Skemmtiferðaskip streyma á Siglufjörð Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. nóvember 2016 07:00 Ólafur Haukur Kárason, formaður hafnarstjórnar Fjallabyggðar. Mynd/Baldi Kára „Þetta er allt á mikilli uppleið,“ segir Ólafur Haukur Kárason, formaður hafnarstjórnar Fjallabyggðar, sem fagnaði á síðasta fundi sínum mikilli fjölgun skemmtiferðaskipa sem koma til Siglufjarðar. Þegar hafa 33 skemmtiferðaskip bókað sig til Siglufjarðar næsta sumar. Ólafur segir að undanfarin ár hafi um tuttugu skip komið þangað árlega. Í ár voru þau þó aðeins fjórtán enda miklar hafnarframkvæmdir í gangi. „Við höfum verið að bæta aðstöðuna til að taka á móti svona stórum skipum og það er strax farið að skila sér í bókunum,“ segir Ólafur. Að sögn Ólafs koma skemmtiferðaskipin yfirleitt snemma að morgni til Siglufjarðar og láta síðan úr höfn síðdegis. „Þetta er yfirleitt samtvinnað Síldarminjasafninu og sýningu þar. Þetta er samstarf allra þjónustuaðila í bænum,“ segir hann. Skemmtiferðaskipin eru mikil innspýting fyrir Siglufjörð. „Og hún mun bara aukast,,“ segir Ólafur. Um fimm þúsund manns koma með skemmtiferðaskipum til Siglufjarðar næsta sumar miðað við bókanir sem þegar eru komnar. Enn sem komið er hafa þetta verið skip af minni gerðinni en það er að breytast. „Þetta hafa ekki verið allra stærstu skipin en við erum farin að sjá þau bóka sig fyrir 2018. Það eru allt að tvö hundruð metra skip sem geta komið þá,“ upplýsir Ólafur. Bæjarbúar séu vanir að taka á móti miklum fjölda og geti vel tekið á móti skipum með yfir eitt þúsund farþega. Aðspurður segir Ólafur farþega skemmtiferðaskipanna vera mjög ánægða með heimsókn á Siglufjörð. „Enda eru þessir aðilar sem reka þessi skip búnir að kynna sér allt, þeir eru ekkert að senda hingað farþega nema vegna þess að þeir vita að hér eru innviðirnir í lagi til að taka á móti fólki.“ Farþegarnir sem koma í land fara á veitingastaði og versla í bænum. „Svo fara þeir í fjallgöngu eða í aðra afþreyingu sem er í boði,“ segir Ólafur, sem kveður þjónustustigið í sveitarfélaginu afar hátt miðað við að þar búi aðeins rúmlega 2.100 manns. „Það eru milli tíu og fimmtán veitingastaðir og annað eins af vínveitingastöðum.“ Ólafur segir ferðamönnum almennt hafa fjölgað gríðarlega í Fjallabyggð, bæði á Siglufirði og á Ólafsfirði. Þar hafi Héðinsfjarðargöngin skipt höfuðmáli. „Sú aðgerð er búin að sanna sig og við erum búnir að snúa vörn í sókn.“ Þess má geta að áætlað er að meira en 50 skemmtiferðaskip komi til Vestmannaeyja næsta sumar. „Ljóst er að vandamál geta skapast í starfsemi hafnarinnar þegar fjöldi skemmtiferðaskipa er orðinn slíkur sem stefnir í,“ bókaði bæjarráð Vestmannaeyja eftir kynningu frá hafnsögumanni bæjarins. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
„Þetta er allt á mikilli uppleið,“ segir Ólafur Haukur Kárason, formaður hafnarstjórnar Fjallabyggðar, sem fagnaði á síðasta fundi sínum mikilli fjölgun skemmtiferðaskipa sem koma til Siglufjarðar. Þegar hafa 33 skemmtiferðaskip bókað sig til Siglufjarðar næsta sumar. Ólafur segir að undanfarin ár hafi um tuttugu skip komið þangað árlega. Í ár voru þau þó aðeins fjórtán enda miklar hafnarframkvæmdir í gangi. „Við höfum verið að bæta aðstöðuna til að taka á móti svona stórum skipum og það er strax farið að skila sér í bókunum,“ segir Ólafur. Að sögn Ólafs koma skemmtiferðaskipin yfirleitt snemma að morgni til Siglufjarðar og láta síðan úr höfn síðdegis. „Þetta er yfirleitt samtvinnað Síldarminjasafninu og sýningu þar. Þetta er samstarf allra þjónustuaðila í bænum,“ segir hann. Skemmtiferðaskipin eru mikil innspýting fyrir Siglufjörð. „Og hún mun bara aukast,,“ segir Ólafur. Um fimm þúsund manns koma með skemmtiferðaskipum til Siglufjarðar næsta sumar miðað við bókanir sem þegar eru komnar. Enn sem komið er hafa þetta verið skip af minni gerðinni en það er að breytast. „Þetta hafa ekki verið allra stærstu skipin en við erum farin að sjá þau bóka sig fyrir 2018. Það eru allt að tvö hundruð metra skip sem geta komið þá,“ upplýsir Ólafur. Bæjarbúar séu vanir að taka á móti miklum fjölda og geti vel tekið á móti skipum með yfir eitt þúsund farþega. Aðspurður segir Ólafur farþega skemmtiferðaskipanna vera mjög ánægða með heimsókn á Siglufjörð. „Enda eru þessir aðilar sem reka þessi skip búnir að kynna sér allt, þeir eru ekkert að senda hingað farþega nema vegna þess að þeir vita að hér eru innviðirnir í lagi til að taka á móti fólki.“ Farþegarnir sem koma í land fara á veitingastaði og versla í bænum. „Svo fara þeir í fjallgöngu eða í aðra afþreyingu sem er í boði,“ segir Ólafur, sem kveður þjónustustigið í sveitarfélaginu afar hátt miðað við að þar búi aðeins rúmlega 2.100 manns. „Það eru milli tíu og fimmtán veitingastaðir og annað eins af vínveitingastöðum.“ Ólafur segir ferðamönnum almennt hafa fjölgað gríðarlega í Fjallabyggð, bæði á Siglufirði og á Ólafsfirði. Þar hafi Héðinsfjarðargöngin skipt höfuðmáli. „Sú aðgerð er búin að sanna sig og við erum búnir að snúa vörn í sókn.“ Þess má geta að áætlað er að meira en 50 skemmtiferðaskip komi til Vestmannaeyja næsta sumar. „Ljóst er að vandamál geta skapast í starfsemi hafnarinnar þegar fjöldi skemmtiferðaskipa er orðinn slíkur sem stefnir í,“ bókaði bæjarráð Vestmannaeyja eftir kynningu frá hafnsögumanni bæjarins. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira