Segir ráðherra hafa keypt sér aðgang að Alþingishúsinu Sveinn Arnarsson skrifar 29. september 2016 00:01 Vigdís Hauksdóttir alþingismaður vísir/pjetur Vigdísi Hauksdóttur, formanni fjárlaganefndar, finnst afar sérkennilegt að til til að klára framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng þurfi á þriðja milljarð króna aukalán frá hinu opinbera. Hún segir þarna kristallast kjördæmapot síðustu ríkisstjórnar og atkvæðaveiðar Steingríms J. Sigfússonar í eigin kjördæmi fyrir síðustu kosningar. Fréttablaðið sagði frá því í gær að búið væri að grafa um 83 prósent af lengd ganga undir Vaðlaheiði og að stjórnendur framkvæmdanna þyrftu á þriðja milljarð í aukalán til að ljúka framkvæmdum. Kostnaðaraukann mætti rekja til ófyrirséðra atburða þar sem heitt vatn og hrun úr gangalofti hefði komið mönnum í opna skjöldu.Frá Vaðlaheiðargöngum.Vísir/auðunn„Það er alveg ljóst í mínum huga að áætlunum og rannsóknum á bæði jarðgöngum í Vaðlaheiði og uppbyggingu á Bakka var stórkostlega ábótavant. Milljarðavíxlar hafa lent á hinu opinbera á meðan á framkvæmdum stendur,“ segir Vigdís. „Hér er um grímulaust kjördæmapot að ræða þar sem atkvæðaveiðar í héraði voru stundaðar fyrir síðustu kosningar og menn keyptu sér aðgang að alþingishúsinu. Þetta hefði ekki gerst ef landið væri eitt kjördæmi því þá hefðu menn hugsað um þjóðarhag en ekki þrönga hagsmuni sína í eigin kjördæmi.“ Vaðlaheiðargöng, sem tengja saman Eyjafjörð og Þingeyjarsýslur, voru samþykkt sem einkaframkvæmd í júní árið 2012. Lánin voru þó með ríkisábyrgð en lög um ríkisábyrgðir voru tekin úr sambandi við ákvarðanatökuna. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þurfa aukalán á þriðja milljarð til að ljúka framkvæmdum Vegna vatnselgs og hruns úr lofti Vaðlaheiðaganga þarf að fá aukalán frá ríkinu. Framkvæmdir við göngin eru langt komnar og búið að grafa um 83 prósent af heildarlengd þeirra. 28. september 2016 07:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Vigdísi Hauksdóttur, formanni fjárlaganefndar, finnst afar sérkennilegt að til til að klára framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng þurfi á þriðja milljarð króna aukalán frá hinu opinbera. Hún segir þarna kristallast kjördæmapot síðustu ríkisstjórnar og atkvæðaveiðar Steingríms J. Sigfússonar í eigin kjördæmi fyrir síðustu kosningar. Fréttablaðið sagði frá því í gær að búið væri að grafa um 83 prósent af lengd ganga undir Vaðlaheiði og að stjórnendur framkvæmdanna þyrftu á þriðja milljarð í aukalán til að ljúka framkvæmdum. Kostnaðaraukann mætti rekja til ófyrirséðra atburða þar sem heitt vatn og hrun úr gangalofti hefði komið mönnum í opna skjöldu.Frá Vaðlaheiðargöngum.Vísir/auðunn„Það er alveg ljóst í mínum huga að áætlunum og rannsóknum á bæði jarðgöngum í Vaðlaheiði og uppbyggingu á Bakka var stórkostlega ábótavant. Milljarðavíxlar hafa lent á hinu opinbera á meðan á framkvæmdum stendur,“ segir Vigdís. „Hér er um grímulaust kjördæmapot að ræða þar sem atkvæðaveiðar í héraði voru stundaðar fyrir síðustu kosningar og menn keyptu sér aðgang að alþingishúsinu. Þetta hefði ekki gerst ef landið væri eitt kjördæmi því þá hefðu menn hugsað um þjóðarhag en ekki þrönga hagsmuni sína í eigin kjördæmi.“ Vaðlaheiðargöng, sem tengja saman Eyjafjörð og Þingeyjarsýslur, voru samþykkt sem einkaframkvæmd í júní árið 2012. Lánin voru þó með ríkisábyrgð en lög um ríkisábyrgðir voru tekin úr sambandi við ákvarðanatökuna. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þurfa aukalán á þriðja milljarð til að ljúka framkvæmdum Vegna vatnselgs og hruns úr lofti Vaðlaheiðaganga þarf að fá aukalán frá ríkinu. Framkvæmdir við göngin eru langt komnar og búið að grafa um 83 prósent af heildarlengd þeirra. 28. september 2016 07:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Þurfa aukalán á þriðja milljarð til að ljúka framkvæmdum Vegna vatnselgs og hruns úr lofti Vaðlaheiðaganga þarf að fá aukalán frá ríkinu. Framkvæmdir við göngin eru langt komnar og búið að grafa um 83 prósent af heildarlengd þeirra. 28. september 2016 07:00