Biluð textavél á RÚV: „Það er svo gaman að leika og við erum svo glöð“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. september 2016 23:37 Rangur texti birtist í tíufréttum Sjónvarps í kvöld. vísir/skjáskot/rúv Skondið atvik átti sér stað í tíufréttum Sjónvarps í kvöld þegar rangur texti birtist við frétt um Framsóknarflokkinn. Flokkurinn hefur verið í eldlínunni að undanförnu þar sem helst er umdeilt hver eigi að gegna formennsku í flokknum. Vilja margir að Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður flokksins, taki við formennsku, en aðrir segja formanninn, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, enn eiga drjúgan stuðning innan flokksins. Þá hefur mikið verið rætt um mögulegan ágreining á milli Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga og þegar Sigmundur var spurður út í ósættið birtist á skjánum: „Ég kom hingað með mömmu og systkinum mínum til að leika.“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra var jafnframt til viðtals í fréttatímanum og þegar hún var spurð út í mögulega framtíðarforystu birtist textinn: „Það er svo gaman að leika og við erum svo glöð.“ Þess má geta að Sigmundur Davíð sagðist í fréttatímanum ekki kannast við ósætti á milli sín og Sigurðar Inga, og Lilja Dögg sagðist vera að íhuga að gefa kost á sér sem varaformaður Framsóknarflokksins. Umrædd textabrot áttu þó að birtast við frétt um öllu alvarlegri mál, eða borgarastyrjöldina sem geisað hefur í Sýrlandi síðustu ár. Framsóknarmenn sakað fréttastofu RÚV um að vera í herferð gegn flokknum og fóru ummæli Arnars Páls Haukssonar, þegar hann kallaði Sigurð Inga Jóhannsson „þennan feita“, illa ofan í flokksmenn og reyndar fleiri. Mistökin í kvöld munu því mögulega vera olía á eld þeirra Framsóknarmanna sem telja RÚV óvinveitt flokknum. Tengdar fréttir Fréttamaður bað forsætisráðherra afsökunar á að hafa kallað hann feitan: „Þetta voru hrapaleg mistök“ Fréttamaðurinn lét þessi orð falla áður en pallborðsumræður stjórnmálaleiðtoga hófust á Fundi fólksins í dag. 2. september 2016 20:52 Vigdís um fréttamann RÚV: „Hér duga engar afsökunarbeiðnir“ Þingmaðurinn býst við að stjórn Ríkisútvarpsins taki upp ummæli fréttamanns frá pallborðsumræðum í dag. 2. september 2016 22:04 Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Sjá meira
Skondið atvik átti sér stað í tíufréttum Sjónvarps í kvöld þegar rangur texti birtist við frétt um Framsóknarflokkinn. Flokkurinn hefur verið í eldlínunni að undanförnu þar sem helst er umdeilt hver eigi að gegna formennsku í flokknum. Vilja margir að Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður flokksins, taki við formennsku, en aðrir segja formanninn, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, enn eiga drjúgan stuðning innan flokksins. Þá hefur mikið verið rætt um mögulegan ágreining á milli Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga og þegar Sigmundur var spurður út í ósættið birtist á skjánum: „Ég kom hingað með mömmu og systkinum mínum til að leika.“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra var jafnframt til viðtals í fréttatímanum og þegar hún var spurð út í mögulega framtíðarforystu birtist textinn: „Það er svo gaman að leika og við erum svo glöð.“ Þess má geta að Sigmundur Davíð sagðist í fréttatímanum ekki kannast við ósætti á milli sín og Sigurðar Inga, og Lilja Dögg sagðist vera að íhuga að gefa kost á sér sem varaformaður Framsóknarflokksins. Umrædd textabrot áttu þó að birtast við frétt um öllu alvarlegri mál, eða borgarastyrjöldina sem geisað hefur í Sýrlandi síðustu ár. Framsóknarmenn sakað fréttastofu RÚV um að vera í herferð gegn flokknum og fóru ummæli Arnars Páls Haukssonar, þegar hann kallaði Sigurð Inga Jóhannsson „þennan feita“, illa ofan í flokksmenn og reyndar fleiri. Mistökin í kvöld munu því mögulega vera olía á eld þeirra Framsóknarmanna sem telja RÚV óvinveitt flokknum.
Tengdar fréttir Fréttamaður bað forsætisráðherra afsökunar á að hafa kallað hann feitan: „Þetta voru hrapaleg mistök“ Fréttamaðurinn lét þessi orð falla áður en pallborðsumræður stjórnmálaleiðtoga hófust á Fundi fólksins í dag. 2. september 2016 20:52 Vigdís um fréttamann RÚV: „Hér duga engar afsökunarbeiðnir“ Þingmaðurinn býst við að stjórn Ríkisútvarpsins taki upp ummæli fréttamanns frá pallborðsumræðum í dag. 2. september 2016 22:04 Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Sjá meira
Fréttamaður bað forsætisráðherra afsökunar á að hafa kallað hann feitan: „Þetta voru hrapaleg mistök“ Fréttamaðurinn lét þessi orð falla áður en pallborðsumræður stjórnmálaleiðtoga hófust á Fundi fólksins í dag. 2. september 2016 20:52
Vigdís um fréttamann RÚV: „Hér duga engar afsökunarbeiðnir“ Þingmaðurinn býst við að stjórn Ríkisútvarpsins taki upp ummæli fréttamanns frá pallborðsumræðum í dag. 2. september 2016 22:04