Mun áfram snarast eftir Snöru þrátt fyrir hrakfarirnar á Gunnólfsvíkurfjalli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. nóvember 2016 14:36 Reimar á syllunni á Gunnólfsvíkurfjalli í gær. Mynd/Tryggvi Þórðarson Reimar Sigurjónsson, bóndi á Felli í Bakkafirði, sem komst í hann krappan í gær þegar hann komst í sjálfheldu á klettasyllu á Gunnólfsvíkurfjalli í gær við leit að kindum segist hvergi banginn og mun halda áfram að elta uppi ærnar á fjöllum. Hann muni þó gera það með öðruvísi hugarfari. „Fyrir mér var þetta eiginlega ævintýri,“ segir Reimar í samtali við Vísi, þakklátur öllum sem komu að björgun hans. Hvort sem var af sjó eða landi. Reimar hafði séð ánni Snöru bregða fyrir í fjallinu ásamt tveimur gimbrum en hann hafði fylgst með þeim í fjallinu undanfarnar vikur. Nú taldi hann lag að sækja þær. „Það átti heldur betur að grípa þær,“ segir Reimar sem fór út eftir ásamt konu sinni og hundum tveim. Gunnólfsvíkurfjall er í um fimm kílómetra fjarlægð frá Felli en hægt er að aka um þrjá kílómetra af fimm. Gunnólfsvíkurfjall er á Langanesi á Norðausturlandi.Mynd/Loftmyndir.is Eitt að fara upp og annað að fara niður „Svo þegar við komum út eftir og förum að smala þá ruglast þær í höfðinu, fara upp á syllurnar en því miður í ranga átt,“ segir Reimar sem fylgdi á eftir. „Ég vildi ekkert gefa mig og fór eftir þeim.“ Reimar sá færi á að koma sér af einni syllu upp á þá næstu þar sem kindurnar voru en sú reyndist alveg lokuð, þverhnípt bjarg á milli hans og kindanna. Þegar hann hugðist snúa við treysti hann sér ekki niður. Hann og hundarnir tveir hafi verið í sjálfheldu. „Það er eitt að fara upp og annað að fara niður.“Reimar lýsir aðstæðum í fjallinu þannig að þar séu snarbrattar skriður og klettasyllur. Hann var bæði með farsíma og gat rætt við konu sína með talstöð. Hann hringdi í Neyðarlínuna og lét vita af stöðu mála. Hann segist ekki hafa lent í því áður á lífsleiðinni að vera svo bjargarlaus.„Nei, en ég tel mig ekki hafa verið í hættu. Ég var pollrólegur.“Skipverjar á Geir frá Þórshöfn og Finnanum frá Bakkafirði lýstu upp fjallið á meðan björgunaraðgerðum stóð.Mynd/Tryggvi ÞórðarsonKnúsaði hundana sína Reimar var á syllunni í um fimmtán klukkustundir. Aðspurður hvort honum hafi ekki verið kalt segir hann logn hafa verið á syllunni mestan tímann. Þegar blés hafi hann fært sig upp að fjallinu. Þá hafi hann faðmað hundana að sér og haldið á sér hita þannig.Sérhæfðir fjallabjörgunarmenn komu Katli til bjargar í nótt og segir hann hafa verið magnað að fylgjast með fagmennsku þeirra. Alls komu á áttunda tug manna að aðgerðum. Þeirra á meðal lögreglumenn, björgunarsveitarmenn og skipverjar á Geir frá Þórshöfn og Finnanum frá Bakkafirði sem lýstu upp fjallið á meðan á aðgerðum stóð í niðamyrkri í nótt.„Þetta hefði verið illframkvæmanlegt án þeirra,“ segir Reimar sem vill koma á framfæri miklum þökkum til allra sem veittu honum aðstoð. Hann segir nokkra geðshræringu hafa verið á heimilinu þegar hann skilaði sér í hús, börnin verið fegin að sjá pabba sinn og svo grínast hann með að mesta furða hafi verið hve vel konan tók honum. Hann hafði náð nokkrum svefni þegar fréttamaður náði í hann á öðrum tímanum og sagði alla vera búna að jafna sig á ævintýrinu. Hann er þó ekki búinn að gefa upp von að finna ærnar, fyrrnefndar þrjár kindur og fleiri sem hafi ekki skilað sér í réttum í haust. Það sé þó alls ekki þannig að hann elti alltaf kindurnar þegar aðstæður séu erfiðar á fjalli.„Maður hefur oft snúið við á eftir kindum í fjallinu,“ segir Reimar sem er uppalinn á svæðinu og verið með búskap frá árinu 1992. Hann ætlar áfram að snarast eftir Snöru eins og hann orðar það. „Ég fer aftur en með aðeins öðru hugarfari.“ Tengdar fréttir Maður í sjálfheldu á Gunnólfsvíkurfjalli á Langanesi Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út manninum til aðstoðar. 6. nóvember 2016 18:33 Mjög erfiðar aðstæður í Gunnólfsvíkurfjalli Aðstæður á Gunnólfsvíkurfjalli á Langanesi þar sem maður er í sjálfheldu við fossinn míganda eru mjög erfiðar vegna myrkurs og snarbrattra hlíða fjallsins samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Þórshöfn. 7. nóvember 2016 00:01 Björgunin gekk vel miðað við aðstæður Maður sem lenti í sjálfheldu við fossinn Míganda var bjargað í morgun. 7. nóvember 2016 07:39 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Reimar Sigurjónsson, bóndi á Felli í Bakkafirði, sem komst í hann krappan í gær þegar hann komst í sjálfheldu á klettasyllu á Gunnólfsvíkurfjalli í gær við leit að kindum segist hvergi banginn og mun halda áfram að elta uppi ærnar á fjöllum. Hann muni þó gera það með öðruvísi hugarfari. „Fyrir mér var þetta eiginlega ævintýri,“ segir Reimar í samtali við Vísi, þakklátur öllum sem komu að björgun hans. Hvort sem var af sjó eða landi. Reimar hafði séð ánni Snöru bregða fyrir í fjallinu ásamt tveimur gimbrum en hann hafði fylgst með þeim í fjallinu undanfarnar vikur. Nú taldi hann lag að sækja þær. „Það átti heldur betur að grípa þær,“ segir Reimar sem fór út eftir ásamt konu sinni og hundum tveim. Gunnólfsvíkurfjall er í um fimm kílómetra fjarlægð frá Felli en hægt er að aka um þrjá kílómetra af fimm. Gunnólfsvíkurfjall er á Langanesi á Norðausturlandi.Mynd/Loftmyndir.is Eitt að fara upp og annað að fara niður „Svo þegar við komum út eftir og förum að smala þá ruglast þær í höfðinu, fara upp á syllurnar en því miður í ranga átt,“ segir Reimar sem fylgdi á eftir. „Ég vildi ekkert gefa mig og fór eftir þeim.“ Reimar sá færi á að koma sér af einni syllu upp á þá næstu þar sem kindurnar voru en sú reyndist alveg lokuð, þverhnípt bjarg á milli hans og kindanna. Þegar hann hugðist snúa við treysti hann sér ekki niður. Hann og hundarnir tveir hafi verið í sjálfheldu. „Það er eitt að fara upp og annað að fara niður.“Reimar lýsir aðstæðum í fjallinu þannig að þar séu snarbrattar skriður og klettasyllur. Hann var bæði með farsíma og gat rætt við konu sína með talstöð. Hann hringdi í Neyðarlínuna og lét vita af stöðu mála. Hann segist ekki hafa lent í því áður á lífsleiðinni að vera svo bjargarlaus.„Nei, en ég tel mig ekki hafa verið í hættu. Ég var pollrólegur.“Skipverjar á Geir frá Þórshöfn og Finnanum frá Bakkafirði lýstu upp fjallið á meðan björgunaraðgerðum stóð.Mynd/Tryggvi ÞórðarsonKnúsaði hundana sína Reimar var á syllunni í um fimmtán klukkustundir. Aðspurður hvort honum hafi ekki verið kalt segir hann logn hafa verið á syllunni mestan tímann. Þegar blés hafi hann fært sig upp að fjallinu. Þá hafi hann faðmað hundana að sér og haldið á sér hita þannig.Sérhæfðir fjallabjörgunarmenn komu Katli til bjargar í nótt og segir hann hafa verið magnað að fylgjast með fagmennsku þeirra. Alls komu á áttunda tug manna að aðgerðum. Þeirra á meðal lögreglumenn, björgunarsveitarmenn og skipverjar á Geir frá Þórshöfn og Finnanum frá Bakkafirði sem lýstu upp fjallið á meðan á aðgerðum stóð í niðamyrkri í nótt.„Þetta hefði verið illframkvæmanlegt án þeirra,“ segir Reimar sem vill koma á framfæri miklum þökkum til allra sem veittu honum aðstoð. Hann segir nokkra geðshræringu hafa verið á heimilinu þegar hann skilaði sér í hús, börnin verið fegin að sjá pabba sinn og svo grínast hann með að mesta furða hafi verið hve vel konan tók honum. Hann hafði náð nokkrum svefni þegar fréttamaður náði í hann á öðrum tímanum og sagði alla vera búna að jafna sig á ævintýrinu. Hann er þó ekki búinn að gefa upp von að finna ærnar, fyrrnefndar þrjár kindur og fleiri sem hafi ekki skilað sér í réttum í haust. Það sé þó alls ekki þannig að hann elti alltaf kindurnar þegar aðstæður séu erfiðar á fjalli.„Maður hefur oft snúið við á eftir kindum í fjallinu,“ segir Reimar sem er uppalinn á svæðinu og verið með búskap frá árinu 1992. Hann ætlar áfram að snarast eftir Snöru eins og hann orðar það. „Ég fer aftur en með aðeins öðru hugarfari.“
Tengdar fréttir Maður í sjálfheldu á Gunnólfsvíkurfjalli á Langanesi Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út manninum til aðstoðar. 6. nóvember 2016 18:33 Mjög erfiðar aðstæður í Gunnólfsvíkurfjalli Aðstæður á Gunnólfsvíkurfjalli á Langanesi þar sem maður er í sjálfheldu við fossinn míganda eru mjög erfiðar vegna myrkurs og snarbrattra hlíða fjallsins samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Þórshöfn. 7. nóvember 2016 00:01 Björgunin gekk vel miðað við aðstæður Maður sem lenti í sjálfheldu við fossinn Míganda var bjargað í morgun. 7. nóvember 2016 07:39 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Maður í sjálfheldu á Gunnólfsvíkurfjalli á Langanesi Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út manninum til aðstoðar. 6. nóvember 2016 18:33
Mjög erfiðar aðstæður í Gunnólfsvíkurfjalli Aðstæður á Gunnólfsvíkurfjalli á Langanesi þar sem maður er í sjálfheldu við fossinn míganda eru mjög erfiðar vegna myrkurs og snarbrattra hlíða fjallsins samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Þórshöfn. 7. nóvember 2016 00:01
Björgunin gekk vel miðað við aðstæður Maður sem lenti í sjálfheldu við fossinn Míganda var bjargað í morgun. 7. nóvember 2016 07:39