Sigurður Einarsson sakar Bjarna um tvískinnung Jakob Bjarnar skrifar 14. nóvember 2016 10:45 Sigurður gagnrýnir Bjarna harðlega: „Það lítur því út fyrir að yfirlýsing Bjarna um eigið innrætti og gagnrýni gagnvart þeim sem „hafa sífellt tilhneigingu til að horfa til baka í þeim tilgangi að rannsaka og ákæra“ gildi einungis gagnvart stjórnkerfinu og embættismönnum landsins Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, birti nú rétt í þessu pistil á Facebooksíðu sinni þar sem hann sækir hart að Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Sigurður sakar Bjarna um tvískinnung.Rannsókn sem mun engu skila„Bjarna finnst tilgangslaust að rannsaka hvort seðlabankastjóri hafi gert mistök þegar veðin í FIH bankanum voru seld árið 2012 (aðila sem Bjarni segir sjálfur að hafi stórgrætt á viðskiptunum við Seðlabankann sem tapaði milljörðum á rangri tímasetningu viðskiptanna),“ skrifar Sigurður. En bendir jafnframt á að Bjarni vilji hvetja til rannsóknar á einkavæðingu Búnaðarbankans fyrir tæpum fjórtán árum. „Kostnaðarsöm rannsókn sem mun aldrei skila neinum niðurstöðum, hvað þá ákærum. Rannsókn á ferli sem augljóslega braut hvergi gagnvart neinum lögum, alveg sama með hvaða hætti aðkomu þýska einkabankans Hauck & Aufhäuser var að kaupunum á Búnaðarbankanum í byrjun árs 2003.“Umræða um Geir H. Haarde á villigötumSigurður vitnar í viðtal við Bjarna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni 27. október þar sem hann er spurður út í sölu Seðlabankans á bréfum í FIH bankanum í Danmörku, sem tekin voru að veði fyrir neyðarláni til Kaupþings skömmu fyrir hrun í október 2008. „Það er alltaf svo auðvelt að horfa til baka, eins og þetta fólk sem dró Geir H Haarde fyrir Landsdóm gerði, við hefðum gert þetta öðruvísi og þetta varðar við lög og þarf að rannsaka og ákæra. Ég er ekki þannig innrættur að ætla setja mig í spor þeirra sem þetta höndluðu mér finnst hinsvegar nauðsynlegt að þetta sé upp á borðum. Mér finnst umræðan um það sem gerðist þennan dag þegar lánið er veitt vera víða á miklum villigötum og sérstaklega það að það eigi eftir að skoða einhverja hluti. Gögnin sem voru þarna í þættinum um daginn þau komu frá Sérstökum saksóknara það er búið að skoða þetta ofan í sauma og það er ekkert í þessu sem þarfnast frekari skoðunar,“ sagði Bjarni á Bylgjunni.Tvískinnungur BjarnaÞetta þykir Sigurði skjóta skökku við. „Í maí lagði umboðsmaður Alþingis til við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að skipuð yrði nefnd til þess að rannsaka einkavæðingu Búnaðarbankans í byrjun árs 2003. Í fréttum RÚV 25. maí s.l. sagði Bjarni að hann vildi rannsaka aðkomu þýska einkabankans Hauck & Aufhäuser að kaupum S-hópsins á Búnaðarbankanum í byrjun árs 2003 og telur að um það sé einhugur á þingi,“ skrifar Sigurður. Og hann bætir þessu við: „Það lítur því út fyrir að yfirlýsing Bjarna um eigið innrætti og gagnrýni gagnvart þeim sem „hafa sífellt tilhneigingu til að horfa til baka í þeim tilgangi að rannsaka og ákæra“ gildi einungis gagnvart stjórnkerfinu og embættismönnum landsins en hann hafi ekki sama umburðarlyndi gagnvart hugsanlegum mistökum þegar kemur að samfélaginu sem slíku.“ Tengdar fréttir Seðlabankinn skoðar viðbrögð við trúnaðarbroti Varaformaður Vinstri grænna hvetur Geir H. Haarde til að heimilda birtingu símtalsins. 20. október 2016 18:38 Neyðarlánið til Kaupþings aldrei verið rannsakað sem umboðssvik Neyðarlán Seðlabankans til Kaupþings hinn 6. október 2008 hefur aldrei verið til rannsóknar hjá saksóknara. Meint umboðssvik ná til embættismanna en Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir engan hafa fengið stöðu sakbornings við rannsókn á láninu. 