Einungis lítill hluti barna fær leikskólavist Sveinn Arnarsson skrifar 18. nóvember 2016 07:00 Foreldrar á Akureyri standa ráðalausir og launalausir heima því að ekki er pláss hjá dagforeldrum. Formaður bæjarráðs segir skorta fjármagn. Vísir/Auðunn Börn á Akureyri fædd í apríl árið 2015 gætu fengið leikskólapláss í ágúst á næsta ári, þá rúmlega tveggja ára gömul. Fullt er hjá öllum dagforeldrum bæjarins og foreldrar standa því ráðalausir og launalausir heima við og komast ekki til vinnu þegar fæðingarorlofi lýkur. Akureyrarbær skuldbindur sig til þess að taka öll börn inn á leikskóla á öðru ári þeirra. Ljóst er samkvæmt þessu að bærinn stendur ekki við skuldbindingar sínar gagnvart íbúum bæjarins. „Þetta er vandi sem kemur í sveiflum. Við höfum verið að skoða þetta innan bæjarkerfisins. Við sjáum vandann og við þurfum að vega og meta hvað sé best að gera til að mæta þörfum íbúa,“ segir Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar.Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs AkureyrarSamkvæmt upplýsingum frá Akureyrarbæ var öllum börnum sem fædd eru frá janúar til mars árið 2015 boðið pláss á leikskóla nú í haust. Þau börn sem fædd eru síðar komast ekki á leikskóla fyrr en haustið 2017 nema að pláss losni af öðrum ástæðum fyrr. Mikil óánægja er meðal foreldra sem aðeins fá níu mánaða fæðingarorlof, að annað foreldrið þurfi að vera heima við í langan tíma launalaust á meðan beðið er eftir plássi. Guðmundur Baldvin segir leikskólaplássið ekki vera sprungið. „Plássið er til staðar. Þetta er hins vegar spurning um fjármagnið sem veitt er í málaflokkinn. En það eru sveiflur í þessu og við þurfum að vega og meta hvað er best að gera í stöðunni.“Þórunn Anna Elíasdóttir, íbúi á Akureyri.Þórunn Anna Elíasdóttir, móðir barns sem fætt er 2015, segir stöðuna óásættanlega. „Þessa stöðu er ekki hægt að sætta sig við til lengdar. Ég hef óskað eftir fundi með formanni bæjarráðs og bæjarstjóra vegna málsins. Margir foreldrar eru áhyggjufullir þar sem þetta gæti haft mikil neikvæð áhrif á heimilisbókhaldið hjá mörgum fjölskyldum,“ segir Þórunn Anna. Miklar breytingar eru áformaðar í leikskólamálum á Akureyri á næstu misserum. Loka á tveimur rótgrónum leikskólum í bænum og stendur til að byggja nýjan leikskóla við Glerárskóla norðarlega í bænum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Börn á Akureyri fædd í apríl árið 2015 gætu fengið leikskólapláss í ágúst á næsta ári, þá rúmlega tveggja ára gömul. Fullt er hjá öllum dagforeldrum bæjarins og foreldrar standa því ráðalausir og launalausir heima við og komast ekki til vinnu þegar fæðingarorlofi lýkur. Akureyrarbær skuldbindur sig til þess að taka öll börn inn á leikskóla á öðru ári þeirra. Ljóst er samkvæmt þessu að bærinn stendur ekki við skuldbindingar sínar gagnvart íbúum bæjarins. „Þetta er vandi sem kemur í sveiflum. Við höfum verið að skoða þetta innan bæjarkerfisins. Við sjáum vandann og við þurfum að vega og meta hvað sé best að gera til að mæta þörfum íbúa,“ segir Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar.Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs AkureyrarSamkvæmt upplýsingum frá Akureyrarbæ var öllum börnum sem fædd eru frá janúar til mars árið 2015 boðið pláss á leikskóla nú í haust. Þau börn sem fædd eru síðar komast ekki á leikskóla fyrr en haustið 2017 nema að pláss losni af öðrum ástæðum fyrr. Mikil óánægja er meðal foreldra sem aðeins fá níu mánaða fæðingarorlof, að annað foreldrið þurfi að vera heima við í langan tíma launalaust á meðan beðið er eftir plássi. Guðmundur Baldvin segir leikskólaplássið ekki vera sprungið. „Plássið er til staðar. Þetta er hins vegar spurning um fjármagnið sem veitt er í málaflokkinn. En það eru sveiflur í þessu og við þurfum að vega og meta hvað er best að gera í stöðunni.“Þórunn Anna Elíasdóttir, íbúi á Akureyri.Þórunn Anna Elíasdóttir, móðir barns sem fætt er 2015, segir stöðuna óásættanlega. „Þessa stöðu er ekki hægt að sætta sig við til lengdar. Ég hef óskað eftir fundi með formanni bæjarráðs og bæjarstjóra vegna málsins. Margir foreldrar eru áhyggjufullir þar sem þetta gæti haft mikil neikvæð áhrif á heimilisbókhaldið hjá mörgum fjölskyldum,“ segir Þórunn Anna. Miklar breytingar eru áformaðar í leikskólamálum á Akureyri á næstu misserum. Loka á tveimur rótgrónum leikskólum í bænum og stendur til að byggja nýjan leikskóla við Glerárskóla norðarlega í bænum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira