Innlent

Safna fé fyrir Ágústu Örnu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ágústa Arna.
Ágústa Arna.
Styrktarreikningur hefur verið stofnaður fyrir Ágústu Örnu en hún lamaðist þegar hún féll niður um op á neyðarútgangi á þriðju hæð á Selfossi fyrr í vikunni.

Ágústa féll rúmlega sex metra en í frétt á vef Sunnlenska um söfnunina kemur fram að Ágústa hafi höfuðkúpubrotnað, kinnbeinsbrotnað og hlotið slæmt hryggbrot. Þá skaddaðist hún á mænu svo hún er mikið lömuð frá brjósti. Ágústa er komin úr öndunarvél og getur tjáð sig við fjölskyldu sína.

„Ljóst er að hún á langa og erfiða baráttu fyrir höndum sem auk þess að taka á líkamlega og andlega, mun reynast fjölskyldunni fjárhagslega erfið.

Margt smátt gerir eitt stórt og því hefur verið stofnaður styrktarreikningur fyrir Ágústu Örnu til þess að aðstoða hana og fjölskyldu hennar í þeirri baráttu sem framundan er.

Reikningsnúmerið er 0325-13-110203 og er kennitala hennar 270486-3209. Reikningurinn er hjá Arion banka og mun Róbert Sverrisson, viðskiptafræðingur hjá bankanum, vera fjármálastjóri söfnunarinnar,“ segir á vef Sunnlenska


Tengdar fréttir

Vinnuslysum hjá konum farið fjölgandi undanfarin ár

"Í kringum öll op eiga að vera fallvarnir, þar eiga að vera girðingar eða lokanir sem tryggja að menn geta ekki fallið niður um meðþessum hætti,“ segir Eyjólfur Sæmundsson forstjóri Vinnueftirlits ríkisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×