Innlent

Kostar að leggja bíl við Sólfarið

Benedikt Bóas Hinriksson skrifar
Bílastæði við Sólfarið
Bílastæði við Sólfarið
Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að bílastæði við Sólfarið við Sæbraut verði gjaldskyld. Kosta mun 275 krónur á klukkustund að leggja þar frá klukkan níu til átján virka daga og frá klukkan tíu til sextán á laugardögum. Stæðin við listaverk Jóns Gunnars Árnasonar hafa hingað til verið gjaldfrjáls.

Í greinargerð Kolbrúnar Jónatansdóttur, framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs, segir að mikið hafi borið á að bílum væri lagt við Sólfarið í lengri tíma þannig að erfitt sé fyrir þá sem komi í skoðunarferðir að fá bílastæði. Átján stæði eru við Sólfarið.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×