Fimm ára börn fengu að aka traktorum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. nóvember 2016 07:00 Þeir yngstu voru aðeins börn að aldri þegar þeir fengu fyrst að stýra dráttarvél. LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR/KRISTJÁN Á. EINARSSON Tæplega annar hver núlifandi Íslendingur, átján ára eða eldri, var sendur í sveit. Langflestum líkaði vistin þar vel en mesta heimþrá fengu þeir sem bjuggu við erfiðustu aðstæðurnar heima fyrir. Þetta er meðal niðurstaðna úr rannsókn Jónínu Einarsdóttur, prófessors í mannfræði, á siðnum að senda börn í sveit. Rannsóknin var gerð með því að taka viðtöl við fólk á öllum aldri en elsti þátttakandinn er fæddur 1917 en sá yngsti árið 1994. „Við spurðum um uppeldisaðstæður, fjárhagsstöðu miðað við aðra og hvort þátttakendur hefðu verið þægir eða ódælir sem börn,“ segir Jónína. Að auki var spurt um hvernig minningar fólk á frá þessum tíma og hvað þeim finnst um siðinn. Niðurstaðan úr því var að um níu af hverjum tíu væru jákvæðir í garð hans.Jónína Einarsdóttir, mannfræðingurvísir/eyþór„Það var nokkuð sláandi að sjá að þeir sem mesta heimþrá höfðu komu af erfiðustu heimilunum,“ segir Jónína. „Það hljómar mótsagnakennt en þeir aðilar höfðu oft áhyggjur af ástandinu heima fyrir á meðan á dvöl stóð.“ Jónína segir að útlit sé fyrir að siðurinn hafi haldið sér nokkuð vel og enn sé stór hluti barna sem sé sendur í sveit á einhverjum tímapunkti. „Lengd vistarinnar er hins vegar önnur nú en áður. Áður fóru krakkar stundum í kringum sauðburð og komu ekki fyrr en eftir réttir. Nú fara krakkar síðar og koma fyrr til baka. Þar hafa bættar samgöngur og annað hugarfar gagnvart skóla eitthvað að segja.“ Í viðtölunum var einnig spurt hvort fólk hefði fengið að aka dráttarvélum. Meðal niðurstaðna þar var að börn allt niður í fimm ára aldur hefðu fengið að aka dráttarvél. „Það voru harðar deilur á sjötta og sjöunda áratugnum um hvort setja ætti lágmarksaldur á þessar vélar. Lengi vel var það ekki gert því talið var að það myndi takmarka aðgang bænda að vinnuafli,“ segir Jónína. Rannsóknin var til umfjöllunar á Þjóðarspeglinum í Háskóla Íslands á dögunum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Tæplega annar hver núlifandi Íslendingur, átján ára eða eldri, var sendur í sveit. Langflestum líkaði vistin þar vel en mesta heimþrá fengu þeir sem bjuggu við erfiðustu aðstæðurnar heima fyrir. Þetta er meðal niðurstaðna úr rannsókn Jónínu Einarsdóttur, prófessors í mannfræði, á siðnum að senda börn í sveit. Rannsóknin var gerð með því að taka viðtöl við fólk á öllum aldri en elsti þátttakandinn er fæddur 1917 en sá yngsti árið 1994. „Við spurðum um uppeldisaðstæður, fjárhagsstöðu miðað við aðra og hvort þátttakendur hefðu verið þægir eða ódælir sem börn,“ segir Jónína. Að auki var spurt um hvernig minningar fólk á frá þessum tíma og hvað þeim finnst um siðinn. Niðurstaðan úr því var að um níu af hverjum tíu væru jákvæðir í garð hans.Jónína Einarsdóttir, mannfræðingurvísir/eyþór„Það var nokkuð sláandi að sjá að þeir sem mesta heimþrá höfðu komu af erfiðustu heimilunum,“ segir Jónína. „Það hljómar mótsagnakennt en þeir aðilar höfðu oft áhyggjur af ástandinu heima fyrir á meðan á dvöl stóð.“ Jónína segir að útlit sé fyrir að siðurinn hafi haldið sér nokkuð vel og enn sé stór hluti barna sem sé sendur í sveit á einhverjum tímapunkti. „Lengd vistarinnar er hins vegar önnur nú en áður. Áður fóru krakkar stundum í kringum sauðburð og komu ekki fyrr en eftir réttir. Nú fara krakkar síðar og koma fyrr til baka. Þar hafa bættar samgöngur og annað hugarfar gagnvart skóla eitthvað að segja.“ Í viðtölunum var einnig spurt hvort fólk hefði fengið að aka dráttarvélum. Meðal niðurstaðna þar var að börn allt niður í fimm ára aldur hefðu fengið að aka dráttarvél. „Það voru harðar deilur á sjötta og sjöunda áratugnum um hvort setja ætti lágmarksaldur á þessar vélar. Lengi vel var það ekki gert því talið var að það myndi takmarka aðgang bænda að vinnuafli,“ segir Jónína. Rannsóknin var til umfjöllunar á Þjóðarspeglinum í Háskóla Íslands á dögunum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira