Innlent

Styrkur svifryks fer yfir sólarhringsmörk í Reykjavík

Atli Ísleifsson skrifar
Svifryksmengun er mest í nágrenni við miklar umferðargötur en minni mengun er inn í íbúðarhverfum fjær umferð.
Svifryksmengun er mest í nágrenni við miklar umferðargötur en minni mengun er inn í íbúðarhverfum fjær umferð. vísir/gva
Líklegt er að styrkur svifryks fari yfir sólarhringsmörk við mælistöð við Grensásveg í Reykjavík í dag. Vindur er hægur, götur þurrar og litlar líkur á úrkomu fyrr en eftir miðnætti.

Klukkan 11:30 var hálftímagildi svifryks við mælistöðina á Grensásvegi 67, 45 míkrógrömm á rúmmetra en sólarhrings heilsuverndarmörkin eru 50 míkrógrömm á rúmmetra, segir í tilkynningu frá borginni.

„Bent skal á að svifryksmengun er mest í nágrenni við miklar umferðargötur en minni mengun er inn í íbúðarhverfum fjær umferð.  Í hægum vindi þyrlast ryk upp af götum og má búast við toppum í svifryksmengun á umferðarálagstímum á morgnanna, í hádeginu og í eftirmiðdaginn.

Hægt er að fylgjast með styrk svifryks á www.reykjavik.is/loftgaedi en þar má sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík m.a. mælistöð á Grensásvegi. Loftgæðafarstöðvar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur er að þessu sinni staðsettar annars vegar við Rofabæ og hins vegar á lóð leikskólans Grænuborgar við Eiríksgötu,“ segir í tilkynningunni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.