Verður helst sár yfir lélegum bröndurum Stefán Þór Hjartarson skrifar 5. október 2016 10:30 Hugleikur Dagsson verður 39 ára og lætur gera grín að sér í tilefni dagsins á Café Rosenberg – það verður frítt inn og allir velkomnir. Vísir/Ernir Ég veit ekki alveg hvernig það er hægt að meiða mig. Ef einhverjum tekst að særa mig þá er það ný tilfinning í tilfinningabankann. Ég hef ekki verið særður lengi – það er mjög langt síðan sálin mín dó,“ svarar Hugleikur Dagsson aðspurður hvort hann eigi ekki bara eftir að enda brotinn og særður maður eftir að hafa verið grillaður á sjálfu afmælinu sínu. Þeir sem munu sjá um grillunina þetta kvöldið eru Ari Eldjárn, Bylgja Babýlons, Jón Gnarr, Snjólaug Lúðvíksdóttir, Frímann Gunnarsson, Sandra Barilli, Lóa Hjálmtýsdóttir, Ragnar Hansson, Katrín Erlingsdóttir, Jonathan Duffy, Anna Svava og Dóra Jóhannsdóttir. En hvers vegna kýs Hugleikur að halda upp á afmælið sitt með því að bjóða fullt af grínistum á skemmtistað til að gera grín að honum fyrir framan fullt af áhorfendum? „Jonathan vinur minn, sem er grínisti, gerði þetta á sínu afmæli og það leit út fyrir að vera rosa gaman þannig að ég vildi líka gera þetta. Ég er að vonast til að einhver geri almennilega eftirhermu af mér því að það hef ég aldrei séð. Ég verð helst sár ef fólk kemur með lélega brandara. Ef fólk ætlar að vera með sama brandarann um að ég kunni ekki að teikna verður þetta vonbrigði, það er augljósi brandarinn – ég vil fá meiri dýpt. Ég vil að það sé gert grín að hlutum í minni sjálfsmynd sem ég vissi ekki að væru asnalegir. Þetta er fyrsta skiptið sem ég hef verið roastaður opinberlega – fólk hefur samt örugglega sagt ljóta hluti um mig. Ef fólk er að reyna að særa mig þá tekst það heldur ekki. Það gerðist núna eftir að ég skrifaði pistil þar sem ég kallaði Íslensku þjóðfylkinguna fávita og það var víst það umdeildasta sem ég hef sagt og þá fyrst fór fólk að hata mig á netinu. Þá voru nokkrar roast-tilraunir gerðar, meðal annars frá Gylfa Ægis, en þær voru allar frekar „lame“. Þess vegna vil ég fá fólk með hæfileika, ég vil fá „fair fight“.“ Það er eflaust ekkert auðvelt að halda úti svona roasti hér á landi? Hér eru allir svo tengdir. „Það var einu sinni haft samband við mig um að setja upp sjónvarpsþátt hérna sem væri eins og Comedy Central roastið og mér fannst það bara slæm hugmynd vegna þess að fólk á Íslandi móðgast miklu meira en annars staðar. Þáttur eins og South Park gæti ekki gengið hér á Íslandi því að South Park tekur bandarískt frægt fólk og tekur það af lífi, enda eru Bandaríkin beisiklí heimsálfa og þá verður bitið ekkert svo mikið – og þau geta líka huggað sig við að búa í höll. Á Íslandi myndi sama gerð af gríni flokkast sem persónuárás vegna þess að sökum smæðar þjóðar okkar er nærvera sálar miklu nærri og því ber að hafa miklu meiri aðgát í nærveru þeirrar sálar.“ Mest lesið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Tony Hawk á Íslandi: Heilsaði upp á aðdáendur í Brettagarðinum og skoðaði Jökulsárlón Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Feðraveldishryllingur á RIFF Lífið Kjólarnir á Óskarnum Tíska og hönnun Mickey Rooney látinn Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Stefna á að koma til Íslands í janúar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira
Ég veit ekki alveg hvernig það er hægt að meiða mig. Ef einhverjum tekst að særa mig þá er það ný tilfinning í tilfinningabankann. Ég hef ekki verið særður lengi – það er mjög langt síðan sálin mín dó,“ svarar Hugleikur Dagsson aðspurður hvort hann eigi ekki bara eftir að enda brotinn og særður maður eftir að hafa verið grillaður á sjálfu afmælinu sínu. Þeir sem munu sjá um grillunina þetta kvöldið eru Ari Eldjárn, Bylgja Babýlons, Jón Gnarr, Snjólaug Lúðvíksdóttir, Frímann Gunnarsson, Sandra Barilli, Lóa Hjálmtýsdóttir, Ragnar Hansson, Katrín Erlingsdóttir, Jonathan Duffy, Anna Svava og Dóra Jóhannsdóttir. En hvers vegna kýs Hugleikur að halda upp á afmælið sitt með því að bjóða fullt af grínistum á skemmtistað til að gera grín að honum fyrir framan fullt af áhorfendum? „Jonathan vinur minn, sem er grínisti, gerði þetta á sínu afmæli og það leit út fyrir að vera rosa gaman þannig að ég vildi líka gera þetta. Ég er að vonast til að einhver geri almennilega eftirhermu af mér því að það hef ég aldrei séð. Ég verð helst sár ef fólk kemur með lélega brandara. Ef fólk ætlar að vera með sama brandarann um að ég kunni ekki að teikna verður þetta vonbrigði, það er augljósi brandarinn – ég vil fá meiri dýpt. Ég vil að það sé gert grín að hlutum í minni sjálfsmynd sem ég vissi ekki að væru asnalegir. Þetta er fyrsta skiptið sem ég hef verið roastaður opinberlega – fólk hefur samt örugglega sagt ljóta hluti um mig. Ef fólk er að reyna að særa mig þá tekst það heldur ekki. Það gerðist núna eftir að ég skrifaði pistil þar sem ég kallaði Íslensku þjóðfylkinguna fávita og það var víst það umdeildasta sem ég hef sagt og þá fyrst fór fólk að hata mig á netinu. Þá voru nokkrar roast-tilraunir gerðar, meðal annars frá Gylfa Ægis, en þær voru allar frekar „lame“. Þess vegna vil ég fá fólk með hæfileika, ég vil fá „fair fight“.“ Það er eflaust ekkert auðvelt að halda úti svona roasti hér á landi? Hér eru allir svo tengdir. „Það var einu sinni haft samband við mig um að setja upp sjónvarpsþátt hérna sem væri eins og Comedy Central roastið og mér fannst það bara slæm hugmynd vegna þess að fólk á Íslandi móðgast miklu meira en annars staðar. Þáttur eins og South Park gæti ekki gengið hér á Íslandi því að South Park tekur bandarískt frægt fólk og tekur það af lífi, enda eru Bandaríkin beisiklí heimsálfa og þá verður bitið ekkert svo mikið – og þau geta líka huggað sig við að búa í höll. Á Íslandi myndi sama gerð af gríni flokkast sem persónuárás vegna þess að sökum smæðar þjóðar okkar er nærvera sálar miklu nærri og því ber að hafa miklu meiri aðgát í nærveru þeirrar sálar.“
Mest lesið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Tony Hawk á Íslandi: Heilsaði upp á aðdáendur í Brettagarðinum og skoðaði Jökulsárlón Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Feðraveldishryllingur á RIFF Lífið Kjólarnir á Óskarnum Tíska og hönnun Mickey Rooney látinn Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Stefna á að koma til Íslands í janúar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira