans Hauck & Aufhäuser var að kaupunum á Búnaðarbankanum í byrjun árs 2003.“Umræða um Geir H. Haarde á villigötumSigurður vitnar í viðtal við Bjarna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni 27. október þar sem hann er spurður út í sölu Seðlabankans á bréfum í FIH bankanum í Danmörku, sem tekin voru að veði fyrir neyðarláni til Kaupþings skömmu fyrir hrun í október 2008. „Það er alltaf svo auðvelt að horfa til baka, eins og þetta fólk sem dró Geir H Haarde fyrir Landsdóm gerði, við hefðum gert þetta öðruvísi og þetta varðar við lög og þarf að rannsaka og ákæra. Ég er ekki þannig innrættur að ætla setja mig í spor þeirra sem þetta höndluðu mér finnst hinsvegar nauðsynlegt að þetta sé upp á borðum. Mér finnst umræðan um það sem gerðist þennan dag þegar lánið er veitt vera víða á miklum villigötum og sérstaklega það að það eigi eftir að skoða einhverja hluti. Gögnin sem voru þarna í þættinum um daginn þau komu frá Sérstökum saksóknara það er búið að skoða þetta ofan í sauma og það er ekkert í þessu sem þarfnast frekari skoðunar,“ sagði Bjarni á Bylgjunni.Tvískinnungur BjarnaÞetta þykir Sigurði skjóta skökku við. „Í maí lagði umboðsmaður Alþingis til við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að skipuð yrði nefnd til þess að rannsaka einkavæðingu Búnaðarbankans í byrjun árs 2003. Í fréttum RÚV 25. maí s.l. sagði Bjarni að hann vildi rannsaka aðkomu þýska einkabankans Hauck & Aufhäuser að kaupum S-hópsins á Búnaðarbankanum í byrjun árs 2003 og telur að um það sé einhugur á þingi,“ skrifar Sigurður. Og hann bætir þessu við: „Það lítur því út fyrir að yfirlýsing Bjarna um eigið innrætti og gagnrýni gagnvart þeim sem „hafa sífellt tilhneigingu til að horfa til baka í þeim tilgangi að rannsaka og ákæra“ gildi einungis gagnvart stjórnkerfinu og embættismönnum landsins en hann hafi ekki sama umburðarlyndi gagnvart hugsanlegum mistökum þegar kemur að samfélaginu sem slíku.“
Tengdar fréttir Seðlabankinn skoðar viðbrögð við trúnaðarbroti Varaformaður Vinstri grænna hvetur Geir H. Haarde til að heimilda birtingu símtalsins. 20. október 2016 18:38 Neyðarlánið til Kaupþings aldrei verið rannsakað sem umboðssvik Neyðarlán Seðlabankans til Kaupþings hinn 6. október 2008 hefur aldrei verið til rannsóknar hjá saksóknara. Meint umboðssvik ná til embættismanna en Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir engan hafa fengið stöðu sakbornings við rannsókn á láninu. 21. október 2016 20:00 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira
Seðlabankinn skoðar viðbrögð við trúnaðarbroti Varaformaður Vinstri grænna hvetur Geir H. Haarde til að heimilda birtingu símtalsins. 20. október 2016 18:38
Neyðarlánið til Kaupþings aldrei verið rannsakað sem umboðssvik Neyðarlán Seðlabankans til Kaupþings hinn 6. október 2008 hefur aldrei verið til rannsóknar hjá saksóknara. Meint umboðssvik ná til embættismanna en Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir engan hafa fengið stöðu sakbornings við rannsókn á láninu. 21. október 2016 20:00