Óvæntur glaðningur frá forseta Íslands beið Lilju Katrínar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. september 2016 17:37 Lilja Katrín var hæstánægð með glaðninginn. mynd/lilja katrín Lilju Katrínu Gunnarsdóttur, bökunarsnillingi með meiru, beið óvæntur glaðningur þegar hún kom heim úr vinnunni í dag. Glaðningurinn var frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, sem mætti heim til Lilju á dögunum þegar hún stóð fyrir sólarhrings bökunarmaraþoni til styrktar Krafti. „Er ég kom heim úr vinnunni beið mín forsetaritari með gjö frá forseta Íslands – árituð og innrömmuð blaðaúrklippa af okkur forsíðufyrirsætunum. Stundum taka dagarnir óvænta stefnu,“ skrifar Lilja Katrín á Facebook. Myndin sem um ræðir hefur vakið mikla athygli en þar má sjá hvar Lilja brestur í grát er forsetinn birtist í eldhúsinu heima hjá henni. Lilja hafði þá staðið vaktina í eldhúsinu í tæpan sólarhring og báru tilfinningarnar hana, og Guðna sjálfan, ofurliði. „Hann brosti og þakkaði mér fyrir og þá brutust allt í einu allar þessar uppsöfnuðu tilfinningar út. Ég fór bara að hágráta svo ég segi það hreint út. Ég gróf andlit mitt í höndum mínum og reyndi að hafa hemil á þessu tilfinningaflóði án árangurs. En er ég leit upp aftur á forseta vor sá ég að hann var líka farinn að gráta,“ sagði Lilja að maraþoninu loknu í síðustu viku. Alls söfnuðust ríflega 500 þúsund krónur í maraþoninu og mun fjárhæðin renna óskert til Krafts – stuðningsfélags fyrir ungt fólk með krabbamein. Enn er hægt að styrkja málefnið í gegnum vefsíðu Lilju Katrínar, blaka.is.Myndin af Guðna, Lilju Katrínu og Sigurjónu Björgvinsdóttur, móður Lilju, birtist á forsíðu Fréttablaðsins. Vísir/Eyþór Tengdar fréttir „Besta og versta hugmynd sem ég hef fengið" Þrjátíu kíló af hveiti, 10 lítrar af rjóma og 25 kíló af sykri. Þetta er magnið af hráefnum sem ung kona í Kópavogi þurfti til að geta staðið í eldhúsinu og bakað kökur í sólarhring. Gestum og gangandi er velkomið að líta við í kaffi og kökur, gegn því að styrkja gott málefni. 17. september 2016 19:45 400 þúsund krónur söfnuðust: Grét með forsetanum í eldhúsinu heima Bakarinn Lilja Katrín Gunnarsdóttir grét gleðitárum þegar forseti Íslands birtist í dyragættinni. 19. september 2016 07:59 Bökunarmaraþonið tók á eins og 9 mánaða meðganga 24 klukkustunda bökunarmaraþoni ungrar konu í Kópavogi lauk nú á hádegi. Fjölmargir gestir hafa litið við á heimilinu undanfarinn sólarhring, fengið sér köku og styrkt um leið stuðningsfélagið Kraft. 18. september 2016 12:13 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Sjá meira
Lilju Katrínu Gunnarsdóttur, bökunarsnillingi með meiru, beið óvæntur glaðningur þegar hún kom heim úr vinnunni í dag. Glaðningurinn var frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, sem mætti heim til Lilju á dögunum þegar hún stóð fyrir sólarhrings bökunarmaraþoni til styrktar Krafti. „Er ég kom heim úr vinnunni beið mín forsetaritari með gjö frá forseta Íslands – árituð og innrömmuð blaðaúrklippa af okkur forsíðufyrirsætunum. Stundum taka dagarnir óvænta stefnu,“ skrifar Lilja Katrín á Facebook. Myndin sem um ræðir hefur vakið mikla athygli en þar má sjá hvar Lilja brestur í grát er forsetinn birtist í eldhúsinu heima hjá henni. Lilja hafði þá staðið vaktina í eldhúsinu í tæpan sólarhring og báru tilfinningarnar hana, og Guðna sjálfan, ofurliði. „Hann brosti og þakkaði mér fyrir og þá brutust allt í einu allar þessar uppsöfnuðu tilfinningar út. Ég fór bara að hágráta svo ég segi það hreint út. Ég gróf andlit mitt í höndum mínum og reyndi að hafa hemil á þessu tilfinningaflóði án árangurs. En er ég leit upp aftur á forseta vor sá ég að hann var líka farinn að gráta,“ sagði Lilja að maraþoninu loknu í síðustu viku. Alls söfnuðust ríflega 500 þúsund krónur í maraþoninu og mun fjárhæðin renna óskert til Krafts – stuðningsfélags fyrir ungt fólk með krabbamein. Enn er hægt að styrkja málefnið í gegnum vefsíðu Lilju Katrínar, blaka.is.Myndin af Guðna, Lilju Katrínu og Sigurjónu Björgvinsdóttur, móður Lilju, birtist á forsíðu Fréttablaðsins. Vísir/Eyþór
Tengdar fréttir „Besta og versta hugmynd sem ég hef fengið" Þrjátíu kíló af hveiti, 10 lítrar af rjóma og 25 kíló af sykri. Þetta er magnið af hráefnum sem ung kona í Kópavogi þurfti til að geta staðið í eldhúsinu og bakað kökur í sólarhring. Gestum og gangandi er velkomið að líta við í kaffi og kökur, gegn því að styrkja gott málefni. 17. september 2016 19:45 400 þúsund krónur söfnuðust: Grét með forsetanum í eldhúsinu heima Bakarinn Lilja Katrín Gunnarsdóttir grét gleðitárum þegar forseti Íslands birtist í dyragættinni. 19. september 2016 07:59 Bökunarmaraþonið tók á eins og 9 mánaða meðganga 24 klukkustunda bökunarmaraþoni ungrar konu í Kópavogi lauk nú á hádegi. Fjölmargir gestir hafa litið við á heimilinu undanfarinn sólarhring, fengið sér köku og styrkt um leið stuðningsfélagið Kraft. 18. september 2016 12:13 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Sjá meira
„Besta og versta hugmynd sem ég hef fengið" Þrjátíu kíló af hveiti, 10 lítrar af rjóma og 25 kíló af sykri. Þetta er magnið af hráefnum sem ung kona í Kópavogi þurfti til að geta staðið í eldhúsinu og bakað kökur í sólarhring. Gestum og gangandi er velkomið að líta við í kaffi og kökur, gegn því að styrkja gott málefni. 17. september 2016 19:45
400 þúsund krónur söfnuðust: Grét með forsetanum í eldhúsinu heima Bakarinn Lilja Katrín Gunnarsdóttir grét gleðitárum þegar forseti Íslands birtist í dyragættinni. 19. september 2016 07:59
Bökunarmaraþonið tók á eins og 9 mánaða meðganga 24 klukkustunda bökunarmaraþoni ungrar konu í Kópavogi lauk nú á hádegi. Fjölmargir gestir hafa litið við á heimilinu undanfarinn sólarhring, fengið sér köku og styrkt um leið stuðningsfélagið Kraft. 18. september 2016 12:13