Rally-aksturinn er skemmtilegt fjölskylduáhugamál Sara McMahon skrifar 24. september 2016 10:00 Árdís Telma Jóhannesdóttir ásamt vinkonum sínum eftir síðustu keppni. Þar hafnaði hún í fjórða sæti. Mynd/Aðsend Rally og rallycross hafa verið fjölskylduhobbí hjá okkur í mörg ár. Ég keppi í rallycross en foreldrar mínir, eldri bróðir, frænka og föðurbróðir keppa í rally,“ segir Árdís Telma Jóhannesdóttir, sextán ára rallycross ökumaður úr Hafnarfirðinum. Hún tók þátt í rallycross-keppni um síðustu helgi og hafnaði í fjórða sæti. Árdís Telma hefur æft íþróttina í um ár og keppir í unglingaflokki, en í þeim flokki þarf keppandi hafa náð 15 ára aldri. Við 17 ára aldur er keppandi ekki lengur löglegur í unglingaflokki en má þá keppa í fullorðinsflokki. Í rallycross er ekið á lokaðri braut sem er bæði með bundnu slitlagi og möl og keyra nokkrir í einu. Sá sigrar sem fyrstur kemur í mark. Í rally er aftur á móti keyrt á vegum, aðstoðarökumaður er með í bílnum sem les leiðina fyrir ökumanninn og besti tíminn sker úr um sigurvegara.Árdís Telma að keppni lokinni. Bíllinn er af gerðinni Honda Civic og hefur verið í eigu Árdísar Telmu í um ár.Aðspurð segir hún hraðann og útrásina vera það skemmtilegasta við sportið, en tekur fram að það sé margt nytsamlegt sem lærist líka. „Við keyrum bæði á malarvegi og malbiki og maður lærir að hafa stjórn á bílnum við alls konar aðstæður, eins og í mikilli rigningu og bleytu. Ég var til dæmis ekkert stressuð þegar ég fór í fyrsta ökutímann minn því ég kann á bíla og hef tilfinningu fyrir þeim og það veitir mér öryggi. Svo er líka bara gaman að keyra hratt og fá útrás,“ segir hún og bætir við: „Það er líka gaman að eiga áhugamál með fjölskyldunni. Þegar bróðir minn keppir þá fer öll fjölskyldan saman til að horfa og aðstoða sem er mjög skemmtilegt. Eini gallinn er að við tölum auðvitað eiginlega bara um bíla.“ Hún segir vinkonur sínar sýna áhugamálinu mikla athygli og að þær mæti gjarnan á keppnir til að hvetja hana áfram. „Þeim finnst þetta svolítið spennandi og koma á keppnir þegar þær geta. Þegar ég segi fólki frá því að ég keppi í rallycross þá verður það oftast hissa en finnst það líka spennandi.“ Árdís Telma fyllir 17 ár á næsta ári og verður þá gjaldgeng í fullorðinsflokk. Hún segir samkeppnina í þeim flokki harða enda mikið um eldri og vanari ökumenn, eins og bróður hennar. Hún hlakkar þó til að fá að keppa við hann og foreldra sína. „Það stendur til að við keyrum öll á okkar bíl í rallinu á næsta ári. Bróðir minn er samt langbestur af okkur og í þessu til að vinna,“ segir hún að lokum. Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Fleiri fréttir Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Sjá meira
Rally og rallycross hafa verið fjölskylduhobbí hjá okkur í mörg ár. Ég keppi í rallycross en foreldrar mínir, eldri bróðir, frænka og föðurbróðir keppa í rally,“ segir Árdís Telma Jóhannesdóttir, sextán ára rallycross ökumaður úr Hafnarfirðinum. Hún tók þátt í rallycross-keppni um síðustu helgi og hafnaði í fjórða sæti. Árdís Telma hefur æft íþróttina í um ár og keppir í unglingaflokki, en í þeim flokki þarf keppandi hafa náð 15 ára aldri. Við 17 ára aldur er keppandi ekki lengur löglegur í unglingaflokki en má þá keppa í fullorðinsflokki. Í rallycross er ekið á lokaðri braut sem er bæði með bundnu slitlagi og möl og keyra nokkrir í einu. Sá sigrar sem fyrstur kemur í mark. Í rally er aftur á móti keyrt á vegum, aðstoðarökumaður er með í bílnum sem les leiðina fyrir ökumanninn og besti tíminn sker úr um sigurvegara.Árdís Telma að keppni lokinni. Bíllinn er af gerðinni Honda Civic og hefur verið í eigu Árdísar Telmu í um ár.Aðspurð segir hún hraðann og útrásina vera það skemmtilegasta við sportið, en tekur fram að það sé margt nytsamlegt sem lærist líka. „Við keyrum bæði á malarvegi og malbiki og maður lærir að hafa stjórn á bílnum við alls konar aðstæður, eins og í mikilli rigningu og bleytu. Ég var til dæmis ekkert stressuð þegar ég fór í fyrsta ökutímann minn því ég kann á bíla og hef tilfinningu fyrir þeim og það veitir mér öryggi. Svo er líka bara gaman að keyra hratt og fá útrás,“ segir hún og bætir við: „Það er líka gaman að eiga áhugamál með fjölskyldunni. Þegar bróðir minn keppir þá fer öll fjölskyldan saman til að horfa og aðstoða sem er mjög skemmtilegt. Eini gallinn er að við tölum auðvitað eiginlega bara um bíla.“ Hún segir vinkonur sínar sýna áhugamálinu mikla athygli og að þær mæti gjarnan á keppnir til að hvetja hana áfram. „Þeim finnst þetta svolítið spennandi og koma á keppnir þegar þær geta. Þegar ég segi fólki frá því að ég keppi í rallycross þá verður það oftast hissa en finnst það líka spennandi.“ Árdís Telma fyllir 17 ár á næsta ári og verður þá gjaldgeng í fullorðinsflokk. Hún segir samkeppnina í þeim flokki harða enda mikið um eldri og vanari ökumenn, eins og bróður hennar. Hún hlakkar þó til að fá að keppa við hann og foreldra sína. „Það stendur til að við keyrum öll á okkar bíl í rallinu á næsta ári. Bróðir minn er samt langbestur af okkur og í þessu til að vinna,“ segir hún að lokum.
Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Fleiri fréttir Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Sjá meira