Nærri því fullkomin byrjun Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. september 2016 06:00 Hlynur Bæringsson skýlir boltanum frá varnarmönnum Sviss. vísir/ernir Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í körfubolta byrjuðu undankeppni EM 2017 frábærlega í gærkvöldi þegar þeir lögðu Sviss í fyrsta leik liðanna í A-riðli, 88-72. Belgía, sem er líklegast til sigurs í riðlinum, vann 20 stiga sigur á Kýpur sem Ísland mætir næst en líklegt þykir að strákarnir þurfi að ná sér í farseðil á EM í gegnum annað sætið. Þá þarf einmitt að vinna svona leiki eins og í gær og það gerði liðið með stæl. Varnarleikur Íslands var algjörlega frábær stóran hluta leiksins, líklega sá besti sem það hefur sýnt í langan tíma. Hörður Axel Vilhjálmsson setti tóninn með því að neyða einn leikmanna gestanna til að missa boltann út af eftir nokkrar sekúndur. Bara í fyrsta leikhluta misstu leikmenn Sviss boltann sex sinnum þökk sé frábærri vörn íslenska liðsins. „Hössi byrjaði leikinn mjög vel með góðum sendingum og hann spilaði mjög kröftuga vörn allan leikinn,“ sagði sallarólegur Craig Pedersen landsliðsþjálfari við Fréttablaðið eftir leik. Á meðan leikmennirnir gáfu áhorfendum spaðafimmur og stoltum ættingjum sínum knús var Pedersen stóískur. Hann faðmaði dóttur sína en reif menn svo inn í klefa og átti við þá eitt orð.Liðsframlag „Auðvitað get ég ekki kvartað yfir úrslitunum en í heildina vil ég að við gerum fleiri hluti betur,“ sagði Pedersen. „Við vorum svolítið upp og niður í dag. Þetta var sveiflukennt. Við þurfum að vera stöðugri gegn svona góðu og reyndu liði. Þegar við vorum að ná góðri forystu misstum við hana niður og stígandinn varð þeirra.“ Kanadamaðurinn hafði rétt fyrir sér. Augljóslega, hann er þjálfarinn. Íslenska liðið náði góðri forystu snemma leiks og var 46-21 yfir þegar tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þá skoruðu gestirnir átta stig í röð og minnkuðu muninn í 18 stig þegar þeir virtust algjörlega búnir. Það gaf þeim meðbyr fyrir seinni hálfleikinn. Svisslendingar mættu líka sterkir til seinni hálfleiks voru fljótlega búnir að minnka muninn í níu stig. En þá kom að því sem á endanum skilaði íslenska liðinu sigri; liðsframlagið. Ægir Þór Steinarsson kom sterkur inn og spilaði dúndurvörn og hægði á gestunum á mikilvægum tímapunkti. Svo voru margir sem settu stórar körfur. Logi Gunnarsson skoraði þrettán stig af sama blettinum í öðrum leikhluta, fyrirliðinn Hlynur Bæringsson dúkkaði upp með þrjá þrista og Martin og Hörður Axel áttu nokkrar keyrslur að körfunni sem voru í heimsklassa. „Við fengum framlag frá mismunandi leikmönnum á mismunandi tímum sem er mikilvægt fyrir okkur. Við erum ekki lið sem er með einhvern einn leikmann sem er nógu góður til að vinna fyrir okkur leiki. Innkoma Ægis var til dæmis mjög góð,“ sagði Pedersen.Óskrifaða reglan Það að halda Sviss í 72 stigum, spila frábæra vörn á löngum köflum og vinna þennan mikilvæga heimaleik virðist fullkomin byrjun. Og fyrir flesta sem skemmtu sér í stúkunni var hún það. Pedersen horfir þó auðvitað lengra enda eru erfiðir leikir eftir. Til dæmis útileikurinn gegn Sviss. „Svisslendingarnir löguðu sig að okkar leik í seinni hálfleik. Næst þegar við mætum þeim þurfum við að vera búnir að skoða hvað þeir gerðu og eiga svör. „Við þurfum að verða betri og ná upp meiri stöðugleika,“ sagði Pedersen. Sjö leikmenn liðsins skoruðu yfir tíu stig í þessum mikla liðssigri. Bakvarðaparið sem byrjaði leikinn og mun væntanlega byrja flesta leiki héðan af; Martin Hermannsson og Hörður Axel skiluðu 30 stigum, ellefu stoðsendingum og fimm fráköstum saman fyrir utan að spila frábæran varnarleik. Þetta tvíeyki virtist Craig vera að prófa á æfingamótinu á dögunum. „Við vorum kannski ekki beint að prófa þá bara saman. Við erum bara með óskrifaða reglu að Martin eða Jón Arnór eru alltaf á vellinum. Þeir eru svo skapandi og þeir stóðu sig vel í því í dag,“ sagði Craig Pedersen. Ísland mætir næst Kýpur ytra um helgina en efsta liðið í hverjum af riðlunum sex fer