Bílbeltin sorglega oft ekki spennt Svavar Hávarðsson skrifar 18. nóvember 2016 07:00 Bílveltur utan þéttbýlis komu oft við sögu þessara alvarlegu slysa – og að fórnarlömbin eru ekki í bílbelti. Myndin tengist fréttinni ekki beint. vísir/Anton Brink Rík ástæða er til að auka enn áróður fyrir notkun bílbelta, er ein meginniðurstaða rannsóknar um mænuskaða af völdum slysa á Íslandi. Rúmlega helmingur þeirra sem fengu mænuskaða eftir bílslys á fjögurra áratuga tímabili var ekki í bílbelti, sem þó er talið stórlega vanáætlað þar sem upplýsingar vantar um mörg umferðarslys. Páll E. Ingvarsson, sérfræðilæknir á Grensásdeild Landspítalans, segir rannsóknina hafa beinst að því að leita áhættuþátta sem nýta mætti í forvarnarskyni, en mænuskaði er meðal alvarlegustu afleiðinga slysa og ekki hefur tekist að finna lækningu við. „Það er sorgleg staðreynd að enn þann dag í dag er hátt hlutfall þeirra sem hljóta mænuskaða í bílslysum ekki í bílbeltum. Þessi ofureinfalda hreyfing getur forðað einstaklingnum frá ævilangri fötlun og örkumlum. Þetta er svo sorglega einfalt og við verðum að hamra á því við hvert tækifæri að fólk noti þetta einfalda öryggistæki,“ segir Páll og nefnir jafnframt mikinn kostnað fyrir heilbrigðiskerfið sem er óþarfur í þessu samhengi. Páll nefnir jafnframt að byltur og föll verði sífellt greinilegri ástæða þessara alvarlegu meiðsla, og er í samræmi við að þjóðin er að eldast. Það skýri að byltur séu í dag að nálgast að vera ástæðan í helmingi þessara slysa. „Ástæðan fyrir því að nálægt 75 prósent mænuskaðaðra eru karlmenn verður að skrifast á unga fífldjarfa stráka og glannaskap þeirra. Þegar fólk dettur og slasar sig er kynjaskipting nærri því jöfn, en jafnvel frekar konur,“ segir Páll.Páll E. Ingvarsson„Rannsóknin sýndi jafnframt athyglisverðar niðurstöður sem við kunnum ekki skýringar á. Það er hvað var gríðarleg aukning á frítímaslysum og fjölgun mænuskaða þegar góðærið var – sem síðan datt niður eftir hrun,“ segir Páll en þar komi við sögu vél- og fjórhjólaslys, snjósleðaslys og algengt að fólk detti af hestbaki. Hann segir það því umhugsunarvert hvort ekki sé beint samhengi á milli efnahagsástands og lífsstíls, og því megi í alvöru benda fólki á að ganga varlega um gleðinnar dyr. Mænuskaði af völdum slysa hérlendis á rannsóknartímabilinu er að meðaltali 26 á hverja milljón íbúa á ári, sem er nálægt alþjóðlegu meðaltali. Eins og allir vita er málið grafalvarlegt, segir Páll. „Helmingur þeirra sem hljóta mænuskaða eru bundnir við hjólastól það sem eftir er ævinnar. Hinir eru með mikla máttarminnkun, truflun á hægða- og blöðrustjórnun og á kynlífsgetu, svo þetta hefur gríðarleg áhrif á líf og lífsgæði fólks ævilangt,“ segir Páll. Höfundar telja mikilvægt að efla frekar forvarnir í tengslum við bílbeltanotkun.233 hlutu mænuskaðaLæknablaðið [11/2016] birti niðurstöður rannsóknarinnar sem náði til áranna 1975 til 2014.Á þeim tíma hlutu 233 einstaklingar mænuskaða af völdum áverka.Umferðarslys voru algengasta orsök mænuskaða, en oftast var um að ræða bílveltur í dreifbýli.Þrír af hverjum fjórum sem hlutu mænuskaða voru karlmenn og meðalaldur þessa hóps sem um ræðir 39 ár.Fall var næstalgengasta orsök mænuskaða en þar var meðalaldurinn hæstur.Í um þriðjungi slysanna var um að ræða alskaða á mænu.Við útskrift höfðu níu prósent náð fullum bata.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Rík ástæða er til að auka enn áróður fyrir notkun bílbelta, er ein meginniðurstaða rannsóknar um mænuskaða af völdum slysa á Íslandi. Rúmlega helmingur þeirra sem fengu mænuskaða eftir bílslys á fjögurra áratuga tímabili var ekki í bílbelti, sem þó er talið stórlega vanáætlað þar sem upplýsingar vantar um mörg umferðarslys. Páll E. Ingvarsson, sérfræðilæknir á Grensásdeild Landspítalans, segir rannsóknina hafa beinst að því að leita áhættuþátta sem nýta mætti í forvarnarskyni, en mænuskaði er meðal alvarlegustu afleiðinga slysa og ekki hefur tekist að finna lækningu við. „Það er sorgleg staðreynd að enn þann dag í dag er hátt hlutfall þeirra sem hljóta mænuskaða í bílslysum ekki í bílbeltum. Þessi ofureinfalda hreyfing getur forðað einstaklingnum frá ævilangri fötlun og örkumlum. Þetta er svo sorglega einfalt og við verðum að hamra á því við hvert tækifæri að fólk noti þetta einfalda öryggistæki,“ segir Páll og nefnir jafnframt mikinn kostnað fyrir heilbrigðiskerfið sem er óþarfur í þessu samhengi. Páll nefnir jafnframt að byltur og föll verði sífellt greinilegri ástæða þessara alvarlegu meiðsla, og er í samræmi við að þjóðin er að eldast. Það skýri að byltur séu í dag að nálgast að vera ástæðan í helmingi þessara slysa. „Ástæðan fyrir því að nálægt 75 prósent mænuskaðaðra eru karlmenn verður að skrifast á unga fífldjarfa stráka og glannaskap þeirra. Þegar fólk dettur og slasar sig er kynjaskipting nærri því jöfn, en jafnvel frekar konur,“ segir Páll.Páll E. Ingvarsson„Rannsóknin sýndi jafnframt athyglisverðar niðurstöður sem við kunnum ekki skýringar á. Það er hvað var gríðarleg aukning á frítímaslysum og fjölgun mænuskaða þegar góðærið var – sem síðan datt niður eftir hrun,“ segir Páll en þar komi við sögu vél- og fjórhjólaslys, snjósleðaslys og algengt að fólk detti af hestbaki. Hann segir það því umhugsunarvert hvort ekki sé beint samhengi á milli efnahagsástands og lífsstíls, og því megi í alvöru benda fólki á að ganga varlega um gleðinnar dyr. Mænuskaði af völdum slysa hérlendis á rannsóknartímabilinu er að meðaltali 26 á hverja milljón íbúa á ári, sem er nálægt alþjóðlegu meðaltali. Eins og allir vita er málið grafalvarlegt, segir Páll. „Helmingur þeirra sem hljóta mænuskaða eru bundnir við hjólastól það sem eftir er ævinnar. Hinir eru með mikla máttarminnkun, truflun á hægða- og blöðrustjórnun og á kynlífsgetu, svo þetta hefur gríðarleg áhrif á líf og lífsgæði fólks ævilangt,“ segir Páll. Höfundar telja mikilvægt að efla frekar forvarnir í tengslum við bílbeltanotkun.233 hlutu mænuskaðaLæknablaðið [11/2016] birti niðurstöður rannsóknarinnar sem náði til áranna 1975 til 2014.Á þeim tíma hlutu 233 einstaklingar mænuskaða af völdum áverka.Umferðarslys voru algengasta orsök mænuskaða, en oftast var um að ræða bílveltur í dreifbýli.Þrír af hverjum fjórum sem hlutu mænuskaða voru karlmenn og meðalaldur þessa hóps sem um ræðir 39 ár.Fall var næstalgengasta orsök mænuskaða en þar var meðalaldurinn hæstur.Í um þriðjungi slysanna var um að ræða alskaða á mænu.Við útskrift höfðu níu prósent náð fullum bata.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira