Nærri því fullkomin byrjun Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. september 2016 06:00 Hlynur Bæringsson skýlir boltanum frá varnarmönnum Sviss. vísir/ernir Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í körfubolta byrjuðu undankeppni EM 2017 frábærlega í gærkvöldi þegar þeir lögðu Sviss í fyrsta leik liðanna í A-riðli, 88-72. Belgía, sem er líklegast til sigurs í riðlinum, vann 20 stiga sigur á Kýpur sem Ísland mætir næst en líklegt þykir að strákarnir þurfi að ná sér í farseðil á EM í gegnum annað sætið. Þá þarf einmitt að vinna svona leiki eins og í gær og það gerði liðið með stæl. Varnarleikur Íslands var algjörlega frábær stóran hluta leiksins, líklega sá besti sem það hefur sýnt í langan tíma. Hörður Axel Vilhjálmsson setti tóninn með því að neyða einn leikmanna gestanna til að missa boltann út af eftir nokkrar sekúndur. Bara í fyrsta leikhluta misstu leikmenn Sviss boltann sex sinnum þökk sé frábærri vörn íslenska liðsins. „Hössi byrjaði leikinn mjög vel með góðum sendingum og hann spilaði mjög kröftuga vörn allan leikinn,“ sagði sallarólegur Craig Pedersen landsliðsþjálfari við Fréttablaðið eftir leik. Á meðan leikmennirnir gáfu áhorfendum spaðafimmur og stoltum ættingjum sínum knús var Pedersen stóískur. Hann faðmaði dóttur sína en reif menn svo inn í klefa og átti við þá eitt orð.Liðsframlag „Auðvitað get ég ekki kvartað yfir úrslitunum en í heildina vil ég að við gerum fleiri hluti betur,“ sagði Pedersen. „Við vorum svolítið upp og niður í dag. Þetta var sveiflukennt. Við þurfum að vera stöðugri gegn svona góðu og reyndu liði. Þegar við vorum að ná góðri forystu misstum við hana niður og stígandinn varð þeirra.“ Kanadamaðurinn hafði rétt fyrir sér. Augljóslega, hann er þjálfarinn. Íslenska liðið náði góðri forystu snemma leiks og var 46-21 yfir þegar tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þá skoruðu gestirnir átta stig í röð og minnkuðu muninn í 18 stig þegar þeir virtust algjörlega búnir. Það gaf þeim meðbyr fyrir seinni hálfleikinn. Svisslendingar mættu líka sterkir til seinni hálfleiks voru fljótlega búnir að minnka muninn í níu stig. En þá kom að því sem á endanum skilaði íslenska liðinu sigri; liðsframlagið. Ægir Þór Steinarsson kom sterkur inn og spilaði dúndurvörn og hægði á gestunum á mikilvægum tímapunkti. Svo voru margir sem settu stórar körfur. Logi Gunnarsson skoraði þrettán stig af sama blettinum í öðrum leikhluta, fyrirliðinn Hlynur Bæringsson dúkkaði upp með þrjá þrista og Martin og Hörður Axel áttu nokkrar keyrslur að körfunni sem voru í heimsklassa. „Við fengum framlag frá mismunandi leikmönnum á mismunandi tímum sem er mikilvægt fyrir okkur. Við erum ekki lið sem er með einhvern einn leikmann sem er nógu góður til að vinna fyrir okkur leiki. Innkoma Ægis var til dæmis mjög góð,“ sagði Pedersen.Óskrifaða reglan Það að halda Sviss í 72 stigum, spila frábæra vörn á löngum köflum og vinna þennan mikilvæga heimaleik virðist fullkomin byrjun. Og fyrir flesta sem skemmtu sér í stúkunni var hún það. Pedersen horfir þó auðvitað lengra enda eru erfiðir leikir eftir. Til dæmis útileikurinn gegn Sviss. „Svisslendingarnir löguðu sig að okkar leik í seinni hálfleik. Næst þegar við mætum þeim þurfum við að vera búnir að skoða hvað þeir gerðu og eiga svör. „Við þurfum að verða betri og ná upp meiri stöðugleika,“ sagði Pedersen. Sjö leikmenn liðsins skoruðu yfir tíu stig í þessum mikla liðssigri. Bakvarðaparið sem byrjaði leikinn og mun væntanlega byrja flesta leiki héðan af; Martin Hermannsson og Hörður Axel skiluðu 30 stigum, ellefu stoðsendingum og fimm fráköstum saman fyrir utan að spila frábæran varnarleik. Þetta tvíeyki virtist Craig vera að prófa á æfingamótinu á dögunum. „Við vorum kannski ekki beint að prófa þá bara saman. Við erum bara með óskrifaða reglu að Martin eða Jón Arnór eru alltaf á vellinum. Þeir eru svo skapandi og þeir stóðu sig vel í því í dag,“ sagði Craig Pedersen. Ísland mætir næst Kýpur ytra um helgina en efsta liðið í hverjum af riðlunum sex fer beint á EM og fjögur bestu liðin í öðru sæti. Körfubolti Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Starf Amorims öruggt Enski boltinn Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Fleiri fréttir Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í körfubolta byrjuðu undankeppni EM 2017 frábærlega í gærkvöldi þegar þeir lögðu Sviss í fyrsta leik liðanna í A-riðli, 88-72. Belgía, sem er líklegast til sigurs í riðlinum, vann 20 stiga sigur á Kýpur sem Ísland mætir næst en líklegt þykir að strákarnir þurfi að ná sér í farseðil á EM í gegnum annað sætið. Þá þarf einmitt að vinna svona leiki eins og í gær og það gerði liðið með stæl. Varnarleikur Íslands var algjörlega frábær stóran hluta leiksins, líklega sá besti sem það hefur sýnt í langan tíma. Hörður Axel Vilhjálmsson setti tóninn með því að neyða einn leikmanna gestanna til að missa boltann út af eftir nokkrar sekúndur. Bara í fyrsta leikhluta misstu leikmenn Sviss boltann sex sinnum þökk sé frábærri vörn íslenska liðsins. „Hössi byrjaði leikinn mjög vel með góðum sendingum og hann spilaði mjög kröftuga vörn allan leikinn,“ sagði sallarólegur Craig Pedersen landsliðsþjálfari við Fréttablaðið eftir leik. Á meðan leikmennirnir gáfu áhorfendum spaðafimmur og stoltum ættingjum sínum knús var Pedersen stóískur. Hann faðmaði dóttur sína en reif menn svo inn í klefa og átti við þá eitt orð.Liðsframlag „Auðvitað get ég ekki kvartað yfir úrslitunum en í heildina vil ég að við gerum fleiri hluti betur,“ sagði Pedersen. „Við vorum svolítið upp og niður í dag. Þetta var sveiflukennt. Við þurfum að vera stöðugri gegn svona góðu og reyndu liði. Þegar við vorum að ná góðri forystu misstum við hana niður og stígandinn varð þeirra.“ Kanadamaðurinn hafði rétt fyrir sér. Augljóslega, hann er þjálfarinn. Íslenska liðið náði góðri forystu snemma leiks og var 46-21 yfir þegar tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þá skoruðu gestirnir átta stig í röð og minnkuðu muninn í 18 stig þegar þeir virtust algjörlega búnir. Það gaf þeim meðbyr fyrir seinni hálfleikinn. Svisslendingar mættu líka sterkir til seinni hálfleiks voru fljótlega búnir að minnka muninn í níu stig. En þá kom að því sem á endanum skilaði íslenska liðinu sigri; liðsframlagið. Ægir Þór Steinarsson kom sterkur inn og spilaði dúndurvörn og hægði á gestunum á mikilvægum tímapunkti. Svo voru margir sem settu stórar körfur. Logi Gunnarsson skoraði þrettán stig af sama blettinum í öðrum leikhluta, fyrirliðinn Hlynur Bæringsson dúkkaði upp með þrjá þrista og Martin og Hörður Axel áttu nokkrar keyrslur að körfunni sem voru í heimsklassa. „Við fengum framlag frá mismunandi leikmönnum á mismunandi tímum sem er mikilvægt fyrir okkur. Við erum ekki lið sem er með einhvern einn leikmann sem er nógu góður til að vinna fyrir okkur leiki. Innkoma Ægis var til dæmis mjög góð,“ sagði Pedersen.Óskrifaða reglan Það að halda Sviss í 72 stigum, spila frábæra vörn á löngum köflum og vinna þennan mikilvæga heimaleik virðist fullkomin byrjun. Og fyrir flesta sem skemmtu sér í stúkunni var hún það. Pedersen horfir þó auðvitað lengra enda eru erfiðir leikir eftir. Til dæmis útileikurinn gegn Sviss. „Svisslendingarnir löguðu sig að okkar leik í seinni hálfleik. Næst þegar við mætum þeim þurfum við að vera búnir að skoða hvað þeir gerðu og eiga svör. „Við þurfum að verða betri og ná upp meiri stöðugleika,“ sagði Pedersen. Sjö leikmenn liðsins skoruðu yfir tíu stig í þessum mikla liðssigri. Bakvarðaparið sem byrjaði leikinn og mun væntanlega byrja flesta leiki héðan af; Martin Hermannsson og Hörður Axel skiluðu 30 stigum, ellefu stoðsendingum og fimm fráköstum saman fyrir utan að spila frábæran varnarleik. Þetta tvíeyki virtist Craig vera að prófa á æfingamótinu á dögunum. „Við vorum kannski ekki beint að prófa þá bara saman. Við erum bara með óskrifaða reglu að Martin eða Jón Arnór eru alltaf á vellinum. Þeir eru svo skapandi og þeir stóðu sig vel í því í dag,“ sagði Craig Pedersen. Ísland mætir næst Kýpur ytra um helgina en efsta liðið í hverjum af riðlunum sex fer beint á EM og fjögur bestu liðin í öðru sæti.
Körfubolti Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Starf Amorims öruggt Enski boltinn Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Fleiri fréttir Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Sjá meira