Horfði á sigur Liverpool áður en hann setti heimsmetið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2016 21:12 Wayde van Niekerk. Vísir/Getty Suður-Afríkumaðurinn Wayde van Niekerk sló í gær eitt af þessum langlífu heimsmetum frjálsra íþrótta þegar hann tryggði sér Ólympíugull í 400 metra hlaupi karla. Wayde van Niekerk hljóp á 43,03 sekúndum og sló heimsmet Michael Johnson sem var sett á síðustu öld, nánar tilgetið á HM í Sevilla árið 1999. Þetta er eitt af metunum sem margir töldu að myndi jafnvel aldrei vera bætt og það er óhætt að segja að frábært hlaup Suður-Afríkumannsins hafi komið á óvart. Það vakti ennfremur athygli að Ólympíumeistarinn blandaði leik Liverpool og Arsenal í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar inn í viðtalið við sig eftir hlaupið. „Ég horfði á Liverpool-leikinn áður en ég fór út á völl. Ég var alveg að missa mig af því að þetta var svo spennandi leikur. Við náðum samt að vinna," sagði Wayde van Niekerk en hann er mikill stuðningsmaður Liverpool. Liverpool lenti 1-0 undir í leiknum, komst síðan í 4-1 en rétt slapp á endanum með 4-3 sigur á æsispennandi lokamínútum. „Bróðir minn er stuðningsmaður Arsenal. Þetta getur því ekki verið betri dagur, ég er kominn með heimsmetið og Ólympíugull og Liverpool vann Arsenal," sagði Wayde van Niekerk. Wayde van Niekerk fékk líka hvatningu frá Usain Bolt fyrir hlaupið. „Bolt sagði við mig á Jamaíka að ég myndi bæta heimsmetið. Í kvöld sagði hann síðan við mig: Ég sagði þér að þú gætir þetta," sagði Wayde van Niekerk. Usain Bolt fylgdi í kjölfarið á Wayde van Niekerk og tryggði sér líka Ólympíugull. Bolt vann þá 100 metra hlaup karla á þriðju Ólympíuleikunum í röð. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö kjaftshögg rétt fyrir hálfleik Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Sjá meira
Suður-Afríkumaðurinn Wayde van Niekerk sló í gær eitt af þessum langlífu heimsmetum frjálsra íþrótta þegar hann tryggði sér Ólympíugull í 400 metra hlaupi karla. Wayde van Niekerk hljóp á 43,03 sekúndum og sló heimsmet Michael Johnson sem var sett á síðustu öld, nánar tilgetið á HM í Sevilla árið 1999. Þetta er eitt af metunum sem margir töldu að myndi jafnvel aldrei vera bætt og það er óhætt að segja að frábært hlaup Suður-Afríkumannsins hafi komið á óvart. Það vakti ennfremur athygli að Ólympíumeistarinn blandaði leik Liverpool og Arsenal í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar inn í viðtalið við sig eftir hlaupið. „Ég horfði á Liverpool-leikinn áður en ég fór út á völl. Ég var alveg að missa mig af því að þetta var svo spennandi leikur. Við náðum samt að vinna," sagði Wayde van Niekerk en hann er mikill stuðningsmaður Liverpool. Liverpool lenti 1-0 undir í leiknum, komst síðan í 4-1 en rétt slapp á endanum með 4-3 sigur á æsispennandi lokamínútum. „Bróðir minn er stuðningsmaður Arsenal. Þetta getur því ekki verið betri dagur, ég er kominn með heimsmetið og Ólympíugull og Liverpool vann Arsenal," sagði Wayde van Niekerk. Wayde van Niekerk fékk líka hvatningu frá Usain Bolt fyrir hlaupið. „Bolt sagði við mig á Jamaíka að ég myndi bæta heimsmetið. Í kvöld sagði hann síðan við mig: Ég sagði þér að þú gætir þetta," sagði Wayde van Niekerk. Usain Bolt fylgdi í kjölfarið á Wayde van Niekerk og tryggði sér líka Ólympíugull. Bolt vann þá 100 metra hlaup karla á þriðju Ólympíuleikunum í röð.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö kjaftshögg rétt fyrir hálfleik Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Sjá meira