Innlent

Í beinni: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Staðan hefur aldrei verið svona slæm, segir Guðrún Sólveig, leikskólastjóri í Reykjavík en skólanum hefur verið gert að skera enn frekar niður. Hún segir leikskólastjórnendur örmagna og ekki vita hvernig hægt sé að skera frekar niður en margir íhugi nú uppsögn vegna þessarar stöðu. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þar verður einnig rætt við þingmann Samfylkingar sem vill gera breytingar á náttúruverndarlögum til að greiða úr þeirri flækju sem upp er komin varðandi uppbyggingu á bakka, en atvinnuveganefnd mun má aðila málsins á sinn fund.

Við verðum í beinni frá bæjarhátíð Seltjarnarness en við munum einnig kynna okkur myglu á Landakotsspítala en vinnueftirlitið innsiglaði í gær skrifstofurými lækna á Landakoti. Óskað var eftir skoðun vegna veikinda starfsmanna.

Baltasar Kormákur verður síðan í viðtali hjá Telmu Tómasson, til að ræða nýjustu kvikmynd sína, Eiðinn.

Þetta og miklu meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar, og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×