Gríðarlegur viðbúnaður þegar Gnúpur varð vélarvana Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. október 2016 19:30 Gríðarlegur viðbúnaður var þegar frystitogarinn Gnúpur varð vélarvana skammt frá Dyrhólaey í dag. Tæplega þrjátíu skipverjar voru um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitir voru kallaður út. Það var um klukkan níu í morgun sem að skipverjar á frystitogaranum Gnúp GK-11 höfðu samband við vaktstöð siglinga og óskuðu eftir aðstoð. Togarann Gnúp rak þá stjórnlaust í átt að fjöru skammt vestur af Dyrhólaey. Tuttugu og sjö skipverjar voru um borð. Þyrlu Landhelgisgæslunnar var strax flogið á staðinn og lögregla og björgunarsveitir voru kallaðar út. Fljótlega tókst skipverjum að koma akkeri út og þannig koma í veg fyrir að skipið ræki upp í fjöru. Togarinn Bergey frá Vestmannaeyjum var skammt undan og sigldi strax á staðinn. Vonir stóðu til Bergey gæti dregið Gnúp til Vestmannaeyja. Eftir að búið var að koma taug á milli skipanna tókst skipverjum á Gnúpi að gera við bilun í stjórnbúnaði og koma skipinu aftur í gang. „Þetta varð ekki eins slæmt eins og haldið var í fyrstu en það var allavega rokið af stað um leið og allir undirbúnir undir það versta,“ segir Walter Ehrat flugstjóri Landhelgisgæslunnar. „Það var töluverður viðbúnaður,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögegluþjónn á Hvolsvelli. Stefnt var að því í fyrstu að sigla skipinu aftur út á miðin en fljótlega varð þó ljóst að það þarfnaðist viðgerðar og var því siglt til Vestmannaeyja. Tilviljun réð því að fréttastofa flaug með Landhelgisgæslunni á staðinn. Þegar útkallið kom var fréttastofa að fara að fylgjast með áhöfn hennar afhenda börnum í Garðabæ bangsa fyrir Barnaheill. Verkefnisstjóri Barnaheilla var mættur með bangsann Blæ og tugi hjálparbangsa en allir eru þeir hluti af forvarnarverkefni gegn einelti. Bangsarnir komust hins vegar aldrei um borð í þyrluna þar sem áhöfn hennar þurfti að bregðast hratt við þega tilkynnt var að Gnúpur væri í vanda. „Það er oft lítið af upplýsingum þegar við leggjum af stað í verkefnin. Við erum ekkert kannski endilega að leitast eftir því heldur bara að komast af stað sem fyrst. Síðan er farið að vinna úr og fá meiri upplýsingar þegar það er búið að leggja af stað,“ segir Walter Ehrat hjá Landhelgisgæslunni. Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fleiri fréttir Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Sjá meira
Gríðarlegur viðbúnaður var þegar frystitogarinn Gnúpur varð vélarvana skammt frá Dyrhólaey í dag. Tæplega þrjátíu skipverjar voru um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitir voru kallaður út. Það var um klukkan níu í morgun sem að skipverjar á frystitogaranum Gnúp GK-11 höfðu samband við vaktstöð siglinga og óskuðu eftir aðstoð. Togarann Gnúp rak þá stjórnlaust í átt að fjöru skammt vestur af Dyrhólaey. Tuttugu og sjö skipverjar voru um borð. Þyrlu Landhelgisgæslunnar var strax flogið á staðinn og lögregla og björgunarsveitir voru kallaðar út. Fljótlega tókst skipverjum að koma akkeri út og þannig koma í veg fyrir að skipið ræki upp í fjöru. Togarinn Bergey frá Vestmannaeyjum var skammt undan og sigldi strax á staðinn. Vonir stóðu til Bergey gæti dregið Gnúp til Vestmannaeyja. Eftir að búið var að koma taug á milli skipanna tókst skipverjum á Gnúpi að gera við bilun í stjórnbúnaði og koma skipinu aftur í gang. „Þetta varð ekki eins slæmt eins og haldið var í fyrstu en það var allavega rokið af stað um leið og allir undirbúnir undir það versta,“ segir Walter Ehrat flugstjóri Landhelgisgæslunnar. „Það var töluverður viðbúnaður,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögegluþjónn á Hvolsvelli. Stefnt var að því í fyrstu að sigla skipinu aftur út á miðin en fljótlega varð þó ljóst að það þarfnaðist viðgerðar og var því siglt til Vestmannaeyja. Tilviljun réð því að fréttastofa flaug með Landhelgisgæslunni á staðinn. Þegar útkallið kom var fréttastofa að fara að fylgjast með áhöfn hennar afhenda börnum í Garðabæ bangsa fyrir Barnaheill. Verkefnisstjóri Barnaheilla var mættur með bangsann Blæ og tugi hjálparbangsa en allir eru þeir hluti af forvarnarverkefni gegn einelti. Bangsarnir komust hins vegar aldrei um borð í þyrluna þar sem áhöfn hennar þurfti að bregðast hratt við þega tilkynnt var að Gnúpur væri í vanda. „Það er oft lítið af upplýsingum þegar við leggjum af stað í verkefnin. Við erum ekkert kannski endilega að leitast eftir því heldur bara að komast af stað sem fyrst. Síðan er farið að vinna úr og fá meiri upplýsingar þegar það er búið að leggja af stað,“ segir Walter Ehrat hjá Landhelgisgæslunni.
Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fleiri fréttir Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Sjá meira