Mæting víða undir væntingum Vera Einarsdóttir skrifar 12. október 2016 11:30 Lára segir mögulega skýringu þess að konur mæti ekki í hópleit vera að þær séu einkennalausar. Hún bendir hins vegar á að krabbamein sé oft einkennalaust og þá sérstaklega á byrjunarstigi þegar auðveldast er að ráða við það. MYND/GVA Sextíu og átta prósent kvenna á aldrinum 40-69 ára mæta að meðaltali reglulega í brjóstamyndatöku hér á landi. 80% mæting væri ásættanlegri. Mætingin er mismunandi eftir landshlutum og hvað síst á höfuðborgarsvæðinu. Lára G. Sigurðardóttir læknir segir aðsókn í leitina taka kipp í kringum árvekniátök Krabbameinsfélagsins og að flestar konur séu ánægðar með síðustu skoðun. Mæting í skipulagða hópleit að brjóstakrabbameini sem konur á aldrinum 40-69 ára eru boðaðar í er mismunandi eftir landshlutum. Konur á Siglufirði, Ólafsfirði og Húsavík mæta best. Þar er hlutfallið í kringum 85 prósent. Konur í póstnúmeri 101, í Reykjanesbæ, póstnúmeri 111 og á Raufarhöfn eru á meðal þeirra sem mæta verst og er hlutfallið í sumum tilfellum vel undir 60 prósentum. Að meðaltali mæta 68 prósent kvenna á aldrinum 40-69 ára í reglulega leit. Þær mættu að sögn Láru G. Sigurðardóttur, læknis og fræðslustjóra Krabbameinsfélagsins, vera mun fleiri. Að sögn Láru segja um 80 prósent kvenna framtaksleysi og tímaskort vera ástæðu þess að þær mæti ekki í reglulega hópleit. „Þetta á bæði við um brjóstakrabbameins- og leghálskrabbameinsleitina. Þær gefa sér hreinlega ekki tíma. Mögulega er það vegna þess að þær eru ekki með nein einkenni en við viljum ekki síst fá einkennalausar konur,“ segir Lára og bendir á að krabbamein sé oft einkennalaust og þá sérstaklega á byrjunarstigi þegar auðveldast er að ráða við það.Flestar ánægðar Lára segir einhverjum konum vaxa skoðunin í augum en að það sé yfirleitt óþarfi. „Skoðunin sjálf tekur skamman tíma og er oftast án nokkurra óþæginda. Það eru teknar tvær röntgenmyndir af hvoru brjósti. Það fer svolítið eftir einstaklingum hversu langan tíma það tekur en að jafnaði eru þetta ekki nema fimm til tíu mínútur.“ Að sögn Láru eru 87 prósent þeirra kvenna sem mæta ánægðar með síðustu komu. Ef einhver breyting eða óregla finnst á myndinni er hringt í konuna og hún kölluð í ómskoðun. „Það fer svo eftir því hvað hún sýnir hvort gerð er ástunga eða ekki.“ Lára segir ekkert einfalt svar við því af hverju konur mæti misvel í leitina eftir landshlutum. „Á höfuðborgarsvæðinu er aðgengi að leitinni gott og kannski gerir nálægðin það að verkum að skoðuninni er slegið á frest. Konur sem hafa bara tök á því að fara í skoðun einu sinni á ári nota kannski tímann betur, þó ég geti ekkert fullyrt um það. Þá skýrist þetta mögulega að einhverju leyti af fjölda útlendinga í sumum hverfum,“ segir Lára en ítrekar að allar konur sem eru skráðar í þjóðskrá fái bréf.Umræða hefur áhrif á aðsókn Spurð að því hvort greina megi mun á aðsókn í hópleit í kringum árvekniátök Krabbameinsfélagsins segir Lára svo vera. „Yfirleitt eru símalínurnar rauðglóandi hjá okkur á meðan átak stendur yfir og mánuðina á eftir. Hún á það síðan til að dala og við virðumst alltaf þurfa að minna á. Eins koma fram nýjar kynslóðir sem nauðsynlegt er að ná til.“ Lára segir reynslusögur og tölulegar staðreyndir einna helst ýta við fólki. „Ef einhver sem hefur greinst ungur stígur fram, á fólk það til að koma til okkar og sömuleiðis ef einhver nákominn greinist.“Ekki hægt að skima fyrir öllu Lára segist oft fá þá spurningu hvort ekki sé bara hægt að skima fyrir öllu krabbameini í einu. „Það væri auðvitað óskandi og þó vísindamenn séu sífellt að leita nýrra leiða erum við því miður ekki komin á þann stað. Í raun eru það bara þrjú krabbamein sem skimað er fyrir en það eru leghálskrabbamein, brjóstakrabbamein og ristilkrabbamein. Nú þegar er skimað fyrir legháls- og brjóstakrabbameini hér á landi en til stendur að taka upp skipulagða ristilkrabbameinsleit eftir áramót. Í sumum löndum er svo skimað fyrir lungnakrabbameini hjá ungu fólki sem hefur reykt í meira en tuttugu ár en það er ekki gert hér á landi,“ upplýsir Lára. Hún segir krabbamein mjög flókinn sjúkdóm. „Þetta eru í raun um 200 mismunandi sjúkdómar sem hegða sér ólíkt á milli einstaklinga. Frumurnar hegða sér aldrei eins og horfur tveggja einstaklinga með sama krabbamein eru ekki endilega þær sömu.“ Nokkrar tegundir krabbameins eru algengari en aðrar og er að sögn Láru lögð mest áhersla á að finna aðferðir til að skima fyrir þeim. Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Sextíu og átta prósent kvenna á aldrinum 40-69 ára mæta að meðaltali reglulega í brjóstamyndatöku hér á landi. 80% mæting væri ásættanlegri. Mætingin er mismunandi eftir landshlutum og hvað síst á höfuðborgarsvæðinu. Lára G. Sigurðardóttir læknir segir aðsókn í leitina taka kipp í kringum árvekniátök Krabbameinsfélagsins og að flestar konur séu ánægðar með síðustu skoðun. Mæting í skipulagða hópleit að brjóstakrabbameini sem konur á aldrinum 40-69 ára eru boðaðar í er mismunandi eftir landshlutum. Konur á Siglufirði, Ólafsfirði og Húsavík mæta best. Þar er hlutfallið í kringum 85 prósent. Konur í póstnúmeri 101, í Reykjanesbæ, póstnúmeri 111 og á Raufarhöfn eru á meðal þeirra sem mæta verst og er hlutfallið í sumum tilfellum vel undir 60 prósentum. Að meðaltali mæta 68 prósent kvenna á aldrinum 40-69 ára í reglulega leit. Þær mættu að sögn Láru G. Sigurðardóttur, læknis og fræðslustjóra Krabbameinsfélagsins, vera mun fleiri. Að sögn Láru segja um 80 prósent kvenna framtaksleysi og tímaskort vera ástæðu þess að þær mæti ekki í reglulega hópleit. „Þetta á bæði við um brjóstakrabbameins- og leghálskrabbameinsleitina. Þær gefa sér hreinlega ekki tíma. Mögulega er það vegna þess að þær eru ekki með nein einkenni en við viljum ekki síst fá einkennalausar konur,“ segir Lára og bendir á að krabbamein sé oft einkennalaust og þá sérstaklega á byrjunarstigi þegar auðveldast er að ráða við það.Flestar ánægðar Lára segir einhverjum konum vaxa skoðunin í augum en að það sé yfirleitt óþarfi. „Skoðunin sjálf tekur skamman tíma og er oftast án nokkurra óþæginda. Það eru teknar tvær röntgenmyndir af hvoru brjósti. Það fer svolítið eftir einstaklingum hversu langan tíma það tekur en að jafnaði eru þetta ekki nema fimm til tíu mínútur.“ Að sögn Láru eru 87 prósent þeirra kvenna sem mæta ánægðar með síðustu komu. Ef einhver breyting eða óregla finnst á myndinni er hringt í konuna og hún kölluð í ómskoðun. „Það fer svo eftir því hvað hún sýnir hvort gerð er ástunga eða ekki.“ Lára segir ekkert einfalt svar við því af hverju konur mæti misvel í leitina eftir landshlutum. „Á höfuðborgarsvæðinu er aðgengi að leitinni gott og kannski gerir nálægðin það að verkum að skoðuninni er slegið á frest. Konur sem hafa bara tök á því að fara í skoðun einu sinni á ári nota kannski tímann betur, þó ég geti ekkert fullyrt um það. Þá skýrist þetta mögulega að einhverju leyti af fjölda útlendinga í sumum hverfum,“ segir Lára en ítrekar að allar konur sem eru skráðar í þjóðskrá fái bréf.Umræða hefur áhrif á aðsókn Spurð að því hvort greina megi mun á aðsókn í hópleit í kringum árvekniátök Krabbameinsfélagsins segir Lára svo vera. „Yfirleitt eru símalínurnar rauðglóandi hjá okkur á meðan átak stendur yfir og mánuðina á eftir. Hún á það síðan til að dala og við virðumst alltaf þurfa að minna á. Eins koma fram nýjar kynslóðir sem nauðsynlegt er að ná til.“ Lára segir reynslusögur og tölulegar staðreyndir einna helst ýta við fólki. „Ef einhver sem hefur greinst ungur stígur fram, á fólk það til að koma til okkar og sömuleiðis ef einhver nákominn greinist.“Ekki hægt að skima fyrir öllu Lára segist oft fá þá spurningu hvort ekki sé bara hægt að skima fyrir öllu krabbameini í einu. „Það væri auðvitað óskandi og þó vísindamenn séu sífellt að leita nýrra leiða erum við því miður ekki komin á þann stað. Í raun eru það bara þrjú krabbamein sem skimað er fyrir en það eru leghálskrabbamein, brjóstakrabbamein og ristilkrabbamein. Nú þegar er skimað fyrir legháls- og brjóstakrabbameini hér á landi en til stendur að taka upp skipulagða ristilkrabbameinsleit eftir áramót. Í sumum löndum er svo skimað fyrir lungnakrabbameini hjá ungu fólki sem hefur reykt í meira en tuttugu ár en það er ekki gert hér á landi,“ upplýsir Lára. Hún segir krabbamein mjög flókinn sjúkdóm. „Þetta eru í raun um 200 mismunandi sjúkdómar sem hegða sér ólíkt á milli einstaklinga. Frumurnar hegða sér aldrei eins og horfur tveggja einstaklinga með sama krabbamein eru ekki endilega þær sömu.“ Nokkrar tegundir krabbameins eru algengari en aðrar og er að sögn Láru lögð mest áhersla á að finna aðferðir til að skima fyrir þeim.
Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira