Unnur Brá kjörin formaður Vestnorræna ráðsins Atli Ísleifsson skrifar 23. ágúst 2016 11:17 Unnur Brá Konráðsdóttir er þingkona Sjálfstæðisflokksins og formaður Vestnorræna ráðsins. Mynd/Alþingi Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og formaður Vestnorræna ráðsins, hefur verið kjörin formaður Vestnorræna ráðsins. 32. ársfundur ráðsins var haldinn í Qaqortoq á Suður-Grænlandi á sunnudag og mánudag. Í tilkynningu frá Alþingi segir að í ræðu sinni hafi Unnur Brá lagt áherslu á mikilvægi þess að Vestnorræna ráðið haldi áfram að vinna að nánara samstarfi vestnorrænu landanna um málefni norðurslóða, þar á meðal á vettvangi Hringborðs norðurslóða og með því að tryggja að umsókn ráðsins um áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu verði samþykkt. Unnur hafi fagnað yfirlýsingu utanríkiráðherra aðildarlandanna þriggja um að kannaðir verði kostir þess að gera þríhliða fríverslunarsamning milli landanna. „Ársfundur samþykkti að hvetja stjórnvöld á Íslandi, í Færeyjum og á Grænlandi að vinna sameiginlega að rannsókn um umfang plasts í Norður-Atlantshafi og ekki síst áhrif þess á lífríki hafsins. Einnig var samþykkt að beina því til stjórnvalda landanna þriggja að vinna að greiningu á fýsileika þess að setja á fót vestnorræna eftirskóla, ætluðum 14-17 ára ungmennum frá vestnorrænu löndunum. Loks samþykkti ársfundur að beina því til stjórnvalda landanna þriggja að standa fyrir sameiginlegri ráðstefnu um stöðu vestnorrænu landanna í nýjum landfræðipólitískum veruleika. Vestnorræna ráðið er samstarfsvettvangur Alþingis, Landsþings Grænlands og Lögþings Færeyja. Löndin þrjú skipa sex fulltrúa hvert í Vestnorræna ráðið. Unnur Brá Konráðsdóttir tekur við embættinu af Lars-Emil Johansen, forseta grænlenska Landsþingsins. Auk Unnar Brár skipa Íslandsdeild ráðsins Páll Jóhann Pálsson, varaformaður, Oddný G. Harðardóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Páll Valur Björnsson og Þorsteinn Sæmundsson. Formaður ráðsins er kjörinn til eins árs,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira
Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og formaður Vestnorræna ráðsins, hefur verið kjörin formaður Vestnorræna ráðsins. 32. ársfundur ráðsins var haldinn í Qaqortoq á Suður-Grænlandi á sunnudag og mánudag. Í tilkynningu frá Alþingi segir að í ræðu sinni hafi Unnur Brá lagt áherslu á mikilvægi þess að Vestnorræna ráðið haldi áfram að vinna að nánara samstarfi vestnorrænu landanna um málefni norðurslóða, þar á meðal á vettvangi Hringborðs norðurslóða og með því að tryggja að umsókn ráðsins um áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu verði samþykkt. Unnur hafi fagnað yfirlýsingu utanríkiráðherra aðildarlandanna þriggja um að kannaðir verði kostir þess að gera þríhliða fríverslunarsamning milli landanna. „Ársfundur samþykkti að hvetja stjórnvöld á Íslandi, í Færeyjum og á Grænlandi að vinna sameiginlega að rannsókn um umfang plasts í Norður-Atlantshafi og ekki síst áhrif þess á lífríki hafsins. Einnig var samþykkt að beina því til stjórnvalda landanna þriggja að vinna að greiningu á fýsileika þess að setja á fót vestnorræna eftirskóla, ætluðum 14-17 ára ungmennum frá vestnorrænu löndunum. Loks samþykkti ársfundur að beina því til stjórnvalda landanna þriggja að standa fyrir sameiginlegri ráðstefnu um stöðu vestnorrænu landanna í nýjum landfræðipólitískum veruleika. Vestnorræna ráðið er samstarfsvettvangur Alþingis, Landsþings Grænlands og Lögþings Færeyja. Löndin þrjú skipa sex fulltrúa hvert í Vestnorræna ráðið. Unnur Brá Konráðsdóttir tekur við embættinu af Lars-Emil Johansen, forseta grænlenska Landsþingsins. Auk Unnar Brár skipa Íslandsdeild ráðsins Páll Jóhann Pálsson, varaformaður, Oddný G. Harðardóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Páll Valur Björnsson og Þorsteinn Sæmundsson. Formaður ráðsins er kjörinn til eins árs,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira