Settist ölvaður undir stýri en var sýknaður af ákæru um ölvunarakstur Anton Egilsson skrifar 3. nóvember 2016 19:10 Héraðsdómur Reykjaness. Vísir/Valli Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað karlmann sem ákærður var fyrir að hafa í desember síðastliðnum ekið bifreið sinni undir áhrifum áfengis á bílastæði Smáralindar. Það þótti hvorki sannað að maðurinn hefði ræst bifreiðina né ekið henni í umrætt sinn. Í skýrslu lögreglu segir að þeim hafi borist tilkynningu um að maðurinn sæti hugsanlega ölvaður undir stýri í bifreið sinni við Smáralind. Lögregla hafði upp á bifreiðinni en hún stóð óhögguð á efra bílaplani Smáralindar. Í henni sat maðurinn ásamt tveimur ungum sonum sínum. Maðurinn hafi verið áberandi ölvaður og læst hurð bifreiðarinnar og ekki orðið við skipunum lögreglu um að drepa á bifreiðinni og opna. Öðrum lögreglumanninum hafi hins vegar tekist að opna bílstjórahurðina og hafi hann skipað manninum að stíga út en hann neitað. Fór svo að maðurinn var dreginn út úr bifreiðinni og hann handtekinn.Nokkuð eftir sig eftir „þeytivinduna“ í SkemmtigarðinumVið yfirheyrslur neitaði maðurinn því að hafa ekið bifreiðinni í umrætt sinn, þá kvaddi hann eldri son sinn hafa startað bílnum. Maðurinn hafði fyrr um kvöldið farið ásamt sonum sínum í Smáralind en þar hafi þeir fengið sér að borða. Þar hafi hann fengið sér tvo til þrjá bjóra með matnum og verið gæti að þeir hafi verið fjórir. Hann hafi ekki fundið fyrir miklum áfengisáhrifum. Eftir þetta hafi þeir feðgar ákveðið að fara í bíó og keypt bíómiða á sýningu í Smáralind um áttaleytið en áður hafi þeir farið í Skemmtigarðinn í Smáralind, meðal annars í „þeytivinduna“ og kvaðst ákærði hafa orðið nokkuð eftir sig eftir það.Fóru út í bíl til að hlusta á tónlist Eldri drengurinn hans hefði síðan viljað fara út í bíl að hlusta á tónlist, enda séu góðar græjur í bílnum, og strákurinn fengið afhenta lyklana af bílnum. Hann hafi farið á undan og taldi maðurinn að að eldri drengurinn hafi sett bíllykilinn í skránna og þar með startað bílnum. Ekki hafi hann gert það sjálfur. Vitni sagðist hafa séð manninn aka bifreiðinni en það var á öndverðum meiði við það sem lögregla sagði í skýrslu eftir að hafa rannsakað málið. Dómurinn taldi það ekki hafið yfir allan skynsamlegan vafa að maðurinn hafi ekið bifreiðinni í umrætt sinn. Var hann því sýknaður af ákæru málsins. Hér má lesa dóm Héraðsdóms Reykjaness í heild sinni. Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað karlmann sem ákærður var fyrir að hafa í desember síðastliðnum ekið bifreið sinni undir áhrifum áfengis á bílastæði Smáralindar. Það þótti hvorki sannað að maðurinn hefði ræst bifreiðina né ekið henni í umrætt sinn. Í skýrslu lögreglu segir að þeim hafi borist tilkynningu um að maðurinn sæti hugsanlega ölvaður undir stýri í bifreið sinni við Smáralind. Lögregla hafði upp á bifreiðinni en hún stóð óhögguð á efra bílaplani Smáralindar. Í henni sat maðurinn ásamt tveimur ungum sonum sínum. Maðurinn hafi verið áberandi ölvaður og læst hurð bifreiðarinnar og ekki orðið við skipunum lögreglu um að drepa á bifreiðinni og opna. Öðrum lögreglumanninum hafi hins vegar tekist að opna bílstjórahurðina og hafi hann skipað manninum að stíga út en hann neitað. Fór svo að maðurinn var dreginn út úr bifreiðinni og hann handtekinn.Nokkuð eftir sig eftir „þeytivinduna“ í SkemmtigarðinumVið yfirheyrslur neitaði maðurinn því að hafa ekið bifreiðinni í umrætt sinn, þá kvaddi hann eldri son sinn hafa startað bílnum. Maðurinn hafði fyrr um kvöldið farið ásamt sonum sínum í Smáralind en þar hafi þeir fengið sér að borða. Þar hafi hann fengið sér tvo til þrjá bjóra með matnum og verið gæti að þeir hafi verið fjórir. Hann hafi ekki fundið fyrir miklum áfengisáhrifum. Eftir þetta hafi þeir feðgar ákveðið að fara í bíó og keypt bíómiða á sýningu í Smáralind um áttaleytið en áður hafi þeir farið í Skemmtigarðinn í Smáralind, meðal annars í „þeytivinduna“ og kvaðst ákærði hafa orðið nokkuð eftir sig eftir það.Fóru út í bíl til að hlusta á tónlist Eldri drengurinn hans hefði síðan viljað fara út í bíl að hlusta á tónlist, enda séu góðar græjur í bílnum, og strákurinn fengið afhenta lyklana af bílnum. Hann hafi farið á undan og taldi maðurinn að að eldri drengurinn hafi sett bíllykilinn í skránna og þar með startað bílnum. Ekki hafi hann gert það sjálfur. Vitni sagðist hafa séð manninn aka bifreiðinni en það var á öndverðum meiði við það sem lögregla sagði í skýrslu eftir að hafa rannsakað málið. Dómurinn taldi það ekki hafið yfir allan skynsamlegan vafa að maðurinn hafi ekið bifreiðinni í umrætt sinn. Var hann því sýknaður af ákæru málsins. Hér má lesa dóm Héraðsdóms Reykjaness í heild sinni.
Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira