Erlent

Læknar náðu að aðskilja tvíbura sem voru samvaxnir á höfði

Birgir Olgeirsson skrifar
Bræðurnir Anais og Jadon ásamt foreldrum sínum fyrir aðgerðina.
Bræðurnir Anais og Jadon ásamt foreldrum sínum fyrir aðgerðina.
Bandarískir læknar hafa aðskilið þrettán mánaða gamla tvíbura sem voru samvaxnir á höfði. Bræðurnir heita Jadon og Anais McDonald sem þurftu fyrst að undirgangast sextán klukkustunda aðgerð þar sem þeir voru aðskildir en þurftu síðan að undirgangast nokkrar í viðbót þar sem læknar endurmótuðu höfuðkúpur þeirra.

Móðir drengjanna birti mynd af öðrum þeirra einu síns liðs í fyrsta skiptið á ævi hans eftir að þeir höfðu verið aðskildir. Bróðir hans Anais var þá enn þá í aðgerð.

Alls voru þetta um þrjátíu klukkustundir sem þurfti til að ljúka þessu verki, að aðskilja þá.

Móðir þeirra Nicole McDonald færði fregnir af bræðrunum á Facebook en þeir voru báðir komnir úr aðgerð um klukkan eitt eftir hádegi að staðartími í New York í dag, sem var um klukkan sex hér á Íslandi. 

 

Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Newsy um aðgerðina á tvíburunum:
Hér fyrir neðan má síðan sjá stöðuuppfærslur móður þeirra Nicole:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×