Verður helst sár yfir lélegum bröndurum Stefán Þór Hjartarson skrifar 5. október 2016 10:30 Hugleikur Dagsson verður 39 ára og lætur gera grín að sér í tilefni dagsins á Café Rosenberg – það verður frítt inn og allir velkomnir. Vísir/Ernir Ég veit ekki alveg hvernig það er hægt að meiða mig. Ef einhverjum tekst að særa mig þá er það ný tilfinning í tilfinningabankann. Ég hef ekki verið særður lengi – það er mjög langt síðan sálin mín dó,“ svarar Hugleikur Dagsson aðspurður hvort hann eigi ekki bara eftir að enda brotinn og særður maður eftir að hafa verið grillaður á sjálfu afmælinu sínu. Þeir sem munu sjá um grillunina þetta kvöldið eru Ari Eldjárn, Bylgja Babýlons, Jón Gnarr, Snjólaug Lúðvíksdóttir, Frímann Gunnarsson, Sandra Barilli, Lóa Hjálmtýsdóttir, Ragnar Hansson, Katrín Erlingsdóttir, Jonathan Duffy, Anna Svava og Dóra Jóhannsdóttir. En hvers vegna kýs Hugleikur að halda upp á afmælið sitt með því að bjóða fullt af grínistum á skemmtistað til að gera grín að honum fyrir framan fullt af áhorfendum? „Jonathan vinur minn, sem er grínisti, gerði þetta á sínu afmæli og það leit út fyrir að vera rosa gaman þannig að ég vildi líka gera þetta. Ég er að vonast til að einhver geri almennilega eftirhermu af mér því að það hef ég aldrei séð. Ég verð helst sár ef fólk kemur með lélega brandara. Ef fólk ætlar að vera með sama brandarann um að ég kunni ekki að teikna verður þetta vonbrigði, það er augljósi brandarinn – ég vil fá meiri dýpt. Ég vil að það sé gert grín að hlutum í minni sjálfsmynd sem ég vissi ekki að væru asnalegir. Þetta er fyrsta skiptið sem ég hef verið roastaður opinberlega – fólk hefur samt örugglega sagt ljóta hluti um mig. Ef fólk er að reyna að særa mig þá tekst það heldur ekki. Það gerðist núna eftir að ég skrifaði pistil þar sem ég kallaði Íslensku þjóðfylkinguna fávita og það var víst það umdeildasta sem ég hef sagt og þá fyrst fór fólk að hata mig á netinu. Þá voru nokkrar roast-tilraunir gerðar, meðal annars frá Gylfa Ægis, en þær voru allar frekar „lame“. Þess vegna vil ég fá fólk með hæfileika, ég vil fá „fair fight“.“ Það er eflaust ekkert auðvelt að halda úti svona roasti hér á landi? Hér eru allir svo tengdir. „Það var einu sinni haft samband við mig um að setja upp sjónvarpsþátt hérna sem væri eins og Comedy Central roastið og mér fannst það bara slæm hugmynd vegna þess að fólk á Íslandi móðgast miklu meira en annars staðar. Þáttur eins og South Park gæti ekki gengið hér á Íslandi því að South Park tekur bandarískt frægt fólk og tekur það af lífi, enda eru Bandaríkin beisiklí heimsálfa og þá verður bitið ekkert svo mikið – og þau geta líka huggað sig við að búa í höll. Á Íslandi myndi sama gerð af gríni flokkast sem persónuárás vegna þess að sökum smæðar þjóðar okkar er nærvera sálar miklu nærri og því ber að hafa miklu meiri aðgát í nærveru þeirrar sálar.“ Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Sjá meira
Ég veit ekki alveg hvernig það er hægt að meiða mig. Ef einhverjum tekst að særa mig þá er það ný tilfinning í tilfinningabankann. Ég hef ekki verið særður lengi – það er mjög langt síðan sálin mín dó,“ svarar Hugleikur Dagsson aðspurður hvort hann eigi ekki bara eftir að enda brotinn og særður maður eftir að hafa verið grillaður á sjálfu afmælinu sínu. Þeir sem munu sjá um grillunina þetta kvöldið eru Ari Eldjárn, Bylgja Babýlons, Jón Gnarr, Snjólaug Lúðvíksdóttir, Frímann Gunnarsson, Sandra Barilli, Lóa Hjálmtýsdóttir, Ragnar Hansson, Katrín Erlingsdóttir, Jonathan Duffy, Anna Svava og Dóra Jóhannsdóttir. En hvers vegna kýs Hugleikur að halda upp á afmælið sitt með því að bjóða fullt af grínistum á skemmtistað til að gera grín að honum fyrir framan fullt af áhorfendum? „Jonathan vinur minn, sem er grínisti, gerði þetta á sínu afmæli og það leit út fyrir að vera rosa gaman þannig að ég vildi líka gera þetta. Ég er að vonast til að einhver geri almennilega eftirhermu af mér því að það hef ég aldrei séð. Ég verð helst sár ef fólk kemur með lélega brandara. Ef fólk ætlar að vera með sama brandarann um að ég kunni ekki að teikna verður þetta vonbrigði, það er augljósi brandarinn – ég vil fá meiri dýpt. Ég vil að það sé gert grín að hlutum í minni sjálfsmynd sem ég vissi ekki að væru asnalegir. Þetta er fyrsta skiptið sem ég hef verið roastaður opinberlega – fólk hefur samt örugglega sagt ljóta hluti um mig. Ef fólk er að reyna að særa mig þá tekst það heldur ekki. Það gerðist núna eftir að ég skrifaði pistil þar sem ég kallaði Íslensku þjóðfylkinguna fávita og það var víst það umdeildasta sem ég hef sagt og þá fyrst fór fólk að hata mig á netinu. Þá voru nokkrar roast-tilraunir gerðar, meðal annars frá Gylfa Ægis, en þær voru allar frekar „lame“. Þess vegna vil ég fá fólk með hæfileika, ég vil fá „fair fight“.“ Það er eflaust ekkert auðvelt að halda úti svona roasti hér á landi? Hér eru allir svo tengdir. „Það var einu sinni haft samband við mig um að setja upp sjónvarpsþátt hérna sem væri eins og Comedy Central roastið og mér fannst það bara slæm hugmynd vegna þess að fólk á Íslandi móðgast miklu meira en annars staðar. Þáttur eins og South Park gæti ekki gengið hér á Íslandi því að South Park tekur bandarískt frægt fólk og tekur það af lífi, enda eru Bandaríkin beisiklí heimsálfa og þá verður bitið ekkert svo mikið – og þau geta líka huggað sig við að búa í höll. Á Íslandi myndi sama gerð af gríni flokkast sem persónuárás vegna þess að sökum smæðar þjóðar okkar er nærvera sálar miklu nærri og því ber að hafa miklu meiri aðgát í nærveru þeirrar sálar.“
Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Sjá meira