Erlent

Hollande: Skógareldana við Marseille má trúlega rekja til íkveikju

Atli Ísleifsson skrifar
Áætlað er að eldarnir hafi náð yfir rúmlega 3.300 hektara lands.
Áætlað er að eldarnir hafi náð yfir rúmlega 3.300 hektara lands. Vísir/AFP
Francois Hollande Frakklandsforseti segir líklegt að skógareldana sem geisað hafa norður og vestur af stórborginni Marseille síðustu daga megi rekja til íkveikju.

„Þeir sem standa á bakvið þetta munu finnast og þeim refsað,“ segir Hollande.

Um 1.800 slökkviliðsmenn og fjögur hundruð lögreglumenn hafa tekið þátt í slökkvistarfinu, en áætlað er að eldarnir hafi náð yfir rúmlega 3.300 hektara lands.

Þrír hafa slasast í eldunum, heimili eyðilagst í bænum Vitrolles og mörg hundruð manns hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín vegna eldanna.

Slökkviliðsmenn í Frakklandi hafa nú að mestu náð tökum á eldunum.

Miklir skógareldar hafa einnig geisað á meginlandi Portúgals og á portúgölsku eyjunni Madeira síðustu daga vegna mikilla þurrka.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×