Jólaljósin lýsa upp skammdegið: „Af hverju ekki?“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. október 2016 07:30 Hjördís ásamt hundi sínum í upplýstri íbúðinni. vísir/eyþór Rúmlega tveir mánuðir eru nú til jóla en þrátt fyrir það má á stöku stað sjá jólaljós komin upp. Þeir sem hafa tekið forskot á sæluna hugsa þó meira um birtuna frá perunum heldur en skreytingar á þessum tímapunkti. „Ég er með smá ljós í gluggunum og aðeins úti á palli. Þetta eru mest megnis hvítar perur sem ég set upp þegar dimma tekur,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, íbúi í Flétturima í Grafarvogi, við Vísi. Hún kallar ljósin að eigin sögn haustljós. Í seríunum eru hvítar perur en Hjördís setur þær út í glugga þegar daginn tekur að stytta. Skömmu eftir að nóvember gengur í garð eru þær fjarlægðar úr gluggunum og rauðar jólaseríur settar í staðinn. „Ég hugsa bara, í mesta skammdeginu, af hverju ekki? Af hverju ekki að láta birtuna njóta sín og hafa bjart í kringum sig?“ segir Hjördís.Katla og Salka Ómarsdætur fyrir framan vel skreytt húsið.vísir/eyþór„Nágrannar mínir í næsta húsi grínuðust með það hvort það yrði ekki örugglega dimmer á þessu svo þeir gætu horft á sjónvarpið,“ segir Ómar R. Valdimarsson héraðsdómslögmaður. Skrautið er einnig komið á húsið hans. „Undanfarin ár hef ég verið í grimmri samkeppni við IKEA um það hvort seríurnar mínar fara upp á undan skrautinu þeirra og sjálfri jólageitinni. Í ár voru þeir örlítið á undan,“ segir Ómar. Skrautið á Ómar ekki sjálfur en hann í félagi við annan mann rekur fyrirtækið Garðlist. Á sumrin sér það um garðslátt og garðahreinsun en á öðrum árstímum um skreytingar á görðum og jólaskreytingar. Ljósin eru þaðan komin. „Ég hef fundið það að myrkrið fer alltaf ver í mann eftir því sem maður eldist og því fer þetta upp svona snemma. Skrautið fær síðan að lifa fram í janúar þegar daginn tekur að lengja á ný.“ Í fyrstu skiptin sem Ómar og fjölskylda hans gerði þetta bjó hann í Hlíðunum og perurnar voru eldri týpur. Þá tók hann eftir eilítilli hækkun á rafmagnsreikningum. Nú eru hins vegar LED-perur í seríunum auk þess að skreytingin er tímastillt á þann hátt að það kviknar á henni þegar rökkvar. „Jólin eru eiginlega allt í kringum mig. Konan mín, Margrét Ýr, er mikið jólabarn og í raun getin af tveimur jólabörnum,“ segir Ómar. Það vill nefnilega svo til að báðir tengdaforeldrar hans eru fæddir á aðfangadag. „Síðan er eldri bróðir minn fæddur á þeim degi líka.“ Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fréttaárið 2010: Morð og fjársvik Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Fleiri fréttir Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Sjá meira
Rúmlega tveir mánuðir eru nú til jóla en þrátt fyrir það má á stöku stað sjá jólaljós komin upp. Þeir sem hafa tekið forskot á sæluna hugsa þó meira um birtuna frá perunum heldur en skreytingar á þessum tímapunkti. „Ég er með smá ljós í gluggunum og aðeins úti á palli. Þetta eru mest megnis hvítar perur sem ég set upp þegar dimma tekur,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, íbúi í Flétturima í Grafarvogi, við Vísi. Hún kallar ljósin að eigin sögn haustljós. Í seríunum eru hvítar perur en Hjördís setur þær út í glugga þegar daginn tekur að stytta. Skömmu eftir að nóvember gengur í garð eru þær fjarlægðar úr gluggunum og rauðar jólaseríur settar í staðinn. „Ég hugsa bara, í mesta skammdeginu, af hverju ekki? Af hverju ekki að láta birtuna njóta sín og hafa bjart í kringum sig?“ segir Hjördís.Katla og Salka Ómarsdætur fyrir framan vel skreytt húsið.vísir/eyþór„Nágrannar mínir í næsta húsi grínuðust með það hvort það yrði ekki örugglega dimmer á þessu svo þeir gætu horft á sjónvarpið,“ segir Ómar R. Valdimarsson héraðsdómslögmaður. Skrautið er einnig komið á húsið hans. „Undanfarin ár hef ég verið í grimmri samkeppni við IKEA um það hvort seríurnar mínar fara upp á undan skrautinu þeirra og sjálfri jólageitinni. Í ár voru þeir örlítið á undan,“ segir Ómar. Skrautið á Ómar ekki sjálfur en hann í félagi við annan mann rekur fyrirtækið Garðlist. Á sumrin sér það um garðslátt og garðahreinsun en á öðrum árstímum um skreytingar á görðum og jólaskreytingar. Ljósin eru þaðan komin. „Ég hef fundið það að myrkrið fer alltaf ver í mann eftir því sem maður eldist og því fer þetta upp svona snemma. Skrautið fær síðan að lifa fram í janúar þegar daginn tekur að lengja á ný.“ Í fyrstu skiptin sem Ómar og fjölskylda hans gerði þetta bjó hann í Hlíðunum og perurnar voru eldri týpur. Þá tók hann eftir eilítilli hækkun á rafmagnsreikningum. Nú eru hins vegar LED-perur í seríunum auk þess að skreytingin er tímastillt á þann hátt að það kviknar á henni þegar rökkvar. „Jólin eru eiginlega allt í kringum mig. Konan mín, Margrét Ýr, er mikið jólabarn og í raun getin af tveimur jólabörnum,“ segir Ómar. Það vill nefnilega svo til að báðir tengdaforeldrar hans eru fæddir á aðfangadag. „Síðan er eldri bróðir minn fæddur á þeim degi líka.“
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fréttaárið 2010: Morð og fjársvik Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Fleiri fréttir Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Sjá meira