Innlent

Fimm milljónir söfnuðust á styrktarkvöldi fyrir Ágústu Örnu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Ágústa Arna og foreldrar hennar; Sigurdór Már Stefánsson og Guðbjörg Fríða Guðmundsdóttir
Ágústa Arna og foreldrar hennar; Sigurdór Már Stefánsson og Guðbjörg Fríða Guðmundsdóttir vísir/magnús hlynur
Alls söfnuðust fimm milljónir króna á styrktarkvöldi fyrir Ágústu Örnu, sem lamaðist frá brjósti í slysi á Selfossi nýlega. Talið er að rúmlega 700 manns hafi mætt á styrktarkvöldið en á meðal þeirra sem tróðu upp voru Páll Óskar, Ari Eldjárn, Ágústa Eva og Herbert Guðmundsson.

Boðnar voru upp keppnistreyjur handbolta- og fótboltamanna, málverk, ævintýraferðir og hótelgisting á Suðurlandi, svo fátt eitt sé nefnt.

Treyja Viðars Arnar Kjartanssonar fótboltamanns fór á 250 þúsund krónur, en hann hyggst tvöfalda þá upphæð. Treyja Jóns Daða Böðvarssonar landsliðsmanns í fótbolta fór á 100 þúsund krónur og málverk af Ingólfsfjalli eftir Hall Karl Hinriksson fór á 550 þúsund krónur.

Ágústa Arna féll rúmlega sex metra niður um neyðarop af svölum á vinnustað sínum á Selfossi í ágúst. Hún bæði höfuðkúpubrotnaði og kinnbeinsbrotnaði, og var á gjörgæslu í mikilli lífshættu um tíma.

Þeim sem vilja styrkja Ágústu Örnu er bent á eftirfarandi styrktarreikning:

Rn: 0325-13-110203

Kt: 270486-3209.

Sýnt var frá styrktarkvöldinu í beinni útsendingu í gærkvöldi og er myndskeiðið að finna í spilaranum hér fyrir neðan. Þá var Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður á staðnum og tók myndirnar sem sjá má í meðfylgjandi albúmi.


Tengdar fréttir

Vinnuslysum hjá konum farið fjölgandi undanfarin ár

"Í kringum öll op eiga að vera fallvarnir, þar eiga að vera girðingar eða lokanir sem tryggja að menn geta ekki fallið niður um meðþessum hætti,“ segir Eyjólfur Sæmundsson forstjóri Vinnueftirlits ríkisins.

Safna fé fyrir Ágústu Örnu

Styrktarreikningur hefur verið stofnaður fyrir Ágústu Örnu en hún lamaðist þegar hún féll niður um op á neyðarútgangi á þriðju hæð á Selfossi fyrr í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×