Vinna gæti farið til spillis verði LÍN-frumvarpið ekki samþykkt fyrir þinglok Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. september 2016 18:45 vísir/valli Eitt af stórum málunum sem ríkisstjórnin vill klára fyrir þinglok er námslánafrumvarp menntamálaráðherra. Frumvarpið hefur verið afar umdeilt bæði hjá hagsmunaaðilum sem og á stjórnmálasviðinu en undanfarið hefur það verið í vinnslu hjá Allsherjar- og menntamálanefnd þar sem það hefur tekið töluverðum breytingum. Ein stærsta breytingin og sennilega ein sú mikilvægasta er að námslán verða ekki greidd út sem lán að loknu námsári heldur sem styrkir með fram námi en það þýðir að stúdentar þurfa ekki að reiða sig á yfirdrátt eða önnur lán til þess að framfleyta sér í gegnum skólaárið með tilheyrandi lántökukostnað og vöxtum. Breytingartillaga Allsherjar- og menntamálanefndar er dýr og leggur nefndin til að fimm milljarðar verði settir í verkefnið í fjáraukalögum sem einnig þarf að samþykkja á alþingi fyrir þinglok. Formaður stúdentafélags Háskólans í Reykjavík fagnar breytingum Allsherjar- og menntamálanefndar. „Okkur lýst persónulega mjög vel á þetta. Það eina sem við hræddumst með að hafa fyrirfram greidda styrki og lán væri ef að þetta myndi valda stressi hjá nemendum að vera ekki að standast þær námsframvindukröfur sem þau sóttu um lán fyrir. En þetta er bara lánað að 22 ECTS einingum. Þannig að þetta gefur svigrúm fyrir um það bil einum áfanga,“ segir Rebekka Rún Jóhannesdóttir, formaður Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík. Rebekka vonast þó til að aðrar breytingar sem gerðar voru á frumvarpinu nái fram að ganga. Eins og að þak verði á vöxtum og að doktorsnám verði lánshæft en sjálf hefur hún ekki séð frumvarpið eftir breytingar.Það styttist til þingloka. Heldur þú að ríkisstjórnarflokkarnir nái þessu í gegnum þingið fyrir þinglok?„Ég vona það. Ég vona að þetta verði ekki einhver pólitískur áróður. Mér finnst það bara ekki gott þar sem við stúdentar erum búnir að berjast fyrir þessu í mörg ár og núna loksins er verið að svara ákalli okkar og við erum búin að leggja mikla vinnu í þetta í sumar og ég held að þessi vinna muni fara til spillis ef að þetta verður ekki samþykkt núna á alþingi,“ segir Rebekka. Tengdar fréttir Stór mál eftir á Alþingi þegar stutt er í þingrof Sjö stór mál eru eftir á Alþingi þegar nokkrir dagar eru eftir af þinginu. Nefndarmenn í efnahags- og viðskiptanefnd eru undir miklu álagi með langflest málin undir. Áhyggjur af því að stjórnarandstaðan hleypi LÍN-málinu ekki í gegn. 20. september 2016 07:00 Stjórnarandstaðan mun koma í veg fyrir LÍN-frumvarp Stjórnarandstaðan mun koma í veg fyrir að LÍN-frumvarp menntamálaráðherra verði samþykkt enda málið ekki nógu gott. Þetta segir þingmaður Pírata en frumvarpið var afgreitt úr allsherjar- og menntamálanefnd í dag. 23. september 2016 22:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Eitt af stórum málunum sem ríkisstjórnin vill klára fyrir þinglok er námslánafrumvarp menntamálaráðherra. Frumvarpið hefur verið afar umdeilt bæði hjá hagsmunaaðilum sem og á stjórnmálasviðinu en undanfarið hefur það verið í vinnslu hjá Allsherjar- og menntamálanefnd þar sem það hefur tekið töluverðum breytingum. Ein stærsta breytingin og sennilega ein sú mikilvægasta er að námslán verða ekki greidd út sem lán að loknu námsári heldur sem styrkir með fram námi en það þýðir að stúdentar þurfa ekki að reiða sig á yfirdrátt eða önnur lán til þess að framfleyta sér í gegnum skólaárið með tilheyrandi lántökukostnað og vöxtum. Breytingartillaga Allsherjar- og menntamálanefndar er dýr og leggur nefndin til að fimm milljarðar verði settir í verkefnið í fjáraukalögum sem einnig þarf að samþykkja á alþingi fyrir þinglok. Formaður stúdentafélags Háskólans í Reykjavík fagnar breytingum Allsherjar- og menntamálanefndar. „Okkur lýst persónulega mjög vel á þetta. Það eina sem við hræddumst með að hafa fyrirfram greidda styrki og lán væri ef að þetta myndi valda stressi hjá nemendum að vera ekki að standast þær námsframvindukröfur sem þau sóttu um lán fyrir. En þetta er bara lánað að 22 ECTS einingum. Þannig að þetta gefur svigrúm fyrir um það bil einum áfanga,“ segir Rebekka Rún Jóhannesdóttir, formaður Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík. Rebekka vonast þó til að aðrar breytingar sem gerðar voru á frumvarpinu nái fram að ganga. Eins og að þak verði á vöxtum og að doktorsnám verði lánshæft en sjálf hefur hún ekki séð frumvarpið eftir breytingar.Það styttist til þingloka. Heldur þú að ríkisstjórnarflokkarnir nái þessu í gegnum þingið fyrir þinglok?„Ég vona það. Ég vona að þetta verði ekki einhver pólitískur áróður. Mér finnst það bara ekki gott þar sem við stúdentar erum búnir að berjast fyrir þessu í mörg ár og núna loksins er verið að svara ákalli okkar og við erum búin að leggja mikla vinnu í þetta í sumar og ég held að þessi vinna muni fara til spillis ef að þetta verður ekki samþykkt núna á alþingi,“ segir Rebekka.
Tengdar fréttir Stór mál eftir á Alþingi þegar stutt er í þingrof Sjö stór mál eru eftir á Alþingi þegar nokkrir dagar eru eftir af þinginu. Nefndarmenn í efnahags- og viðskiptanefnd eru undir miklu álagi með langflest málin undir. Áhyggjur af því að stjórnarandstaðan hleypi LÍN-málinu ekki í gegn. 20. september 2016 07:00 Stjórnarandstaðan mun koma í veg fyrir LÍN-frumvarp Stjórnarandstaðan mun koma í veg fyrir að LÍN-frumvarp menntamálaráðherra verði samþykkt enda málið ekki nógu gott. Þetta segir þingmaður Pírata en frumvarpið var afgreitt úr allsherjar- og menntamálanefnd í dag. 23. september 2016 22:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Stór mál eftir á Alþingi þegar stutt er í þingrof Sjö stór mál eru eftir á Alþingi þegar nokkrir dagar eru eftir af þinginu. Nefndarmenn í efnahags- og viðskiptanefnd eru undir miklu álagi með langflest málin undir. Áhyggjur af því að stjórnarandstaðan hleypi LÍN-málinu ekki í gegn. 20. september 2016 07:00
Stjórnarandstaðan mun koma í veg fyrir LÍN-frumvarp Stjórnarandstaðan mun koma í veg fyrir að LÍN-frumvarp menntamálaráðherra verði samþykkt enda málið ekki nógu gott. Þetta segir þingmaður Pírata en frumvarpið var afgreitt úr allsherjar- og menntamálanefnd í dag. 23. september 2016 22:00