Sport

Ætlum að negla öll stökkin okkar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Úr keppninni í kvöld.
Úr keppninni í kvöld. mynd/steinunn anna svansdóttir
Íslenska stúlknalandsliðið verður á meðal keppenda í úrslitum á EM í hópfimleikum á föstudaginn.



Íslensku stelpurnar enduðu í 2. sæti í undankeppninni í kvöld. Þær fengu samtals 52,350 stig fyrir æfingar sínar, aðeins 0,50 stigum minna en Danir.

Stjörnustelpurnar Anna María Steingrímsdóttir og Tinna Ólafsdóttir voru ánægðar með hvernig til tókst en tóku þó fram að það væri rými til að bæta sig fyrir úrslitin.

„Þetta gekk mjög vel. Það eru nokkrir hlutir sem við getum lagað,“ sagði Anna María í samtali við Vísi eftir keppnina í kvöld.

„Það eru nokkrar lendingar og eitthvað í dansinum. Það er gott að hafa eitthvað að laga fyrir úrslitin,“ bætti hún við. Tinna tók í sama streng.

„Þetta er mjög fínt. Markmiðið var að vera í efstu þremur sætunum. Svo eru úrslitin á föstudaginn og við gerum bara enn betur þá,“ sagði Tinna. Hún segir að íslenska liðið stefni á að ná í verðlaun á föstudaginn.

„Við ætlum að njóta hvers einasta augnabliks og negla öll stökkin okkar. Við stefnum á fyrstu þrjú sætin og það yrði geggjað að enda í 1. sæti,“ sagði Tinna að endingu.


Tengdar fréttir

Blandaða liðið örugglega í úrslit

Blandað lið Íslands í unglingaflokki komst nú rétt í þessu áfram í úrslit á EM í hópfimleikum sem fer fram í Maribor í Slóveníu.

Fáránlega vel gert

Blandað lið Íslands í unglingaflokki fór örugglega áfram í úrslit á EM í hópfimleikum sem hófst í Maribor í Slóveníu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×