beint á EM og fjögur bestu liðin í öðru sæti. Körfubolti Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í körfubolta byrjuðu undankeppni EM 2017 frábærlega í gærkvöldi þegar þeir lögðu Sviss í fyrsta leik liðanna í A-riðli, 88-72. Belgía, sem er líklegast til sigurs í riðlinum, vann 20 stiga sigur á Kýpur sem Ísland mætir næst en líklegt þykir að strákarnir þurfi að ná sér í farseðil á EM í gegnum annað sætið. Þá þarf einmitt að vinna svona leiki eins og í gær og það gerði liðið með stæl. Varnarleikur Íslands var algjörlega frábær stóran hluta leiksins, líklega sá besti sem það hefur sýnt í langan tíma. Hörður Axel Vilhjálmsson setti tóninn með því að neyða einn leikmanna gestanna til að missa boltann út af eftir nokkrar sekúndur. Bara í fyrsta leikhluta misstu leikmenn Sviss boltann sex sinnum þökk sé frábærri vörn íslenska liðsins. „Hössi byrjaði leikinn mjög vel með góðum sendingum og hann spilaði mjög kröftuga vörn allan leikinn,“ sagði sallarólegur Craig Pedersen landsliðsþjálfari við Fréttablaðið eftir leik. Á meðan leikmennirnir gáfu áhorfendum spaðafimmur og stoltum ættingjum sínum knús var Pedersen stóískur. Hann faðmaði dóttur sína en reif menn svo inn í klefa og átti við þá eitt orð.Liðsframlag „Auðvitað get ég ekki kvartað yfir úrslitunum en í heildina vil ég að við gerum fleiri hluti betur,“ sagði Pedersen. „Við vorum svolítið upp og niður í dag. Þetta var sveiflukennt. Við þurfum að vera stöðugri gegn svona góðu og reyndu liði. Þegar við vorum að ná góðri forystu misstum við hana niður og stígandinn varð þeirra.“ Kanadamaðurinn hafði rétt fyrir sér. Augljóslega, hann er þjálfarinn. Íslenska liðið náði góðri forystu snemma leiks og var 46-21 yfir þegar tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þá skoruðu gestirnir átta stig í röð og minnkuðu muninn í 18 stig þegar þeir virtust algjörlega búnir. Það gaf þeim meðbyr fyrir seinni hálfleikinn. Svisslendingar mættu líka sterkir til seinni hálfleiks voru fljótlega búnir að minnka muninn í níu stig. En þá kom að því sem á endanum skilaði íslenska liðinu sigri; liðsframlagið. Ægir Þór Steinarsson kom sterkur inn og spilaði dúndurvörn og hægði á gestunum á mikilvægum tímapunkti. Svo voru margir sem settu stórar körfur. Logi Gunnarsson skoraði þrettán stig af sama blettinum í öðrum leikhluta, fyrirliðinn Hlynur Bæringsson dúkkaði upp með þrjá þrista og Martin og Hörður Axel áttu nokkrar keyrslur að körfunni sem voru í heimsklassa. „Við fengum framlag frá mismunandi leikmönnum á mismunandi tímum sem er mikilvægt fyrir okkur. Við erum ekki lið sem er með einhvern einn leikmann sem er nógu góður til að vinna fyrir okkur leiki. Innkoma Ægis var til dæmis mjög góð,“ sagði Pedersen.Óskrifaða reglan Það að halda Sviss í 72 stigum, spila frábæra vörn á löngum köflum og vinna þennan mikilvæga heimaleik virðist fullkomin byrjun. Og fyrir flesta sem skemmtu sér í stúkunni var hún það. Pedersen horfir þó auðvitað lengra enda eru erfiðir leikir eftir. Til dæmis útileikurinn gegn Sviss. „Svisslendingarnir löguðu sig að okkar leik í seinni hálfleik. Næst þegar við mætum þeim þurfum við að vera búnir að skoða hvað þeir gerðu og eiga svör. „Við þurfum að verða betri og ná upp meiri stöðugleika,“ sagði Pedersen. Sjö leikmenn liðsins skoruðu yfir tíu stig í þessum mikla liðssigri. Bakvarðaparið sem byrjaði leikinn og mun væntanlega byrja flesta leiki héðan af; Martin Hermannsson og Hörður Axel skiluðu 30 stigum, ellefu stoðsendingum og fimm fráköstum saman fyrir utan að spila frábæran varnarleik. Þetta tvíeyki virtist Craig vera að prófa á æfingamótinu á dögunum. „Við vorum kannski ekki beint að prófa þá bara saman. Við erum bara með óskrifaða reglu að Martin eða Jón Arnór eru alltaf á vellinum. Þeir eru svo skapandi og þeir stóðu sig vel í því í dag,“ sagði Craig Pedersen. Ísland mætir næst Kýpur ytra um helgina en efsta liðið í hverjum af riðlunum sex fer beint á EM og fjögur bestu liðin í öðru sæti.
Körfubolti Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira