Skortur á skurðhjúkrunarfræðingum veldur lokun á skurðstofu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 17. nóvember 2016 20:30 Samtals þarf áttatíu skurðhjúkrunarfræðinga til að manna skurðdeildir Landspítalans en það vantar þrettán til starfa eða fimmtán prósent stöðugilda. Alma Möller, læknir og framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítala, segir mismunandi eftir deildum hversu mikið manneklan bitnar á starfseminni. „Á flestum einingum hefur tekist að halda viðunandi starfsemi með því að þeir sem fyrir eru, vinna meira. En á kvennadeild hefur þurft að loka einni skurðstofu af þremur, mest allt þetta ár. En það stendur til bóta og við vonumst til að opna þriðju stofuna að hluta í desember og að fullu eftir áramót,“ segir Alma. Á kvennadeildina vantar fimm skurðhjúkrunarfræðinga eða um það bil þriðjung stöðugilda. Manneklan ásamt bið eftir skoðun hjá læknum deildarinnar hefur valdið því að þrjú hundruð konur bíða eftir að komast í grindarbotnsaðgerð og biðin er allt að þrjú ár.Alma Möller, læknir og framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítalansvísir/skjáskotAlma bendir á að biðlistar við Landspítalann séu afleiðing margra ára uppsöfnunar vegna langvarandi manneklu og verkfalla. Skortur á skurðhjúkrunarfræðingum hafi einnig verið fyrirsjáanlegur um lengri tíma, enda stéttin að eldast og margir að fara á eftirlaun á næstu árum. Þrátt fyrir allt hafi bið eftir grindarbotnsaðgerðum styst um tólf mánuði síðasta árið og framundan séu bjartari tímar. „Við byrjuðum að bregðast við þessu haustið 2014 með því að gefa í varðandi sérmenntun skurðhjúkrunarfræðinga. Svo erum við að skoða að auglýsa erlendis eftir starfskröftum og kvensjúkdómalæknar hafa farið í samstarf við sjúkrahúsið á Akranesi og eru að fara að gera aðgerðir þar einn dag í viku, til að byrja með.“ Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Samtals þarf áttatíu skurðhjúkrunarfræðinga til að manna skurðdeildir Landspítalans en það vantar þrettán til starfa eða fimmtán prósent stöðugilda. Alma Möller, læknir og framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítala, segir mismunandi eftir deildum hversu mikið manneklan bitnar á starfseminni. „Á flestum einingum hefur tekist að halda viðunandi starfsemi með því að þeir sem fyrir eru, vinna meira. En á kvennadeild hefur þurft að loka einni skurðstofu af þremur, mest allt þetta ár. En það stendur til bóta og við vonumst til að opna þriðju stofuna að hluta í desember og að fullu eftir áramót,“ segir Alma. Á kvennadeildina vantar fimm skurðhjúkrunarfræðinga eða um það bil þriðjung stöðugilda. Manneklan ásamt bið eftir skoðun hjá læknum deildarinnar hefur valdið því að þrjú hundruð konur bíða eftir að komast í grindarbotnsaðgerð og biðin er allt að þrjú ár.Alma Möller, læknir og framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítalansvísir/skjáskotAlma bendir á að biðlistar við Landspítalann séu afleiðing margra ára uppsöfnunar vegna langvarandi manneklu og verkfalla. Skortur á skurðhjúkrunarfræðingum hafi einnig verið fyrirsjáanlegur um lengri tíma, enda stéttin að eldast og margir að fara á eftirlaun á næstu árum. Þrátt fyrir allt hafi bið eftir grindarbotnsaðgerðum styst um tólf mánuði síðasta árið og framundan séu bjartari tímar. „Við byrjuðum að bregðast við þessu haustið 2014 með því að gefa í varðandi sérmenntun skurðhjúkrunarfræðinga. Svo erum við að skoða að auglýsa erlendis eftir starfskröftum og kvensjúkdómalæknar hafa farið í samstarf við sjúkrahúsið á Akranesi og eru að fara að gera aðgerðir þar einn dag í viku, til að byrja með.“
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira