Jólaljósin lýsa upp skammdegið: „Af hverju ekki?“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. október 2016 07:30 Hjördís ásamt hundi sínum í upplýstri íbúðinni. vísir/eyþór Rúmlega tveir mánuðir eru nú til jóla en þrátt fyrir það má á stöku stað sjá jólaljós komin upp. Þeir sem hafa tekið forskot á sæluna hugsa þó meira um birtuna frá perunum heldur en skreytingar á þessum tímapunkti. „Ég er með smá ljós í gluggunum og aðeins úti á palli. Þetta eru mest megnis hvítar perur sem ég set upp þegar dimma tekur,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, íbúi í Flétturima í Grafarvogi, við Vísi. Hún kallar ljósin að eigin sögn haustljós. Í seríunum eru hvítar perur en Hjördís setur þær út í glugga þegar daginn tekur að stytta. Skömmu eftir að nóvember gengur í garð eru þær fjarlægðar úr gluggunum og rauðar jólaseríur settar í staðinn. „Ég hugsa bara, í mesta skammdeginu, af hverju ekki? Af hverju ekki að láta birtuna njóta sín og hafa bjart í kringum sig?“ segir Hjördís.Katla og Salka Ómarsdætur fyrir framan vel skreytt húsið.vísir/eyþór„Nágrannar mínir í næsta húsi grínuðust með það hvort það yrði ekki örugglega dimmer á þessu svo þeir gætu horft á sjónvarpið,“ segir Ómar R. Valdimarsson héraðsdómslögmaður. Skrautið er einnig komið á húsið hans. „Undanfarin ár hef ég verið í grimmri samkeppni við IKEA um það hvort seríurnar mínar fara upp á undan skrautinu þeirra og sjálfri jólageitinni. Í ár voru þeir örlítið á undan,“ segir Ómar. Skrautið á Ómar ekki sjálfur en hann í félagi við annan mann rekur fyrirtækið Garðlist. Á sumrin sér það um garðslátt og garðahreinsun en á öðrum árstímum um skreytingar á görðum og jólaskreytingar. Ljósin eru þaðan komin. „Ég hef fundið það að myrkrið fer alltaf ver í mann eftir því sem maður eldist og því fer þetta upp svona snemma. Skrautið fær síðan að lifa fram í janúar þegar daginn tekur að lengja á ný.“ Í fyrstu skiptin sem Ómar og fjölskylda hans gerði þetta bjó hann í Hlíðunum og perurnar voru eldri týpur. Þá tók hann eftir eilítilli hækkun á rafmagnsreikningum. Nú eru hins vegar LED-perur í seríunum auk þess að skreytingin er tímastillt á þann hátt að það kviknar á henni þegar rökkvar. „Jólin eru eiginlega allt í kringum mig. Konan mín, Margrét Ýr, er mikið jólabarn og í raun getin af tveimur jólabörnum,“ segir Ómar. Það vill nefnilega svo til að báðir tengdaforeldrar hans eru fæddir á aðfangadag. „Síðan er eldri bróðir minn fæddur á þeim degi líka.“ Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Sjá meira
Rúmlega tveir mánuðir eru nú til jóla en þrátt fyrir það má á stöku stað sjá jólaljós komin upp. Þeir sem hafa tekið forskot á sæluna hugsa þó meira um birtuna frá perunum heldur en skreytingar á þessum tímapunkti. „Ég er með smá ljós í gluggunum og aðeins úti á palli. Þetta eru mest megnis hvítar perur sem ég set upp þegar dimma tekur,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, íbúi í Flétturima í Grafarvogi, við Vísi. Hún kallar ljósin að eigin sögn haustljós. Í seríunum eru hvítar perur en Hjördís setur þær út í glugga þegar daginn tekur að stytta. Skömmu eftir að nóvember gengur í garð eru þær fjarlægðar úr gluggunum og rauðar jólaseríur settar í staðinn. „Ég hugsa bara, í mesta skammdeginu, af hverju ekki? Af hverju ekki að láta birtuna njóta sín og hafa bjart í kringum sig?“ segir Hjördís.Katla og Salka Ómarsdætur fyrir framan vel skreytt húsið.vísir/eyþór„Nágrannar mínir í næsta húsi grínuðust með það hvort það yrði ekki örugglega dimmer á þessu svo þeir gætu horft á sjónvarpið,“ segir Ómar R. Valdimarsson héraðsdómslögmaður. Skrautið er einnig komið á húsið hans. „Undanfarin ár hef ég verið í grimmri samkeppni við IKEA um það hvort seríurnar mínar fara upp á undan skrautinu þeirra og sjálfri jólageitinni. Í ár voru þeir örlítið á undan,“ segir Ómar. Skrautið á Ómar ekki sjálfur en hann í félagi við annan mann rekur fyrirtækið Garðlist. Á sumrin sér það um garðslátt og garðahreinsun en á öðrum árstímum um skreytingar á görðum og jólaskreytingar. Ljósin eru þaðan komin. „Ég hef fundið það að myrkrið fer alltaf ver í mann eftir því sem maður eldist og því fer þetta upp svona snemma. Skrautið fær síðan að lifa fram í janúar þegar daginn tekur að lengja á ný.“ Í fyrstu skiptin sem Ómar og fjölskylda hans gerði þetta bjó hann í Hlíðunum og perurnar voru eldri týpur. Þá tók hann eftir eilítilli hækkun á rafmagnsreikningum. Nú eru hins vegar LED-perur í seríunum auk þess að skreytingin er tímastillt á þann hátt að það kviknar á henni þegar rökkvar. „Jólin eru eiginlega allt í kringum mig. Konan mín, Margrét Ýr, er mikið jólabarn og í raun getin af tveimur jólabörnum,“ segir Ómar. Það vill nefnilega svo til að báðir tengdaforeldrar hans eru fæddir á aðfangadag. „Síðan er eldri bróðir minn fæddur á þeim degi líka.“
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Sjá meira