21. október 2016 20:00 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, birti nú rétt í þessu pistil á Facebooksíðu sinni þar sem hann sækir hart að Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Sigurður sakar Bjarna um tvískinnung.Rannsókn sem mun engu skila„Bjarna finnst tilgangslaust að rannsaka hvort seðlabankastjóri hafi gert mistök þegar veðin í FIH bankanum voru seld árið 2012 (aðila sem Bjarni segir sjálfur að hafi stórgrætt á viðskiptunum við Seðlabankann sem tapaði milljörðum á rangri tímasetningu viðskiptanna),“ skrifar Sigurður. En bendir jafnframt á að Bjarni vilji hvetja til rannsóknar á einkavæðingu Búnaðarbankans fyrir tæpum fjórtán árum. „Kostnaðarsöm rannsókn sem mun aldrei skila neinum niðurstöðum, hvað þá ákærum. Rannsókn á ferli sem augljóslega braut hvergi gagnvart neinum lögum, alveg sama með hvaða hætti aðkomu þýska einkabankans Hauck & Aufhäuser var að kaupunum á Búnaðarbankanum í byrjun árs 2003.“Umræða um Geir H. Haarde á villigötumSigurður vitnar í viðtal við Bjarna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni 27. október þar sem hann er spurður út í sölu Seðlabankans á bréfum í FIH bankanum í Danmörku, sem tekin voru að veði fyrir neyðarláni til Kaupþings skömmu fyrir hrun í október 2008. „Það er alltaf svo auðvelt að horfa til baka, eins og þetta fólk sem dró Geir H Haarde fyrir Landsdóm gerði, við hefðum gert þetta öðruvísi og þetta varðar við lög og þarf að rannsaka og ákæra. Ég er ekki þannig innrættur að ætla setja mig í spor þeirra sem þetta höndluðu mér finnst hinsvegar nauðsynlegt að þetta sé upp á borðum. Mér finnst umræðan um það sem gerðist þennan dag þegar lánið er veitt vera víða á miklum villigötum og sérstaklega það að það eigi eftir að skoða einhverja hluti. Gögnin sem voru þarna í þættinum um daginn þau komu frá Sérstökum saksóknara það er búið að skoða þetta ofan í sauma og það er ekkert í þessu sem þarfnast frekari skoðunar,“ sagði Bjarni á Bylgjunni.Tvískinnungur BjarnaÞetta þykir Sigurði skjóta skökku við. „Í maí lagði umboðsmaður Alþingis til við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að skipuð yrði nefnd til þess að rannsaka einkavæðingu Búnaðarbankans í byrjun árs 2003. Í fréttum RÚV 25. maí s.l. sagði Bjarni að hann vildi rannsaka aðkomu þýska einkabankans Hauck & Aufhäuser að kaupum S-hópsins á Búnaðarbankanum í byrjun árs 2003 og telur að um það sé einhugur á þingi,“ skrifar Sigurður. Og hann bætir þessu við: „Það lítur því út fyrir að yfirlýsing Bjarna um eigið innrætti og gagnrýni gagnvart þeim sem „hafa sífellt tilhneigingu til að horfa til baka í þeim tilgangi að rannsaka og ákæra“ gildi einungis gagnvart stjórnkerfinu og embættismönnum landsins en hann hafi ekki sama umburðarlyndi gagnvart hugsanlegum mistökum þegar kemur að samfélaginu sem slíku.“
Tengdar fréttir Seðlabankinn skoðar viðbrögð við trúnaðarbroti Varaformaður Vinstri grænna hvetur Geir H. Haarde til að heimilda birtingu símtalsins. 20. október 2016 18:38 Neyðarlánið til Kaupþings aldrei verið rannsakað sem umboðssvik Neyðarlán Seðlabankans til Kaupþings hinn 6. október 2008 hefur aldrei verið til rannsóknar hjá saksóknara. Meint umboðssvik ná til embættismanna en Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir engan hafa fengið stöðu sakbornings við rannsókn á láninu. 21. október 2016 20:00 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Seðlabankinn skoðar viðbrögð við trúnaðarbroti Varaformaður Vinstri grænna hvetur Geir H. Haarde til að heimilda birtingu símtalsins. 20. október 2016 18:38
Neyðarlánið til Kaupþings aldrei verið rannsakað sem umboðssvik Neyðarlán Seðlabankans til Kaupþings hinn 6. október 2008 hefur aldrei verið til rannsóknar hjá saksóknara. Meint umboðssvik ná til embættismanna en Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir engan hafa fengið stöðu sakbornings við rannsókn á láninu. 21. október 2016 20:00