Ögmundur skipaður í samráðshóp um endurskoðun búvörulaga Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. nóvember 2016 10:48 Ögmundur Jónasson er fyrrum þingmaður Vinstri grænna. vísir/vilhelm Í samræmi við ákvæði nýrra búvörulaga hefur nú verið fullskipaður samráðshópur um endurskoðun búvörulaga. Í hópnum eru sex karlar og sex konur og á hópurinn að hafa lokið störfum fyrir lok árs 2018. Athygli vekur að einn þeirra sem á sæti í samráðshópnum er Ögmundur Jónasson, fyrrum þingmaður Vinstri grænna. Ögmundur var skipaður af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Ögmundur segist í samtali við Vísi vilja skoða málið af yfirvegun. „Ég vil bara fyrst og fremst setjast yfir málin og skoða þau sjónarmið sem fram hafa verið sett. Ég geng ekki að þessu með neinar fyrirfram ákveðnar lausnir í þeim efnum,“ segir Ögmundur. „Eins og menn kannski þekkja þá hef ég viljað standa vörð um íslenskan landbúnað og er ekki talsmaður þess að fara einhver heljarstökk í þeim efnum. En ég vil einfaldlega bara skoða þau sjónarmið sem fram hafa komið og setjast yfir þessi mál á málefnalegan og yfirvegaðan hátt.“ Ögmundur segist ekki hafa áhyggjur af vinnunni framundan, jafnvel þó að afgreiðsla búvörulaga hafi vrið mjög umdeild. „Ég er mjög áhyggjulítill. Ég vil bara skoða þetta af yfirvegun og róleghetum og það er það sem kannski þessu umræða þurfti á að halda öðru fremur. Þetta var gert undir þinglok undir svona miklu tímapressu mikilli og ég held að það hafi að vissu leyti haft áhrif á þessa umræðu. En ég er talsmaður fyrst og fremst yfirvegunar og þess að skoða málin á málefnalegan hátt.“ Í samráðshópnum eiga sæti: Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir formaður, skipuð af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti Róbert Farestveit, tilnefndur af Alþýðusambandi Íslands Helga Jónsdóttir, tilnefnd af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja Sindri Sigurgeirsson, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands Björgvin Jón Bjarnason, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands Elín Heiða Valsdóttir, tilnefnd af Bændasamtökum Íslands Ólafur Arnarson, tilnefndur af Neytendasamtökunum Andrés Magnússon, tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins Elín Margrét Stefánsdóttir, skipuð af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti Jóna Björg Hlöðversdóttir, skipuð af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti Björg Bjarnadóttir, skipuð af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti Ögmundur Jónasson, skipaður af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Í samræmi við ákvæði nýrra búvörulaga hefur nú verið fullskipaður samráðshópur um endurskoðun búvörulaga. Í hópnum eru sex karlar og sex konur og á hópurinn að hafa lokið störfum fyrir lok árs 2018. Athygli vekur að einn þeirra sem á sæti í samráðshópnum er Ögmundur Jónasson, fyrrum þingmaður Vinstri grænna. Ögmundur var skipaður af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Ögmundur segist í samtali við Vísi vilja skoða málið af yfirvegun. „Ég vil bara fyrst og fremst setjast yfir málin og skoða þau sjónarmið sem fram hafa verið sett. Ég geng ekki að þessu með neinar fyrirfram ákveðnar lausnir í þeim efnum,“ segir Ögmundur. „Eins og menn kannski þekkja þá hef ég viljað standa vörð um íslenskan landbúnað og er ekki talsmaður þess að fara einhver heljarstökk í þeim efnum. En ég vil einfaldlega bara skoða þau sjónarmið sem fram hafa komið og setjast yfir þessi mál á málefnalegan og yfirvegaðan hátt.“ Ögmundur segist ekki hafa áhyggjur af vinnunni framundan, jafnvel þó að afgreiðsla búvörulaga hafi vrið mjög umdeild. „Ég er mjög áhyggjulítill. Ég vil bara skoða þetta af yfirvegun og róleghetum og það er það sem kannski þessu umræða þurfti á að halda öðru fremur. Þetta var gert undir þinglok undir svona miklu tímapressu mikilli og ég held að það hafi að vissu leyti haft áhrif á þessa umræðu. En ég er talsmaður fyrst og fremst yfirvegunar og þess að skoða málin á málefnalegan hátt.“ Í samráðshópnum eiga sæti: Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir formaður, skipuð af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti Róbert Farestveit, tilnefndur af Alþýðusambandi Íslands Helga Jónsdóttir, tilnefnd af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja Sindri Sigurgeirsson, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands Björgvin Jón Bjarnason, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands Elín Heiða Valsdóttir, tilnefnd af Bændasamtökum Íslands Ólafur Arnarson, tilnefndur af Neytendasamtökunum Andrés Magnússon, tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins Elín Margrét Stefánsdóttir, skipuð af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti Jóna Björg Hlöðversdóttir, skipuð af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti Björg Bjarnadóttir, skipuð af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti Ögmundur Jónasson, skipaður af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira