Segir leiðina fram á við ekki að stórfjölga stóriðjuverum á Íslandi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 28. september 2016 14:36 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Anton Brink Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki sjá fyrir sér að álverum muni fjölga á Íslandi í framtíðinni. Hann telur að mikilvægt að horfa til nýrrar atvinnuuppbyggingar og skapandi greina. Þetta kom fram í sérstakri umræðu á Alþingi í dag um kostnað af ívilnunum til stóriðju á Íslandi. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, var málshefjandi. Björt sagði í ræðu sinni að því hefði statt og stöðugt verið haldið fram, meðal annars af Sjálfstæðisflokknum, að uppbygging stóriðju væri mikilvægasta tannhjólið í gagnvirkni samfélagsins. „En hvað kostar þessi stefna okkar? Stóriðjan fær afslátt af sköttum og gjöldum hjá ríki og sveitarfélögum. Hún borgar t.d. ekki fullt tryggingargjald eins og öll önnur fyrirtæki. Þetta er rökstutt þannig að ekki sé um tekjumissi að ræða heldur sé verið að setja upp hvata fyrir væntum tekjum og umsvifum, að við séum ekki að borga neitt út í hönd fyrir stóriðjuna,“ sagði Björt. „Ekkert er fjær sanni. Það er rétt að stóriðjan borgar ekki en allir aðrir gera það, almenningur með sínu skattfé, almenn fyrirtæki sem þurfa auðvitað að standa skil á öllum sínum sköttum og gjöldum. Stóriðjan er ekki hér inni í neinu tómarúmi þar sem ekkert kostar. Hún notar rafmagnið sem kostar að virkja, hún notar línulagnir, hún notar vegina, hún notar almannatryggingasjóði og svo framvegis. Hún notar þessa innviði en leggur ekki það sama til þeirra og restin af samfélaginu.“ Björt spurði fjármálaráðherra hversu mikið af fé hins opinbera fari í bein útgjöld til stóriðju „Mér leikur hugur á að vita hve mörg hundruð milljarða það eru sem farið hafa í bein útgjöld af hálfu hins opinbera í áranna rás til handa stóriðju, ekki í formi skattafsláttar heldur í bein útgjöld. Landsvirkjun tekur lán fyrir svona framkvæmdum og í því er fjárhagsleg áhætta fyrir skattgreiðendur sem eru eigendurnir. Það væri gott ef ráðherra gæti dregið allan þennan kostnað saman, þó að ég viti að það sé auðvitað erfitt, og svo væri áhugavert að heyra frá honum hve margar krónur hafa skilað sér inn í staðinn fyrir þessi útgjöld.“Skapandi greinar framtíðin Bjarni sagði í svari sínu að ólíklegt væri að álverum muni fjölga á næstu árum. „Ég vil taka undir með háttvirtum þingmanni þegar kemur að því að horfa til nýrrar atvinnuuppbyggingar, skapandi greinar.“ sagði Bjarni. „Við sjáum mörg fyrirtæki hasla sér völl frá Íslandi á því sviðinu. Ég nefni sem dæmi hugbúnaðarfyrirtækin sem þurfa meðal annars öflugt stöðugt efnahagsumhverfi. Að því leytinu til er ég algjörlega sammála háttivrtum þingmanni, leiðin fram á við er ekki að stórfjölga stóriðjuverum á Íslandi. Ég sé ekki fyrir mér til dæmis að álverum muni fjölga á Íslandi í framtíðinni. Ég sé það ekki fyrir mér. Ég sé það hins vegar fyrir mér að smærri iðnaðarfyrirtæki geti haslað sér hér völl og við þannig fengið meiri fjölbreytni í viðskiptahóp raforkufyrirtækjanna.“ Þá sagði Bjarni að Landsvirkjun muni byrja að greiða arð eftir tvö til þrjú ár. „Eftir einungis tvö til þrjú ár mun Landsvirkjun fara að greiða 15, 20, jafnvel 25 milljarða á ári til ríkisins í arð — 15–25 milljarða á hverju ári. Landsvirkjun hefur á undanförnum árum staðið í gríðarlega miklum framkvæmdum en á sama tíma greitt upp 80 milljarða af skuldum.“ Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki sjá fyrir sér að álverum muni fjölga á Íslandi í framtíðinni. Hann telur að mikilvægt að horfa til nýrrar atvinnuuppbyggingar og skapandi greina. Þetta kom fram í sérstakri umræðu á Alþingi í dag um kostnað af ívilnunum til stóriðju á Íslandi. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, var málshefjandi. Björt sagði í ræðu sinni að því hefði statt og stöðugt verið haldið fram, meðal annars af Sjálfstæðisflokknum, að uppbygging stóriðju væri mikilvægasta tannhjólið í gagnvirkni samfélagsins. „En hvað kostar þessi stefna okkar? Stóriðjan fær afslátt af sköttum og gjöldum hjá ríki og sveitarfélögum. Hún borgar t.d. ekki fullt tryggingargjald eins og öll önnur fyrirtæki. Þetta er rökstutt þannig að ekki sé um tekjumissi að ræða heldur sé verið að setja upp hvata fyrir væntum tekjum og umsvifum, að við séum ekki að borga neitt út í hönd fyrir stóriðjuna,“ sagði Björt. „Ekkert er fjær sanni. Það er rétt að stóriðjan borgar ekki en allir aðrir gera það, almenningur með sínu skattfé, almenn fyrirtæki sem þurfa auðvitað að standa skil á öllum sínum sköttum og gjöldum. Stóriðjan er ekki hér inni í neinu tómarúmi þar sem ekkert kostar. Hún notar rafmagnið sem kostar að virkja, hún notar línulagnir, hún notar vegina, hún notar almannatryggingasjóði og svo framvegis. Hún notar þessa innviði en leggur ekki það sama til þeirra og restin af samfélaginu.“ Björt spurði fjármálaráðherra hversu mikið af fé hins opinbera fari í bein útgjöld til stóriðju „Mér leikur hugur á að vita hve mörg hundruð milljarða það eru sem farið hafa í bein útgjöld af hálfu hins opinbera í áranna rás til handa stóriðju, ekki í formi skattafsláttar heldur í bein útgjöld. Landsvirkjun tekur lán fyrir svona framkvæmdum og í því er fjárhagsleg áhætta fyrir skattgreiðendur sem eru eigendurnir. Það væri gott ef ráðherra gæti dregið allan þennan kostnað saman, þó að ég viti að það sé auðvitað erfitt, og svo væri áhugavert að heyra frá honum hve margar krónur hafa skilað sér inn í staðinn fyrir þessi útgjöld.“Skapandi greinar framtíðin Bjarni sagði í svari sínu að ólíklegt væri að álverum muni fjölga á næstu árum. „Ég vil taka undir með háttvirtum þingmanni þegar kemur að því að horfa til nýrrar atvinnuuppbyggingar, skapandi greinar.“ sagði Bjarni. „Við sjáum mörg fyrirtæki hasla sér völl frá Íslandi á því sviðinu. Ég nefni sem dæmi hugbúnaðarfyrirtækin sem þurfa meðal annars öflugt stöðugt efnahagsumhverfi. Að því leytinu til er ég algjörlega sammála háttivrtum þingmanni, leiðin fram á við er ekki að stórfjölga stóriðjuverum á Íslandi. Ég sé ekki fyrir mér til dæmis að álverum muni fjölga á Íslandi í framtíðinni. Ég sé það ekki fyrir mér. Ég sé það hins vegar fyrir mér að smærri iðnaðarfyrirtæki geti haslað sér hér völl og við þannig fengið meiri fjölbreytni í viðskiptahóp raforkufyrirtækjanna.“ Þá sagði Bjarni að Landsvirkjun muni byrja að greiða arð eftir tvö til þrjú ár. „Eftir einungis tvö til þrjú ár mun Landsvirkjun fara að greiða 15, 20, jafnvel 25 milljarða á ári til ríkisins í arð — 15–25 milljarða á hverju ári. Landsvirkjun hefur á undanförnum árum staðið í gríðarlega miklum framkvæmdum en á sama tíma greitt upp 80 milljarða af skuldum.“
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira