Erlent

Ellefu særðir eftir sprengingu á taílenskum ferðamannastað

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Frá Hua Hin.
Frá Hua Hin. vísir/getty
Tvær sprengjur sprungu með stuttu millibili fyrir stundu í taílenska strandbænum Hua Hin. Talið er að ellefu séu særðir.

Hua Hin er um 200 kílómetra suður af höfuðborginni Bangkok. Staðurinn er vinsæll ferðamannastaður og er talið að stór hluti hinna særðu séu erlendir ferðamenn.

Óstaðfestar fregnir herma að einn sé látinn og fjórir lífhættulega slasaðir. Það á enn eftir að skýrast.

Fréttin verður uppfærð þegar frekari fregnir berast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×