Bandaríkjastjórn stóð illa að brottför hersins frá Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 6. október 2016 19:45 Fyrrverandi aðalsamningamaður bandaríska utanríkisráðuneytisins um brottför varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, segir að illa hafi verið staðið að brottförinni. Bandarískir ráðherrar hafi ekki rætt málið við íslenska ráðamenn og sýnt íslenskum stjórnvöldum mikla ónærgætni. Haustið 2005 hófust viðræður milli íslenskra og bandarískra embættismanna um aukna kostnaðarþátttöku Íslendinga í borgaralega hlutanum af rekstri herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli. En þegar leið á viðræðurnar kom annað og meira í ljós. Því þá komu þau skilaboð að Donald Rumsfeld þáverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna vildi láta loka herstöðinni. Robert G. Loftis fór þá fyrir sendinefnd bandaríska utanríkisráðuneytisins en í dag er hann prófessor í diplómatískum fræðum og yfirmaður þeirrar deildar í háskólanum í Boston (Boston University). Hann flutti fyrirlestur um brottför varnarliðsins fyrir tíu árum á fundi Varðbergs í dag. Viðræðurnar sem hófust haustið 2005 náðu inn á vormánuði 2006 þegar Geir H. Haarde var untanríkisráðherra. Það kom ráðmönnum hér á landi í opna skjöldu þegar skyndilega var tilkynnt af hálfu Bandaríkjamanna að loka ætti herstöðinni. „Það kom líka sumum okkar sem tókum þátt í viðræðunum á óvart. Þetta var ekki upphaflegi tilgangurinn með þessum viðræðum,“ segir Loftis. Skipunin um lokun herstöðvarinnar hafi komið beint frá Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra.“Eftir á að hyggja, var það góð ákvörðun að loka herstöðinni? „Að mínu mati...ég skal orða það svona: Aðferðin var slæm. Ef við ætluðum að loka herstöðinni, og við lokuðum mörgum, þá hefðu viðræðurnar átt að snúast um það hvernig Bandaríkin ætluðu að uppfylla varnarþarfir Íslands í breyttum heimi.Þær viðræður áttu sér aldrei stað,“ segir Loftis. Með ákvörðun og hegðun Rumsfeld hafi Bandaríkjastjórn sýnt Íslendingum mikla ónærgætni. „Rumsfeld ráðherra var vissulega ónæmur fyrir því hvernig menn skynjuðu það hvernig hann gerði þetta. Ég held ekki að skuldbindingar Bandaríkjanna hafi horfið en maður verður líka að hugsa um hvað bandalagsþjóðin telur mikilvægt. Og það átti sér ekki stað á þessum tíma,“ segir Loftis. Það sé því ekki að undra að íslenskir ráðmenn hafi brugðist illa við enda hafi bandaríksir ráðmenn aldrei sett sig í samband við íslenska ráðmenn vegna málsins.Hann sýndi ekki einu sinni þá kurteisi að taka upp símann? „Ég hefði haldið að hann myndi gera það en, nei, hann gerði það ekki. Það er ekki mitt að biðjast afsökunar fyrir Donald Rumsfeld. Hann getur talað fyrir sjálfan sig,“ segir Loftis. Rumsfeld hafi einfaldlega sent minnisblað til fjármáladeildar varnarmálaráðuneytisins og fyrirskipað lokun herstöðvarinnar innan mjög skamms tíma. „Og svo gekk maður á milli manns í Hvíta húsinu, varnar- og utanríkisráðuneytisins til að fá þessu seinkað um nokkra mánuði til að gefa tíma fyrir aðlögun. Þetta var mjög dæmigert fyrir hans stíl,“ segir Robert G. Loftis. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Sjá meira
Fyrrverandi aðalsamningamaður bandaríska utanríkisráðuneytisins um brottför varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, segir að illa hafi verið staðið að brottförinni. Bandarískir ráðherrar hafi ekki rætt málið við íslenska ráðamenn og sýnt íslenskum stjórnvöldum mikla ónærgætni. Haustið 2005 hófust viðræður milli íslenskra og bandarískra embættismanna um aukna kostnaðarþátttöku Íslendinga í borgaralega hlutanum af rekstri herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli. En þegar leið á viðræðurnar kom annað og meira í ljós. Því þá komu þau skilaboð að Donald Rumsfeld þáverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna vildi láta loka herstöðinni. Robert G. Loftis fór þá fyrir sendinefnd bandaríska utanríkisráðuneytisins en í dag er hann prófessor í diplómatískum fræðum og yfirmaður þeirrar deildar í háskólanum í Boston (Boston University). Hann flutti fyrirlestur um brottför varnarliðsins fyrir tíu árum á fundi Varðbergs í dag. Viðræðurnar sem hófust haustið 2005 náðu inn á vormánuði 2006 þegar Geir H. Haarde var untanríkisráðherra. Það kom ráðmönnum hér á landi í opna skjöldu þegar skyndilega var tilkynnt af hálfu Bandaríkjamanna að loka ætti herstöðinni. „Það kom líka sumum okkar sem tókum þátt í viðræðunum á óvart. Þetta var ekki upphaflegi tilgangurinn með þessum viðræðum,“ segir Loftis. Skipunin um lokun herstöðvarinnar hafi komið beint frá Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra.“Eftir á að hyggja, var það góð ákvörðun að loka herstöðinni? „Að mínu mati...ég skal orða það svona: Aðferðin var slæm. Ef við ætluðum að loka herstöðinni, og við lokuðum mörgum, þá hefðu viðræðurnar átt að snúast um það hvernig Bandaríkin ætluðu að uppfylla varnarþarfir Íslands í breyttum heimi.Þær viðræður áttu sér aldrei stað,“ segir Loftis. Með ákvörðun og hegðun Rumsfeld hafi Bandaríkjastjórn sýnt Íslendingum mikla ónærgætni. „Rumsfeld ráðherra var vissulega ónæmur fyrir því hvernig menn skynjuðu það hvernig hann gerði þetta. Ég held ekki að skuldbindingar Bandaríkjanna hafi horfið en maður verður líka að hugsa um hvað bandalagsþjóðin telur mikilvægt. Og það átti sér ekki stað á þessum tíma,“ segir Loftis. Það sé því ekki að undra að íslenskir ráðmenn hafi brugðist illa við enda hafi bandaríksir ráðmenn aldrei sett sig í samband við íslenska ráðmenn vegna málsins.Hann sýndi ekki einu sinni þá kurteisi að taka upp símann? „Ég hefði haldið að hann myndi gera það en, nei, hann gerði það ekki. Það er ekki mitt að biðjast afsökunar fyrir Donald Rumsfeld. Hann getur talað fyrir sjálfan sig,“ segir Loftis. Rumsfeld hafi einfaldlega sent minnisblað til fjármáladeildar varnarmálaráðuneytisins og fyrirskipað lokun herstöðvarinnar innan mjög skamms tíma. „Og svo gekk maður á milli manns í Hvíta húsinu, varnar- og utanríkisráðuneytisins til að fá þessu seinkað um nokkra mánuði til að gefa tíma fyrir aðlögun. Þetta var mjög dæmigert fyrir hans stíl,“ segir Robert G. Loftis.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Sjá meira