Hægt að minnka skattsvik um tugi milljarða Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 25. september 2016 19:00 Hægt væri að minnka skattsvik í íslensku samfélagi um tugi milljarða á hverju ári með tiltölulega einföldum aðgerðum. Þetta segir sviðsstjóri eftirlitssviðs hjá Ríkisskattstjóra. Sérstaklega þurfi að bregðast við mikilli fjölgun félaga hér á landi en 73 prósent þeirra skila engum tekjuskatti. Fyrir árið 2014 áætlaði ríkisskattstjóri að umfang skattsvika á Íslandi nemi rúmlega 80 milljörðum króna á ári. Aukin umsvif í hagkerfinu undanfarin misseri benda til þess að þessi tala sé nú á bilinu 90 til 100 milljarðar. Til samanburðar er rekstrarkostnaður Landspítalans, Háskóla Íslands og Vegagerðarinnar áætlaður á þessu ári tæpir 99 milljarðar.Mikil fjölgun félaga Eitt af því sem embætti ríkisskattstjóra hefur haft til skoðunar varðandi skattsvik hér á landi er mikil fjölgun tekjuskattskyldra félaga. Árið 1992 voru þau 9.568 en eru í dag 39.189. Sigurður Jensson, sviðsstjóri eftirlitssviðs hjá Ríkisskattstjóra, segir embættið ekki hafa getað sinnt þessari miklu fjölgun. Henni megi líkja við færiband í frystihúsi. „Fyrir þessum 20 árum síðan að þá streymdu hérna níu þúsund fiskar um færibandið. Núna eru þeir 39 þúsund en við erum enn þá með sömu hnífanna og sömu verkfærin. Þannig að þar af leiðir er eitthvað sem fellur fyrir borð sem ætti að sinna,“ segir Sigurður.73% félaga greiða engan tekjuskatt Fyrir árið 2014 skiluðu 27% skattskyldra félaga ekki skattframtali innan lögbundins frests. Þá greiddu rúmlega 73 prósent félaga engan tekjuskatt eða tæplega 29 þúsund félög. Sigurður segir hluta- og einkahlutafélög hugsuð utan um atvinnurekstur. Því sé óeðlilegt að stór hluti félaga greiði ekkert til samfélagsins. „Kannski höfum við bara kaffært kerfinu í einkahlutafélaga-væðingu og inn í einkahlutafélögin séu að fara hlutir sem kannski eiga ekkert að vera í rekstri og falla ekki undir atvinnurekstrar hugtakið. En í skjóli þess eru hugsanlega að stunda skattaundanskot,“ segir Sigurður.Meiri ábyrgð einstaklinga Við þessu vill Ríkisskattstjóri bregðast með því að gera ábyrgð einstaklinga sem standa að baki þessum félögum meiri. Verði misfellur í umgjörð félagsins þá fái þeir beinar sektir, ekki ósvipað bifreiðareiganda sem keyrir yfir á rauðu ljósi. „Ég myndi líka vilja sjá það að þegar það eiga sér stað endurákvarðanir hjá þessum aðilum að það sé ekki bara kennitala félagsins sem fær endurákvörðunina. Heldur sé sá einstaklingur sem stýrir félaginu, að hann beri ábyrgð og fái hluta af endurákvörðuninni persónulega,“ segir Sigurður.Hægt að ná tugum milljarða til baka Ríkisskattstjóri hefur skilað tillögum til iðnaðar- og viðskiptaráðherra um úrbætur en þeim hefur ekki verið svarað. Sigurður segir að með tiltölulega einföldum aðgerðum sé hægt að ná stórum hluta af þessum 90 til 100 milljörðum til baka. „Við þurfum, og það er kannski okkar verkefni, að finna misfellurnar og vinna þær niður. En það skiptir tugum milljarða sem hægt er að ná á hverju ári. Það er bara þannig. Með breyttum vinnuaðferðum,“ segir Sigurður. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Hægt væri að minnka skattsvik í íslensku samfélagi um tugi milljarða á hverju ári með tiltölulega einföldum aðgerðum. Þetta segir sviðsstjóri eftirlitssviðs hjá Ríkisskattstjóra. Sérstaklega þurfi að bregðast við mikilli fjölgun félaga hér á landi en 73 prósent þeirra skila engum tekjuskatti. Fyrir árið 2014 áætlaði ríkisskattstjóri að umfang skattsvika á Íslandi nemi rúmlega 80 milljörðum króna á ári. Aukin umsvif í hagkerfinu undanfarin misseri benda til þess að þessi tala sé nú á bilinu 90 til 100 milljarðar. Til samanburðar er rekstrarkostnaður Landspítalans, Háskóla Íslands og Vegagerðarinnar áætlaður á þessu ári tæpir 99 milljarðar.Mikil fjölgun félaga Eitt af því sem embætti ríkisskattstjóra hefur haft til skoðunar varðandi skattsvik hér á landi er mikil fjölgun tekjuskattskyldra félaga. Árið 1992 voru þau 9.568 en eru í dag 39.189. Sigurður Jensson, sviðsstjóri eftirlitssviðs hjá Ríkisskattstjóra, segir embættið ekki hafa getað sinnt þessari miklu fjölgun. Henni megi líkja við færiband í frystihúsi. „Fyrir þessum 20 árum síðan að þá streymdu hérna níu þúsund fiskar um færibandið. Núna eru þeir 39 þúsund en við erum enn þá með sömu hnífanna og sömu verkfærin. Þannig að þar af leiðir er eitthvað sem fellur fyrir borð sem ætti að sinna,“ segir Sigurður.73% félaga greiða engan tekjuskatt Fyrir árið 2014 skiluðu 27% skattskyldra félaga ekki skattframtali innan lögbundins frests. Þá greiddu rúmlega 73 prósent félaga engan tekjuskatt eða tæplega 29 þúsund félög. Sigurður segir hluta- og einkahlutafélög hugsuð utan um atvinnurekstur. Því sé óeðlilegt að stór hluti félaga greiði ekkert til samfélagsins. „Kannski höfum við bara kaffært kerfinu í einkahlutafélaga-væðingu og inn í einkahlutafélögin séu að fara hlutir sem kannski eiga ekkert að vera í rekstri og falla ekki undir atvinnurekstrar hugtakið. En í skjóli þess eru hugsanlega að stunda skattaundanskot,“ segir Sigurður.Meiri ábyrgð einstaklinga Við þessu vill Ríkisskattstjóri bregðast með því að gera ábyrgð einstaklinga sem standa að baki þessum félögum meiri. Verði misfellur í umgjörð félagsins þá fái þeir beinar sektir, ekki ósvipað bifreiðareiganda sem keyrir yfir á rauðu ljósi. „Ég myndi líka vilja sjá það að þegar það eiga sér stað endurákvarðanir hjá þessum aðilum að það sé ekki bara kennitala félagsins sem fær endurákvörðunina. Heldur sé sá einstaklingur sem stýrir félaginu, að hann beri ábyrgð og fái hluta af endurákvörðuninni persónulega,“ segir Sigurður.Hægt að ná tugum milljarða til baka Ríkisskattstjóri hefur skilað tillögum til iðnaðar- og viðskiptaráðherra um úrbætur en þeim hefur ekki verið svarað. Sigurður segir að með tiltölulega einföldum aðgerðum sé hægt að ná stórum hluta af þessum 90 til 100 milljörðum til baka. „Við þurfum, og það er kannski okkar verkefni, að finna misfellurnar og vinna þær niður. En það skiptir tugum milljarða sem hægt er að ná á hverju ári. Það er bara þannig. Með breyttum vinnuaðferðum,“ segir Sigurður.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira