Lét hnefahöggin dynja á nágranna sínum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. október 2016 11:12 Atvikið átti sér stað í fjölbýlishúsi í Borgarnesi. Maðurinn býr á hæðinni fyrir neðan hjónin. vísir/pjetur Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Vesturlands um að hafna kröfu lögreglustjórans á Vesturlandi um nálgunarbann yfir manni sem grunaður er um líkamsárás gegn nágrannahjónum hans. Var þess krafist að maðurinn fengi ekki að nálgast eða hafa samband við hjónin og börn þeirra í sex mánuði.Börnin skelfingu lostin Maðurinn er grunaður um að hafa brotist inn til hjónanna hinn 15. september síðastliðinn með því að hafa kýlt í gegnum rúðu á útidyrahurð íbúðar þeirra. Hann hafi skorið sig illa á höndunum og verið „alblóðugur þegar hann kom þangað inn og blóð úr honum spýst um íbúðina,“ að því er segir í dómnum. Konan var ein í íbúðinni með börnum sínum tveimur, tíu og átta ára, þegar maðurinn ruddist inn. Hún kallaði á eiginmann sinn, sem var fyrir utan, sem kom inn skömmu síðar. Eiginmaður konunnar sagði í skýrslutöku lögreglu að kærði hafi tryllst og látið hnefahöggin dynja á sér, sem hafi leitt til áverka á höfði, hálsi og hnakka og að hann hafi hótað að drepa sig. Konan sagði börnin hafa orðið skelfingu lostin og falið sig bak við sófa þegar átökin áttu sér stað.Segist hafa verið stunginn í puttana og dottið aftur fyrir sig Maðurinn sem grunaður er um verknaðinn neitar sök í málinu. Segist hann hafa farið til nágranna sinna til að ná sátta út af ákveðnu máli, en að hann hafi verið undir áhrifum áfengis. Hann segist hafa verið með höndina við hurðarkarminn og fundið fyrir því að einhver væri að stinga hann í fingurna. Í kjölfarið hafi dyrunum verið lokað á hann þannig að hann fékk hurðina í höfuðið. Við það hafi hann farið með handlegginn inn um glerið, dottið aftur fyrir sig og rotast. Þá hafi hann vaknað við að blóð úr honum gusaðist út. Lögreglustjóri Vesturlands taldi rökstuddan grun um að maðurinn hafi brotið gegn fjölskyldunni og fór því fram á að hann fengi ekki að hafa samband við fólkið með neinum hætti, veita þeim eftirför eða koma nálægt þeim á almannafæri í sex mánuði, eða til 16. mars 2017. Dómurinn féllst hins vegar ekki á kröfu lögreglustjórans. Ekki sé hægt að líta fram hjá því að maðurinn búi ekki á sama heimili og fjölskyldan, heldur á næstu hæð fyrir neðan í fjölbýlishúsinu. Það myndi leiða að því að maðurinn þyrfti að flytja af heimili sínu á gildistíma bannsins. Þá liggi ekkert fyrir um fyrri afbrot, hótanir eða ögranir af hálfu mannsins gagnvart fjölskyldunni. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Vesturlands um að hafna kröfu lögreglustjórans á Vesturlandi um nálgunarbann yfir manni sem grunaður er um líkamsárás gegn nágrannahjónum hans. Var þess krafist að maðurinn fengi ekki að nálgast eða hafa samband við hjónin og börn þeirra í sex mánuði.Börnin skelfingu lostin Maðurinn er grunaður um að hafa brotist inn til hjónanna hinn 15. september síðastliðinn með því að hafa kýlt í gegnum rúðu á útidyrahurð íbúðar þeirra. Hann hafi skorið sig illa á höndunum og verið „alblóðugur þegar hann kom þangað inn og blóð úr honum spýst um íbúðina,“ að því er segir í dómnum. Konan var ein í íbúðinni með börnum sínum tveimur, tíu og átta ára, þegar maðurinn ruddist inn. Hún kallaði á eiginmann sinn, sem var fyrir utan, sem kom inn skömmu síðar. Eiginmaður konunnar sagði í skýrslutöku lögreglu að kærði hafi tryllst og látið hnefahöggin dynja á sér, sem hafi leitt til áverka á höfði, hálsi og hnakka og að hann hafi hótað að drepa sig. Konan sagði börnin hafa orðið skelfingu lostin og falið sig bak við sófa þegar átökin áttu sér stað.Segist hafa verið stunginn í puttana og dottið aftur fyrir sig Maðurinn sem grunaður er um verknaðinn neitar sök í málinu. Segist hann hafa farið til nágranna sinna til að ná sátta út af ákveðnu máli, en að hann hafi verið undir áhrifum áfengis. Hann segist hafa verið með höndina við hurðarkarminn og fundið fyrir því að einhver væri að stinga hann í fingurna. Í kjölfarið hafi dyrunum verið lokað á hann þannig að hann fékk hurðina í höfuðið. Við það hafi hann farið með handlegginn inn um glerið, dottið aftur fyrir sig og rotast. Þá hafi hann vaknað við að blóð úr honum gusaðist út. Lögreglustjóri Vesturlands taldi rökstuddan grun um að maðurinn hafi brotið gegn fjölskyldunni og fór því fram á að hann fengi ekki að hafa samband við fólkið með neinum hætti, veita þeim eftirför eða koma nálægt þeim á almannafæri í sex mánuði, eða til 16. mars 2017. Dómurinn féllst hins vegar ekki á kröfu lögreglustjórans. Ekki sé hægt að líta fram hjá því að maðurinn búi ekki á sama heimili og fjölskyldan, heldur á næstu hæð fyrir neðan í fjölbýlishúsinu. Það myndi leiða að því að maðurinn þyrfti að flytja af heimili sínu á gildistíma bannsins. Þá liggi ekkert fyrir um fyrri afbrot, hótanir eða ögranir af hálfu mannsins gagnvart fjölskyldunni.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira